Árás á kvenréttindi í einu landi er árás á kvenréttindi alls staðar Tatjana Latinovic skrifar 31. mars 2021 07:00 Það berast slæmar fréttir frá Tyrklandi þar sem Recep Tayyip Erdogan forseti lýsti nýlega því yfir að Tyrkland segði sig frá samningi Evrópuráðsins um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi gagnvart konum og heimilisofbeldi, svokölluðum Istanbúlsamningi. Þessi ákvörðun Tyrklandsforseta er mikið bakslag í jafnréttisbaráttunni á alþjóðavettvangi og skýrt merki þess að kvenréttindi og mannréttindi eiga undir högg að sækja. Istanbúlsamningurinn er fyrsta alþjóðlega verkfærið sem tekur heildstætt á ofbeldi gegn konum. Samningurinn hefur bæði forvarnargildi og vinnur beint gegn kynbundnu ofbeldi. Í samningnum er að finna yfirgripsmikið regluverk og stefnumarkmið sem fyrirbyggir ofbeldi, styður brotaþola og myndar refsiramma fyrir gerendur. Ísland er meðal þeirra 34 ríkja sem hafa fullgilt samninginn, en alls hafa 45 þjóðríki og Evrópusambandið undirritað hann. Ákvörðun Tyrklands að rifta þessum samningi er ekki aðeins aðför að konum heldur einnig að hinsegin fólki, minnihlutahópum og viðkvæmum hópum. Með því er ekki einungis verið að halda aftur af og koma í veg fyrir aukið jafnrétti í Tyrklandi, heldur Evrópu allri því ákvörðunin setur hættulegt fordæmi fyrir önnur ríki þar sem mannréttindi og lýðræði kunna að standa höllum fæti. Kvenréttindafélag Íslands hefur sent bréf til Katrínar Jakobsdóttur forsætis- og jafnréttismálaráðherra og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra með hvatningu til íslenskra stjórnvalda um að uppfylla skuldbindingar sínar sem aðildarríki Evrópuráðsins og ríki sem fullgilt hefur Istanbúlsamninginn. Í bréfunum eru þau hvött til að grípa til eftirfarandi aðgerða: • Að hvetja tyrknesk stjórnvöld til að draga til baka ákvörðun sína um að segja sig frá Istanbúlsamningnum. • Að hvetja öll aðildarríki Evrópuráðsins og ríki sem undirritað hafa Istanbúlsamninginn að beita öllum lagalegum og pólitískum ráðum til að koma í veg fyrir að Tyrkland geti sagt sig frá Istanbúlsamningnum. • Að hvetja öll aðildarríki Evrópuráðsins til að fullgilda Istanbúlsamninginn tafarlaust og skilyrðislaust, hafi það ekki þegar verið gert. Með þessum aðgerðum geta íslensk stjórnvöld sýnt pólitíska forystu á alþjóðavettvangi og verið öðrum þjóðum leiðarljós í jafnréttismálum. Staða kvenna hefur snarversnað á tímum alheimsfaraldurs COVID-19 um heim allan. Konur eru sérstaklega útsettar fyrir afleiðingum efnahagskreppunnar sem fylgt hefur faraldrinum og hafa þurft að bera þunga byrði í umönnunarstörfum. Ofbeldi gegn konum og börnum hefur á sama tíma aukist, og er Ísland þar engin undantekning. Tilkynningum um heimilisofbeldi á Íslandi hefur fjölgað í kjölfar COVID-19, sem og tilkynningum til barnaverndar. Það er á tímum sem þessum sem mikilvægi alþjóðlegra samninga gegn ofbeldi, líkt og Istanbúlsamningsins, er augljóst. Nú er nauðsynlegt að allar þjóðir heims taki höndum saman, bregðist við bakslaginu í kvenréttindum og tryggi áframhaldandi framþróun í jafnréttismálum. Árás á kvenréttindi í einu landi er árás á kvenréttindi alls staðar. Allar konur og stúlkur eiga það skilið að lifa lífi sínu frjálsar frá ofbeldi. Grípum til aðgerða strax! Höfundur er formaður Kvenréttindafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Tyrkland Tatjana Latinovic Mest lesið Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason Skoðun Skoðun Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Sjá meira
Það berast slæmar fréttir frá Tyrklandi þar sem Recep Tayyip Erdogan forseti lýsti nýlega því yfir að Tyrkland segði sig frá samningi Evrópuráðsins um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi gagnvart konum og heimilisofbeldi, svokölluðum Istanbúlsamningi. Þessi ákvörðun Tyrklandsforseta er mikið bakslag í jafnréttisbaráttunni á alþjóðavettvangi og skýrt merki þess að kvenréttindi og mannréttindi eiga undir högg að sækja. Istanbúlsamningurinn er fyrsta alþjóðlega verkfærið sem tekur heildstætt á ofbeldi gegn konum. Samningurinn hefur bæði forvarnargildi og vinnur beint gegn kynbundnu ofbeldi. Í samningnum er að finna yfirgripsmikið regluverk og stefnumarkmið sem fyrirbyggir ofbeldi, styður brotaþola og myndar refsiramma fyrir gerendur. Ísland er meðal þeirra 34 ríkja sem hafa fullgilt samninginn, en alls hafa 45 þjóðríki og Evrópusambandið undirritað hann. Ákvörðun Tyrklands að rifta þessum samningi er ekki aðeins aðför að konum heldur einnig að hinsegin fólki, minnihlutahópum og viðkvæmum hópum. Með því er ekki einungis verið að halda aftur af og koma í veg fyrir aukið jafnrétti í Tyrklandi, heldur Evrópu allri því ákvörðunin setur hættulegt fordæmi fyrir önnur ríki þar sem mannréttindi og lýðræði kunna að standa höllum fæti. Kvenréttindafélag Íslands hefur sent bréf til Katrínar Jakobsdóttur forsætis- og jafnréttismálaráðherra og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra með hvatningu til íslenskra stjórnvalda um að uppfylla skuldbindingar sínar sem aðildarríki Evrópuráðsins og ríki sem fullgilt hefur Istanbúlsamninginn. Í bréfunum eru þau hvött til að grípa til eftirfarandi aðgerða: • Að hvetja tyrknesk stjórnvöld til að draga til baka ákvörðun sína um að segja sig frá Istanbúlsamningnum. • Að hvetja öll aðildarríki Evrópuráðsins og ríki sem undirritað hafa Istanbúlsamninginn að beita öllum lagalegum og pólitískum ráðum til að koma í veg fyrir að Tyrkland geti sagt sig frá Istanbúlsamningnum. • Að hvetja öll aðildarríki Evrópuráðsins til að fullgilda Istanbúlsamninginn tafarlaust og skilyrðislaust, hafi það ekki þegar verið gert. Með þessum aðgerðum geta íslensk stjórnvöld sýnt pólitíska forystu á alþjóðavettvangi og verið öðrum þjóðum leiðarljós í jafnréttismálum. Staða kvenna hefur snarversnað á tímum alheimsfaraldurs COVID-19 um heim allan. Konur eru sérstaklega útsettar fyrir afleiðingum efnahagskreppunnar sem fylgt hefur faraldrinum og hafa þurft að bera þunga byrði í umönnunarstörfum. Ofbeldi gegn konum og börnum hefur á sama tíma aukist, og er Ísland þar engin undantekning. Tilkynningum um heimilisofbeldi á Íslandi hefur fjölgað í kjölfar COVID-19, sem og tilkynningum til barnaverndar. Það er á tímum sem þessum sem mikilvægi alþjóðlegra samninga gegn ofbeldi, líkt og Istanbúlsamningsins, er augljóst. Nú er nauðsynlegt að allar þjóðir heims taki höndum saman, bregðist við bakslaginu í kvenréttindum og tryggi áframhaldandi framþróun í jafnréttismálum. Árás á kvenréttindi í einu landi er árás á kvenréttindi alls staðar. Allar konur og stúlkur eiga það skilið að lifa lífi sínu frjálsar frá ofbeldi. Grípum til aðgerða strax! Höfundur er formaður Kvenréttindafélags Íslands.
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun