Göngufólki hleypt af stað inn í Geldingadal Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. mars 2021 11:16 Talið er að þúsundir landsmanna hafi gert sér ferð upp í Geldingadal í gær. Vísir/Vilhelm Lörgeglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að opna aðgengi að gosstöðvunum í Geldingadal. Veðurskilyrði fara batnandi og fylgist Veðurstofa Íslands með veðrinu í rauntíma þökk sé veðurstöð sem komið hefur verið upp í dalnum. Unnið er að því að efla rauntímamælingar á gasi við hraunjaðra. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, tjáði fréttastofu upp úr klukkan ellefu að göngufólki hefði verið hleypt af stað inn í Geldingadal. Þetta hafi verið ákveðið eftir samráðsfund vísindamanna og viðbragðsaðila í morgun. Hann boðaði frekari upplýsingar í tilkynningu frá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum. Sú tilkynning var send út um klukkan 11:40. Þar segir lögreglustjórinn að með fyrrnefndum aðgerðum sé talið ásættanlegt að halda svæðinu opnu á næstu dögum og vikum, en viðvaranir verði sendar út ef loftgæði versna eða veðurspá reynist óhagstæð. „Fólk sem hyggur á ferðir að gosstöðvum er hvatt til þess að afla sér upplýsinga um nýjustu veðurspá og vera vel útbúið til útiveru í langan tíma, en flestir dvelja lengur við gosstöðvarnar en þeir ætla sér þar sem sjónarspilið er mikið. Þá er hvatt til þess að taka með auka hleðslu fyrir síma þar sem rafhlöður tæmast fljótt við myndatökur og kulda,“ segir í tilkynningunni. „Hætta á að gas safnist fyrir í lægðum er alltaf fyrir hendi og því er óráðlegt að fara um þær við hraunjaðra og best að halda sig í hlíðum ofan Geldingadals. Að auki er vakin athygli á því að smitum vegna COVID hefur farið fjölgandi og því er ferðafólk hvatt til ýtrustu varkárni og viðhafa persónulegar sóttvarnir.“ Davíð segir að töluverður fjöldi bíla hafi verið kominn á Suðurstrandarveg í morgun. Að neðan má sjá tilkynningu frá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum sem barst klukkan 11:40. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að opna aðgengi að gosstöðvunum í Geldingadölum. Veðurskilyrði fara batnandi og Veðurstofa Íslands hefur komið upp veðurstöð við Geldingadali til þess að fylgjast með veðri í rauntíma. Þá er verið að vinna að því að efla rauntímamælingar á gasi við hraunjaðra. Með þessum aðgerðum þá áætlar Lögreglustjórinn að ásættanlegt sé að halda svæðinu opnu á næstu dögum og vikum, en viðvaranir verði sendar út ef loftgæði versna eða veðurspá er óhagstæð. Fólk sem hyggur á ferðir að gosstöðvum er hvatt til þess að afla sér upplýsinga um nýjustu veðurspá og vera vel útbúið til útiveru í langan tíma, en flestir dvelja lengur við gosstöðvarnar en þeir ætla sér þar sem sjónarspilið er mikið. Þá er hvatt til þess að taka með auka hleðslu fyrir síma þar sem rafhlöður tæmast fljótt við myndatökur og kulda. Hætta á að gas safnist fyrir í lægðum er alltaf fyrir hendi og því er óráðlegt að fara um þær við hraunjaðra og best að halda sig í hlíðum ofan Geldingadals. Að auki er vakin athygli á því að smitum vegna COVID hefur farið fjölgandi og því er ferðafólk hvatt til ýtrustu varkárni og viðhafa persónulegar sóttvarnir. Fjallað var ítarlega um stöðu mála á gossvæðinu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær en sannkallað umferðaröngþveiti skapaðist á Suðurstrandarvegi. Fréttin verður uppfærð. Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Ekki ljóst fyrr en um ellefuleytið hvort gossvæðið verði opnað Þeir sem höfðu áhuga á því að sækja gösstöðvarnar á Reykjanesi heim í dag þurfa að bíða eftir niðurstöðu samráðsfundar sem hefst klukkan tíu. Þetta staðfestir Davíð Már Bjarnason upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar við Vísi. 24. mars 2021 09:58 Aðsóknin alltof mikil miðað við skipulagið Vel hefur gengið að rýma gossvæðið í Geldingadal nú síðdegis, að sögn aðalvarðstjóra á Suðurnesjum. Hann segir óvíst hvort svæðið verði opið almenningi á morgun en ljóst sé að ráðast verði í breytingar á skipulagi. Dagurinn í dag hafi ekki gengið upp. 23. mars 2021 18:55 Rýma Geldingadal: Gasmengun í dældum gæti nálgast lífshættuleg gildi Nágrenni eldgossins í Geldingadal verður rýmt klukkan 17:00 í dag en Veðurstofan varar við því að hættulegar gastegundir geti safnast fyrir í lægðum og dældum þegar veður lægir. Styrkur gassins þar gæti verið lífshættulegur. 23. mars 2021 15:06 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Sjá meira
Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, tjáði fréttastofu upp úr klukkan ellefu að göngufólki hefði verið hleypt af stað inn í Geldingadal. Þetta hafi verið ákveðið eftir samráðsfund vísindamanna og viðbragðsaðila í morgun. Hann boðaði frekari upplýsingar í tilkynningu frá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum. Sú tilkynning var send út um klukkan 11:40. Þar segir lögreglustjórinn að með fyrrnefndum aðgerðum sé talið ásættanlegt að halda svæðinu opnu á næstu dögum og vikum, en viðvaranir verði sendar út ef loftgæði versna eða veðurspá reynist óhagstæð. „Fólk sem hyggur á ferðir að gosstöðvum er hvatt til þess að afla sér upplýsinga um nýjustu veðurspá og vera vel útbúið til útiveru í langan tíma, en flestir dvelja lengur við gosstöðvarnar en þeir ætla sér þar sem sjónarspilið er mikið. Þá er hvatt til þess að taka með auka hleðslu fyrir síma þar sem rafhlöður tæmast fljótt við myndatökur og kulda,“ segir í tilkynningunni. „Hætta á að gas safnist fyrir í lægðum er alltaf fyrir hendi og því er óráðlegt að fara um þær við hraunjaðra og best að halda sig í hlíðum ofan Geldingadals. Að auki er vakin athygli á því að smitum vegna COVID hefur farið fjölgandi og því er ferðafólk hvatt til ýtrustu varkárni og viðhafa persónulegar sóttvarnir.“ Davíð segir að töluverður fjöldi bíla hafi verið kominn á Suðurstrandarveg í morgun. Að neðan má sjá tilkynningu frá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum sem barst klukkan 11:40. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að opna aðgengi að gosstöðvunum í Geldingadölum. Veðurskilyrði fara batnandi og Veðurstofa Íslands hefur komið upp veðurstöð við Geldingadali til þess að fylgjast með veðri í rauntíma. Þá er verið að vinna að því að efla rauntímamælingar á gasi við hraunjaðra. Með þessum aðgerðum þá áætlar Lögreglustjórinn að ásættanlegt sé að halda svæðinu opnu á næstu dögum og vikum, en viðvaranir verði sendar út ef loftgæði versna eða veðurspá er óhagstæð. Fólk sem hyggur á ferðir að gosstöðvum er hvatt til þess að afla sér upplýsinga um nýjustu veðurspá og vera vel útbúið til útiveru í langan tíma, en flestir dvelja lengur við gosstöðvarnar en þeir ætla sér þar sem sjónarspilið er mikið. Þá er hvatt til þess að taka með auka hleðslu fyrir síma þar sem rafhlöður tæmast fljótt við myndatökur og kulda. Hætta á að gas safnist fyrir í lægðum er alltaf fyrir hendi og því er óráðlegt að fara um þær við hraunjaðra og best að halda sig í hlíðum ofan Geldingadals. Að auki er vakin athygli á því að smitum vegna COVID hefur farið fjölgandi og því er ferðafólk hvatt til ýtrustu varkárni og viðhafa persónulegar sóttvarnir. Fjallað var ítarlega um stöðu mála á gossvæðinu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær en sannkallað umferðaröngþveiti skapaðist á Suðurstrandarvegi. Fréttin verður uppfærð.
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að opna aðgengi að gosstöðvunum í Geldingadölum. Veðurskilyrði fara batnandi og Veðurstofa Íslands hefur komið upp veðurstöð við Geldingadali til þess að fylgjast með veðri í rauntíma. Þá er verið að vinna að því að efla rauntímamælingar á gasi við hraunjaðra. Með þessum aðgerðum þá áætlar Lögreglustjórinn að ásættanlegt sé að halda svæðinu opnu á næstu dögum og vikum, en viðvaranir verði sendar út ef loftgæði versna eða veðurspá er óhagstæð. Fólk sem hyggur á ferðir að gosstöðvum er hvatt til þess að afla sér upplýsinga um nýjustu veðurspá og vera vel útbúið til útiveru í langan tíma, en flestir dvelja lengur við gosstöðvarnar en þeir ætla sér þar sem sjónarspilið er mikið. Þá er hvatt til þess að taka með auka hleðslu fyrir síma þar sem rafhlöður tæmast fljótt við myndatökur og kulda. Hætta á að gas safnist fyrir í lægðum er alltaf fyrir hendi og því er óráðlegt að fara um þær við hraunjaðra og best að halda sig í hlíðum ofan Geldingadals. Að auki er vakin athygli á því að smitum vegna COVID hefur farið fjölgandi og því er ferðafólk hvatt til ýtrustu varkárni og viðhafa persónulegar sóttvarnir.
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Ekki ljóst fyrr en um ellefuleytið hvort gossvæðið verði opnað Þeir sem höfðu áhuga á því að sækja gösstöðvarnar á Reykjanesi heim í dag þurfa að bíða eftir niðurstöðu samráðsfundar sem hefst klukkan tíu. Þetta staðfestir Davíð Már Bjarnason upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar við Vísi. 24. mars 2021 09:58 Aðsóknin alltof mikil miðað við skipulagið Vel hefur gengið að rýma gossvæðið í Geldingadal nú síðdegis, að sögn aðalvarðstjóra á Suðurnesjum. Hann segir óvíst hvort svæðið verði opið almenningi á morgun en ljóst sé að ráðast verði í breytingar á skipulagi. Dagurinn í dag hafi ekki gengið upp. 23. mars 2021 18:55 Rýma Geldingadal: Gasmengun í dældum gæti nálgast lífshættuleg gildi Nágrenni eldgossins í Geldingadal verður rýmt klukkan 17:00 í dag en Veðurstofan varar við því að hættulegar gastegundir geti safnast fyrir í lægðum og dældum þegar veður lægir. Styrkur gassins þar gæti verið lífshættulegur. 23. mars 2021 15:06 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Sjá meira
Ekki ljóst fyrr en um ellefuleytið hvort gossvæðið verði opnað Þeir sem höfðu áhuga á því að sækja gösstöðvarnar á Reykjanesi heim í dag þurfa að bíða eftir niðurstöðu samráðsfundar sem hefst klukkan tíu. Þetta staðfestir Davíð Már Bjarnason upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar við Vísi. 24. mars 2021 09:58
Aðsóknin alltof mikil miðað við skipulagið Vel hefur gengið að rýma gossvæðið í Geldingadal nú síðdegis, að sögn aðalvarðstjóra á Suðurnesjum. Hann segir óvíst hvort svæðið verði opið almenningi á morgun en ljóst sé að ráðast verði í breytingar á skipulagi. Dagurinn í dag hafi ekki gengið upp. 23. mars 2021 18:55
Rýma Geldingadal: Gasmengun í dældum gæti nálgast lífshættuleg gildi Nágrenni eldgossins í Geldingadal verður rýmt klukkan 17:00 í dag en Veðurstofan varar við því að hættulegar gastegundir geti safnast fyrir í lægðum og dældum þegar veður lægir. Styrkur gassins þar gæti verið lífshættulegur. 23. mars 2021 15:06