Mögulega dregið úr virkni en ekkert bendi til að gosinu sé að ljúka Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. mars 2021 14:16 Sérfræðingar ætla að kanna hvort dregið hafi úr gosóróa. Vísir/Vilhelm Sérfræðingar Veðurstofunnar munu kanna hvort dregið hafi úr virkni eldgossins í Geldingadölum í nótt. Óróamælingar næturinnar kunni að benda til þess, þó of snemmt sé að fullyrða um það. Í samtali við Vísi segir Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, að mælingar Veðurstofunnar á ákveðnum hreyfingum bendi til þess að mögulega hafi dregið úr virkni eldgossins. „Við erum að skoða óróamælingar hjá okkur frá Fagradalsfjalli, svo líka af jarðskjálftamælistöðvum þarna í grenndinni. Við sjáum að óróinn dettur niður í nótt,“ segir Einar. Hann bendir þó á að mögulega kunni veður á svæðinu að spila þar inn í. „Að það dragist svona saman óróinn á þessum mælingum er líklega áhrif af vindi, að miklu leyti. Það helst þó ekki alveg í hendur við vindmælingar frá í gær, þannig við ætlum að skoða betur hvort við teljum að það hafi dregið úr virkni,“ segir Einar. Hann segir erfitt að meta sjónrænt hvort dregið hafi úr virkni gossins. Líklegast sé hún þó í sama horfi og verið hefur síðustu daga. Ekkert bendi til að gosið sé að klárast Einar segir ekkert benda sérstaklega til þess að gosið sé að klárast. Óróamælingar á annarri tíðni en þeirri sem dró úr í nótt sé stöðug á því bili sem verið hefur frá því gosið hófst. „Það er ekkert sem bendir til þess að gosið sé að klárast. Við erum enn að greina óróa sem hefur greinst frá því gosið hófst. Mjög lítið merki sem við greinum stöðugt á svæðinu. Sá órói er á lægri tíðnisviðum, hann hefur oft verið fremur merki um eldgosavirkni,“ segir Einar. Hér að neðan má sjá beina útsendingu RÚV frá gosstöðvunum. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Í samtali við Vísi segir Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, að mælingar Veðurstofunnar á ákveðnum hreyfingum bendi til þess að mögulega hafi dregið úr virkni eldgossins. „Við erum að skoða óróamælingar hjá okkur frá Fagradalsfjalli, svo líka af jarðskjálftamælistöðvum þarna í grenndinni. Við sjáum að óróinn dettur niður í nótt,“ segir Einar. Hann bendir þó á að mögulega kunni veður á svæðinu að spila þar inn í. „Að það dragist svona saman óróinn á þessum mælingum er líklega áhrif af vindi, að miklu leyti. Það helst þó ekki alveg í hendur við vindmælingar frá í gær, þannig við ætlum að skoða betur hvort við teljum að það hafi dregið úr virkni,“ segir Einar. Hann segir erfitt að meta sjónrænt hvort dregið hafi úr virkni gossins. Líklegast sé hún þó í sama horfi og verið hefur síðustu daga. Ekkert bendi til að gosið sé að klárast Einar segir ekkert benda sérstaklega til þess að gosið sé að klárast. Óróamælingar á annarri tíðni en þeirri sem dró úr í nótt sé stöðug á því bili sem verið hefur frá því gosið hófst. „Það er ekkert sem bendir til þess að gosið sé að klárast. Við erum enn að greina óróa sem hefur greinst frá því gosið hófst. Mjög lítið merki sem við greinum stöðugt á svæðinu. Sá órói er á lægri tíðnisviðum, hann hefur oft verið fremur merki um eldgosavirkni,“ segir Einar. Hér að neðan má sjá beina útsendingu RÚV frá gosstöðvunum.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira