Enginn starfsmaður reyndist smitaður eftir skimun Sylvía Hall skrifar 28. mars 2021 13:57 Laugarnesskóli og nágrenni. Vísir/Vilhelm Sex greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og þar af einn utan sóttkvíar. 25 starfsmenn Laugarnesskóla voru á meðal þeirra sem fóru í sýnatöku í gær og fengu þeir allir neikvæða niðurstöðu. Einn starfsmaður Laugarnesskóla greindist með kórónuveiruna síðustu helgi og síðan þá hafa þrettán nemendur einnig greinst með veiruna eftir að hópsýking kom upp í skólanum. Auk þeirra 25 starfsmanna sem fóru í skimun í gær voru um áttatíu nemendur einnig skimaðir fyrir veirunni. Björn Gunnlaugsson, aðstoðarskólastjóri Laugarnesskóla, segir ekki staðfest hvort einhver nemandi hafi greinst í gær. „Ég hef ekki heyrt beint frá neinum en það finnst mér góðar fréttir og ég vona að það þýði bara að það hafi enginn greinst smitaður. En ég ætla samt að vera með símann í vasanum í dag til öryggis.“ Fjöldi fólks í sóttkví er nú um 1500. Samkvæmt tilkynningu almannavarna má búast við því að sú tala fari hækkandi í dag í ljósi þess að eitt smit greindist utan sóttkvíar. Smit hjá nemanda greindist á föstudag Í vikunni voru allir nemendur Laugarnesskóla og Laugalækjaskóla sendir í úrvinnslusóttkví vegna hópsýkingarinnar en því er nú lokið. Þá voru um 400 unglingar í Hafnarfirði sendir í sóttkví á föstudag eftir að nemandi í unglingadeild Öldutúnsskóla smitaðist af nemanda í Laugarnesskóla, sem smitaði svo nemanda í Víðistaðaskóla. Ef ekkert smit greindist í gær meðal nemenda Laugarnesskóla eru því 22 nemendur og sex starfsmenn Lauganesskóla í sóttkví. Síðast greindist smit hjá nemanda greindist á föstudag og segir Björn því ljóst að enn sé möguleiki að einhver smit greinist til viðbótar. „Þetta er samt ekki alveg búið. Það kom upp smit hjá einum nemenda hjá okkur á föstudag svo að bekkur þess nemanda, 21 eða 22 börn, og allir starfsmenn sem voru að kenna þeim bekk síðast þegar hann var í skólanum verða í sóttkví fram á þriðjudaginn.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grunnskólar Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Um 400 unglingar í Hafnarfirði í sóttkví Allir 209 nemendur unglingadeildar Víðistaðaskóla í Hafnarfirði eru komnir í sóttkví eftir að nemandi í deildinni greindist með kórónuveiruna. 26. mars 2021 14:12 Laugarnesskólasmitið komið í Hafnarfjörð Allir 180 nemendur á unglingastigi Öldutúnsskóla og tuttugu kennarar eru komnir í úrvinnslusóttkví eftir að í ljós kom í gærkvöldi að nemandi á unglingastigi væri smitaður af Covid-19. 26. mars 2021 10:40 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Sjá meira
Einn starfsmaður Laugarnesskóla greindist með kórónuveiruna síðustu helgi og síðan þá hafa þrettán nemendur einnig greinst með veiruna eftir að hópsýking kom upp í skólanum. Auk þeirra 25 starfsmanna sem fóru í skimun í gær voru um áttatíu nemendur einnig skimaðir fyrir veirunni. Björn Gunnlaugsson, aðstoðarskólastjóri Laugarnesskóla, segir ekki staðfest hvort einhver nemandi hafi greinst í gær. „Ég hef ekki heyrt beint frá neinum en það finnst mér góðar fréttir og ég vona að það þýði bara að það hafi enginn greinst smitaður. En ég ætla samt að vera með símann í vasanum í dag til öryggis.“ Fjöldi fólks í sóttkví er nú um 1500. Samkvæmt tilkynningu almannavarna má búast við því að sú tala fari hækkandi í dag í ljósi þess að eitt smit greindist utan sóttkvíar. Smit hjá nemanda greindist á föstudag Í vikunni voru allir nemendur Laugarnesskóla og Laugalækjaskóla sendir í úrvinnslusóttkví vegna hópsýkingarinnar en því er nú lokið. Þá voru um 400 unglingar í Hafnarfirði sendir í sóttkví á föstudag eftir að nemandi í unglingadeild Öldutúnsskóla smitaðist af nemanda í Laugarnesskóla, sem smitaði svo nemanda í Víðistaðaskóla. Ef ekkert smit greindist í gær meðal nemenda Laugarnesskóla eru því 22 nemendur og sex starfsmenn Lauganesskóla í sóttkví. Síðast greindist smit hjá nemanda greindist á föstudag og segir Björn því ljóst að enn sé möguleiki að einhver smit greinist til viðbótar. „Þetta er samt ekki alveg búið. Það kom upp smit hjá einum nemenda hjá okkur á föstudag svo að bekkur þess nemanda, 21 eða 22 börn, og allir starfsmenn sem voru að kenna þeim bekk síðast þegar hann var í skólanum verða í sóttkví fram á þriðjudaginn.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grunnskólar Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Um 400 unglingar í Hafnarfirði í sóttkví Allir 209 nemendur unglingadeildar Víðistaðaskóla í Hafnarfirði eru komnir í sóttkví eftir að nemandi í deildinni greindist með kórónuveiruna. 26. mars 2021 14:12 Laugarnesskólasmitið komið í Hafnarfjörð Allir 180 nemendur á unglingastigi Öldutúnsskóla og tuttugu kennarar eru komnir í úrvinnslusóttkví eftir að í ljós kom í gærkvöldi að nemandi á unglingastigi væri smitaður af Covid-19. 26. mars 2021 10:40 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Sjá meira
Um 400 unglingar í Hafnarfirði í sóttkví Allir 209 nemendur unglingadeildar Víðistaðaskóla í Hafnarfirði eru komnir í sóttkví eftir að nemandi í deildinni greindist með kórónuveiruna. 26. mars 2021 14:12
Laugarnesskólasmitið komið í Hafnarfjörð Allir 180 nemendur á unglingastigi Öldutúnsskóla og tuttugu kennarar eru komnir í úrvinnslusóttkví eftir að í ljós kom í gærkvöldi að nemandi á unglingastigi væri smitaður af Covid-19. 26. mars 2021 10:40