Kröftugra rennsli í öðrum af litlu gígunum tveimur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. mars 2021 06:33 Bjarminn og mökkurinn frá gosinu sást víða mjög vel á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi. Vísir/Vilhelm Sigþrúður Ármannsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að hvorki hafi opnast ný sprunga á eldstöðvunum í Geldingadal né nýr gígur. Hins vegar virðist sem hraunrennslið í öðrum af minni gígunum tveimur hafi orðið kröftugra og spurning hvort gígarnir tveir hafi sameinast í einn stærri. „Þetta voru upphaflega þrír gígar, þessi stóri og tveir litlir. Svo allt í einu í gær þá fór annar þessi minni að verða kröftugri þannig að það kemur í ljós í dag hvort þeir hafi sameinast í einn,“ segir Sigþrúður. Annars sé staðan í gosinu svipuð og verið hefur. Frá miðnætti hafa svo mælst 114 jarðskjálftar á Reykjanesskaga en þeir hafa allir verið í minni kantinum. Stríður straumur fólks var að gosstöðvunum í gær en eftir klukkan 17 var svæðinu lokað og það rýmt vegna hættu á gasmengun þegar vindur datt niður. Rætt var um það að í staðan í dag gæti orðið svipuð og því ekki ráðlagt að leggja í göngu til að berja gosið augum. Sigþrúður segir stöðuna án efa verða metna nú í morgunsárið með tilliti til veðurspárinnar og hvort óhætt sé þá að opna svæðið á ný. Almannavarnir taki ákvörðun um það. Búið sé að koma veðurstöð fyrir á gosstöðvunum og eins og staðan sé akkúrat núna í morgunsárið þá mælist vindur átta til níu metrar á sekúndu og allt að ellefu metrar á sekúndu í hviðum. Hér fyrir neðan má sjá beina útsendingu RÚV frá gosstöðvum. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Hins vegar virðist sem hraunrennslið í öðrum af minni gígunum tveimur hafi orðið kröftugra og spurning hvort gígarnir tveir hafi sameinast í einn stærri. „Þetta voru upphaflega þrír gígar, þessi stóri og tveir litlir. Svo allt í einu í gær þá fór annar þessi minni að verða kröftugri þannig að það kemur í ljós í dag hvort þeir hafi sameinast í einn,“ segir Sigþrúður. Annars sé staðan í gosinu svipuð og verið hefur. Frá miðnætti hafa svo mælst 114 jarðskjálftar á Reykjanesskaga en þeir hafa allir verið í minni kantinum. Stríður straumur fólks var að gosstöðvunum í gær en eftir klukkan 17 var svæðinu lokað og það rýmt vegna hættu á gasmengun þegar vindur datt niður. Rætt var um það að í staðan í dag gæti orðið svipuð og því ekki ráðlagt að leggja í göngu til að berja gosið augum. Sigþrúður segir stöðuna án efa verða metna nú í morgunsárið með tilliti til veðurspárinnar og hvort óhætt sé þá að opna svæðið á ný. Almannavarnir taki ákvörðun um það. Búið sé að koma veðurstöð fyrir á gosstöðvunum og eins og staðan sé akkúrat núna í morgunsárið þá mælist vindur átta til níu metrar á sekúndu og allt að ellefu metrar á sekúndu í hviðum. Hér fyrir neðan má sjá beina útsendingu RÚV frá gosstöðvum.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira