Landbúnaðurinn ER á réttri leið Kári Gautason skrifar 31. mars 2021 13:01 Bændur á Íslandi hafa á síðustu árum sett sér umhverfisstefnu og flestar búgreinar hafa það markmið að ná kolefnishlutleysi árið 2040. Það er metnaðarfullt markmið, enda bara rúm 19 ár til stefnu. Bændur hafa oft tekist á við áskoranir. Tekist hefur að útrýma mörgum búfjársjúkdómum og halda þannig innlendri framleiðslu í þeirri stöðu að nota lítið af lyfjum. Það tókst með einbeittu átaki og ströngum reglum. Sama skapi hafa bændur lagt sitt á vogarskálarnar þegar þjóðin hefur tekist á við efnahagsáskoranir. Frysting afurðaverðs í kjölfar þjóðarsáttasamninga og frysting búvörusamninga eftir efnahagshrunið eru meðal annars til vitnis þar um. Það má því segja að bændur hafi séð það svartara heldur en að ná kolefnishlutleysi á næstu 20 árum. Stundum er látið í umræðunni eins og ekkert hafi gerst í landbúnaði og heimurinn sé á hraðri leið til glötunar. Slíkar heimsendaspár eru ekki nýjar af nálinni. Fyrir 1970 töldu ýmsir að framleiðni í landbúnaði hefði náð hámarki og að hungur og hallæri væri framundan fyrir stóran hluta heimsbyggðarinnar. Á sama tíma náði græna byltingin hámarki og þó að mannfjöldinn á jörðinni hafi tvöfaldast síðustu sextíu ár hefur hlutfall vannærðra farið sílækkandi, úr þriðjungi mannkyns árið 1970 í undir 10% í dag. Á 21. öldinni þarf minna að verða meira Þessi árangur náðist með tæknivæðingu og kynbótum. Græna umbreytingin sem þarf að eiga sér stað á næstu áratugum, á Íslandi rétt sem í heiminum öllum, er að minna þarf að verða meira. Minna magn af aðföngum þarf að skila meiri afurðum en áður. Ef gögnin eru skoðuð þá gengur þróunin einmitt í þá átt. Samkvæmt gögnum Hagstofunnar hefur framleiðsla á íslenskum landbúnaðarafurðum aukist mjög síðasta aldarfjórðung á meðan losun gróðurhúsalofttegunda, metin í einingunni hitunargildi, hefur dregist saman. Þar skipar landbúnaðurinn sér í hóp þeirra örfáu geira atvinulífs sem hafa náð árangri í loftslagsmálum. Tækifæri í framleiðni afrétta Þörf er á því að hafa hraðar hendur. Ef aðfanganotkun í landbúnaði heimsins breytist ekki mun útblástur gróðurhúsalofttegunda aukast gríðarlega. Það er vegna þess að eftirspurn eftir matvælum fer sívaxandi, sífellt bætast við fleiri munnar sem þarf að metta auk þess sem vaxandi velmegun í fjölmennum ríkjum eykur spurn eftir „matardiskum“ með stærra umhverfisfótspor en verið hefur. Íslenskir bændur vilja ekki láta sitt eftir liggja í þessari stóru áskorun. Tækifærin eru fjölmörg. Orkuskipti munu verða í landbúnaði rétt eins og annars staðar. Sjálfkeyrandi rafmagnsknúnar dráttarvélar eru handan við hornið, sem og metandrifnar. Aukin notkun tölvubúnaðar, dróna og gervigreindar bætir alla nýtingu aðfanga og gerir framleiðsluna skilvirkari. Allur kostnaður sem bætt er við framleiðsluna til þess að ná meiri árangri í umhverfismálum er annaðhvort tekinn af afkomu bænda eða neytenda. Því skiptir höfuðmáli að fara í hagkvæmustu aðgerðirnar fyrst. Draga sem mest úr losun án þess að hækka matvælaverð úr hófi fram. Sem dæmi má nefna afurðasemi nautgripa. Fyrir hverja hundrað lítra aukalega sem hver mjólkurkýr skilar af mjólk má minnka stofninn um mörg hundruð gripi. Þannig kemst bóndinn af með minna fóður, kaupir minna af áburði og metanlosun minnkar. Tækniframfarir af þessu tagi bæta stöðuna fyrir alla án þess að hækka matvælaverð, raunar gæti það lækkað. Verkefni af þessu tagi eru í gangi, fjármögnuð af bændum til þess að auka framleiðni en um leið að ná árangri í loftslagsmálum. Sama gildir um framleiðni afrétta. Því betra ástandi sem þeir eru í, þeim mun minna svæði þarf til sumarbeitar. Með skynsamlegri stýringu, sem tekur mið af ástandi og framvindu, er hægt að halda áfram að bæta framleiðni úthaga og afrétta og þannig ná árangri. Bændur með vísindin að vopni Með vísindin að vopni munu íslenskir bændur ná enn frekari árangri í að draga úr losun á næstu árum eins og hingað til. Sú gamalkunna vísa að uppskeran sé í takt við sáninguna á hér sem annarsstaðar við. Með því að leita skynsamlegra lausna sem henta aðstæðum er vel hægt að kolefnisjafna íslenskan landbúnað og draga að sama skapi úr kostnaði við framleiðsluna. Ár sáninganna eru hafin í íslenskum landbúnaði og þau munu skila góðri uppskeru. Höfundur er sérfræðingur hjá Bændasamtökum Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Gautason Landbúnaður Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Bændur á Íslandi hafa á síðustu árum sett sér umhverfisstefnu og flestar búgreinar hafa það markmið að ná kolefnishlutleysi árið 2040. Það er metnaðarfullt markmið, enda bara rúm 19 ár til stefnu. Bændur hafa oft tekist á við áskoranir. Tekist hefur að útrýma mörgum búfjársjúkdómum og halda þannig innlendri framleiðslu í þeirri stöðu að nota lítið af lyfjum. Það tókst með einbeittu átaki og ströngum reglum. Sama skapi hafa bændur lagt sitt á vogarskálarnar þegar þjóðin hefur tekist á við efnahagsáskoranir. Frysting afurðaverðs í kjölfar þjóðarsáttasamninga og frysting búvörusamninga eftir efnahagshrunið eru meðal annars til vitnis þar um. Það má því segja að bændur hafi séð það svartara heldur en að ná kolefnishlutleysi á næstu 20 árum. Stundum er látið í umræðunni eins og ekkert hafi gerst í landbúnaði og heimurinn sé á hraðri leið til glötunar. Slíkar heimsendaspár eru ekki nýjar af nálinni. Fyrir 1970 töldu ýmsir að framleiðni í landbúnaði hefði náð hámarki og að hungur og hallæri væri framundan fyrir stóran hluta heimsbyggðarinnar. Á sama tíma náði græna byltingin hámarki og þó að mannfjöldinn á jörðinni hafi tvöfaldast síðustu sextíu ár hefur hlutfall vannærðra farið sílækkandi, úr þriðjungi mannkyns árið 1970 í undir 10% í dag. Á 21. öldinni þarf minna að verða meira Þessi árangur náðist með tæknivæðingu og kynbótum. Græna umbreytingin sem þarf að eiga sér stað á næstu áratugum, á Íslandi rétt sem í heiminum öllum, er að minna þarf að verða meira. Minna magn af aðföngum þarf að skila meiri afurðum en áður. Ef gögnin eru skoðuð þá gengur þróunin einmitt í þá átt. Samkvæmt gögnum Hagstofunnar hefur framleiðsla á íslenskum landbúnaðarafurðum aukist mjög síðasta aldarfjórðung á meðan losun gróðurhúsalofttegunda, metin í einingunni hitunargildi, hefur dregist saman. Þar skipar landbúnaðurinn sér í hóp þeirra örfáu geira atvinulífs sem hafa náð árangri í loftslagsmálum. Tækifæri í framleiðni afrétta Þörf er á því að hafa hraðar hendur. Ef aðfanganotkun í landbúnaði heimsins breytist ekki mun útblástur gróðurhúsalofttegunda aukast gríðarlega. Það er vegna þess að eftirspurn eftir matvælum fer sívaxandi, sífellt bætast við fleiri munnar sem þarf að metta auk þess sem vaxandi velmegun í fjölmennum ríkjum eykur spurn eftir „matardiskum“ með stærra umhverfisfótspor en verið hefur. Íslenskir bændur vilja ekki láta sitt eftir liggja í þessari stóru áskorun. Tækifærin eru fjölmörg. Orkuskipti munu verða í landbúnaði rétt eins og annars staðar. Sjálfkeyrandi rafmagnsknúnar dráttarvélar eru handan við hornið, sem og metandrifnar. Aukin notkun tölvubúnaðar, dróna og gervigreindar bætir alla nýtingu aðfanga og gerir framleiðsluna skilvirkari. Allur kostnaður sem bætt er við framleiðsluna til þess að ná meiri árangri í umhverfismálum er annaðhvort tekinn af afkomu bænda eða neytenda. Því skiptir höfuðmáli að fara í hagkvæmustu aðgerðirnar fyrst. Draga sem mest úr losun án þess að hækka matvælaverð úr hófi fram. Sem dæmi má nefna afurðasemi nautgripa. Fyrir hverja hundrað lítra aukalega sem hver mjólkurkýr skilar af mjólk má minnka stofninn um mörg hundruð gripi. Þannig kemst bóndinn af með minna fóður, kaupir minna af áburði og metanlosun minnkar. Tækniframfarir af þessu tagi bæta stöðuna fyrir alla án þess að hækka matvælaverð, raunar gæti það lækkað. Verkefni af þessu tagi eru í gangi, fjármögnuð af bændum til þess að auka framleiðni en um leið að ná árangri í loftslagsmálum. Sama gildir um framleiðni afrétta. Því betra ástandi sem þeir eru í, þeim mun minna svæði þarf til sumarbeitar. Með skynsamlegri stýringu, sem tekur mið af ástandi og framvindu, er hægt að halda áfram að bæta framleiðni úthaga og afrétta og þannig ná árangri. Bændur með vísindin að vopni Með vísindin að vopni munu íslenskir bændur ná enn frekari árangri í að draga úr losun á næstu árum eins og hingað til. Sú gamalkunna vísa að uppskeran sé í takt við sáninguna á hér sem annarsstaðar við. Með því að leita skynsamlegra lausna sem henta aðstæðum er vel hægt að kolefnisjafna íslenskan landbúnað og draga að sama skapi úr kostnaði við framleiðsluna. Ár sáninganna eru hafin í íslenskum landbúnaði og þau munu skila góðri uppskeru. Höfundur er sérfræðingur hjá Bændasamtökum Íslands.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar