Ekkert útivistarveður á gosstöðvunum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. mars 2021 06:34 Fjöldi fólks hefur lagt leið sína að gosstöðvunum í Geldingadal frá því það hófst fyrir viku síðan. Í dag er ekki spáð neitt sérstöku veðri á svæðinu og segir á vef Veðurstofunnar að það sé ekkert útivistarveður. Vísir/Vilhelm Það er spáð ansi leiðinlegu veðri á gosstöðvunum í Geldingadal í dag og í raun er þar ekkert útivistarveður. Svæðinu var lokað í gær af lögreglunni á Suðurnesjum vegna versnandi veðurs og hefur ekki borist nein tilkynning um að það hafi verið opnað aftur. Í athugasemd veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands segir að í dag sé spáð norðlægri átt, þrettán til átján metrum á sekúndu, snjókomu og skafrenningi á gosstöðvunum. Skyggni verði takmarkað eða lítið og því sé ekkert útivistarveður. Eftir hádegi dregur heldur úr vindi og ofankomu og í kvöld á svo að lægja og létta til. Líkt og í gær berst gosmengun áfram til suðurs frá eldstöðvunum. Af gosinu sjálfu er annars það að segja að staðan þar er svipuð og litlar breytingar að sjá til að mynda hvað varðar hraunflæði. Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni, segir að skjálftavirknin á umbrotasvæðinu, það er frá Grindavík til Kleifarvatns, hafi verið heldur minni frá miðnætti í nótt en nóttina á undan. Alls hafa sextíu skjálftar mælst á svæðinu en voru yfir hundrað í fyrrinótt. Vísindaráð almannavarna kom saman til fundar í gær og sendi í kjölfarið frá sér tilkynningu um stöðuna á gosinu. Þar kom meðal annars fram að ráðið telur ólíklegt að kvika muni nálgast yfirborð á öðrum stað kvikugangsins í bráð. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Geldingadölum Jarðhræringar á Reykjanesi Veður Tengdar fréttir Birta þrívíddarlíkan af eldgosinu Starfsfólk verkfræðistofunnar Eflu hefur búið til og birt þrívíddarlíkan af eldgosinu í Geldingadal. Líkanið má sjá hér neðar í fréttinni. 25. mars 2021 22:37 Eldgosið gæti staðið lengur en talið var í fyrstu Eldgosið í Geldingadal gæti staðið yfir lengur en í fyrstu var áætlað. Það gæti jafnframt varað í nokkur ár miðað við önnur sambærileg gos. Styrkur gossins hefur smám saman aukist en hraunflæðisspá sýnir að hraunið muni mögulega ná alveg að Stóra-Hrút eftir ellefu daga. 25. mars 2021 18:56 Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fleiri fréttir Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Sjá meira
Í athugasemd veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands segir að í dag sé spáð norðlægri átt, þrettán til átján metrum á sekúndu, snjókomu og skafrenningi á gosstöðvunum. Skyggni verði takmarkað eða lítið og því sé ekkert útivistarveður. Eftir hádegi dregur heldur úr vindi og ofankomu og í kvöld á svo að lægja og létta til. Líkt og í gær berst gosmengun áfram til suðurs frá eldstöðvunum. Af gosinu sjálfu er annars það að segja að staðan þar er svipuð og litlar breytingar að sjá til að mynda hvað varðar hraunflæði. Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni, segir að skjálftavirknin á umbrotasvæðinu, það er frá Grindavík til Kleifarvatns, hafi verið heldur minni frá miðnætti í nótt en nóttina á undan. Alls hafa sextíu skjálftar mælst á svæðinu en voru yfir hundrað í fyrrinótt. Vísindaráð almannavarna kom saman til fundar í gær og sendi í kjölfarið frá sér tilkynningu um stöðuna á gosinu. Þar kom meðal annars fram að ráðið telur ólíklegt að kvika muni nálgast yfirborð á öðrum stað kvikugangsins í bráð.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Geldingadölum Jarðhræringar á Reykjanesi Veður Tengdar fréttir Birta þrívíddarlíkan af eldgosinu Starfsfólk verkfræðistofunnar Eflu hefur búið til og birt þrívíddarlíkan af eldgosinu í Geldingadal. Líkanið má sjá hér neðar í fréttinni. 25. mars 2021 22:37 Eldgosið gæti staðið lengur en talið var í fyrstu Eldgosið í Geldingadal gæti staðið yfir lengur en í fyrstu var áætlað. Það gæti jafnframt varað í nokkur ár miðað við önnur sambærileg gos. Styrkur gossins hefur smám saman aukist en hraunflæðisspá sýnir að hraunið muni mögulega ná alveg að Stóra-Hrút eftir ellefu daga. 25. mars 2021 18:56 Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fleiri fréttir Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Sjá meira
Birta þrívíddarlíkan af eldgosinu Starfsfólk verkfræðistofunnar Eflu hefur búið til og birt þrívíddarlíkan af eldgosinu í Geldingadal. Líkanið má sjá hér neðar í fréttinni. 25. mars 2021 22:37
Eldgosið gæti staðið lengur en talið var í fyrstu Eldgosið í Geldingadal gæti staðið yfir lengur en í fyrstu var áætlað. Það gæti jafnframt varað í nokkur ár miðað við önnur sambærileg gos. Styrkur gossins hefur smám saman aukist en hraunflæðisspá sýnir að hraunið muni mögulega ná alveg að Stóra-Hrút eftir ellefu daga. 25. mars 2021 18:56