Viljum við einfalda þjónustuna eða bæta hana? Gerum bæði Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 3. apríl 2021 14:31 Jóna og Gunna eru að sækja um leikskólapláss fyrir yngsta barnið. Miðbarnið er á Sunnuási og því vilja þær gjarnan sækja um ungbarnadeildina þar. Þær sjá hins vegar í Reykjavíkurappinu að biðlistinn á ungbarnadeildina í Langholti er nokkuð styttri. Þær velja því Langholt sem fyrsta val og haka um leið við ósk um að barnið flytjist á Sunnuás þegar tækifæri gefst. Þegar þær ætla að staðfesta valið bendir appið þeim á að það sé systkinaforgangur í leikskóla, hvort þær vilji því ekki hafa Sunnuás sem fyrsta val til að börnin verði bæði á sama leikskóla. Veljum skólamat Fyrst þær eru með appið opið er tækifærið notað til að skoða hvað er í matinn í grunnskólanum í næstu viku. Elsta barnið borðar ekki hvað sem er og því þægilegt að geta pantað mat þá daga vikunnar sem er vitað að það muni borða. Aðra daga fær barnið svo nesti að heiman. Svo þarf að láta að vita af nýgreindu mjólkurofnæmi hjá miðbarninu með því að haka í reit. Vonandi mun ítrekuðum magakveisum hjá barninu linna með breyttu mataræði. Og mat fyrir aldraðra Afi Jónu er orðinn nokkuð aldraður og á það til að gleyma að panta sér mat. Jóna er því komin með umboð fyrir hann og sér í appinu matseðil fyrir heimsendingar í næstu viku. Jóna getur valið skammtastærðir fyrir hann, hvaða mat hann fær af matseðlinum eða bara staðfest sama val og áður. Afi vill fisk fjórum sinnum í viku og kjöt þrisvar. Það veit Jóna og því engin ástæða til að breyta því vali. En hún sér að afi hefur ekki samþykkt skjáheimsóknina í dag og ákveður því að hringja í hann og athuga hvort það sé ekki allt í lagi. Fjárfesting í tækni snýst um þjónustu Um þetta snúast 10 milljarða fjárfestingar meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur í tækniþróun. Að gera lífið einfaldara fyrir borgarbúa. Að þeir geti óskað eftir þjónustu, fylgst með stöðu mála og átt í samskiptum við borgina þar sem fólki hentar, hvort það sé statt heima hjá sér, á kaffihúsi eða í vinnunni. Þjónustan á ekki að vera bundin við að borgarbúar þurfi að mæta á einhvern sérstakan stað, á sérstökum tíma og bíða eftir því að sérstakur starfsmaður verði laus til viðtals. En sé ekki hægt að leysa málið á svo einfaldan hátt, því það eru alltaf mál sem best eru leyst með samtali, þarf að vera einfalt að óska eftir að samband sé haft með símtali, tölvupósti eða með því að bóka tíma. Umsóknarferlið á líka að vera einfalt fyrir notendur, með því að kalla fram nauðsynlegar upplýsingar sem kerfið veit nú þegar í stað þess að biðja umsækjendur að slá þær upplýsingar inn eða jafnvel sækja gögn á marga staði. Sem hluti af Græna planinu ákváðum við að fjárfesta tímabundið til að hraða stafrænum umbreytingum Reykjavíkurborgar og bæta þannig aðgengi allra að þjónustu. Verkefnum er forgangsraðað og er sérstaklega horft til þess hvort stafrænar lausnir verði virðisaukandi. Það er, hvort innleiðing þessara lausna muni leiða til hagkvæmari rekstrar, fækka handtökum og margskráningum upplýsinga. Í kjölfarið er svo hægt að nýta starfskrafta, sem áður sinntu þeim verkefnum sem verða leyst stafrænt, með betri hætti. Við sjáum þetta nú þegar hjá þeim félagsráðgjöfum borgarinnar sem áður störfuðu við að fara yfir umsóknir um fjárhagsaðstoð en geta nú einbeitt sér að einstaklingsbundinni ráðgjöf. Tökum framtíðinni fagnandi Stafræn umbreyting Íslands er rétt að hefjast. Til að hún heppnist sem best þarf samstarf á milli aðila, svo hægt verði að flytja gögn á milli ef notandinn óskar eftir því. Reykjavíkurborg á því samstarfi við Stafrænt Ísland, Samband íslenskra sveitarfélaga og Samband sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Með samstarfi og sameiginlegri þróun getur hið opinbera sparað þróunarkostnað en veitt íbúum bestu mögulegu lausnir. Þar vill Reykjavík vera í fararbroddi og veita þjónustu á forsendum notenda en ekki kerfisins sjálfs. Höfundur er formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Stjórnsýsla Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Skoðun Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Sjá meira
Jóna og Gunna eru að sækja um leikskólapláss fyrir yngsta barnið. Miðbarnið er á Sunnuási og því vilja þær gjarnan sækja um ungbarnadeildina þar. Þær sjá hins vegar í Reykjavíkurappinu að biðlistinn á ungbarnadeildina í Langholti er nokkuð styttri. Þær velja því Langholt sem fyrsta val og haka um leið við ósk um að barnið flytjist á Sunnuás þegar tækifæri gefst. Þegar þær ætla að staðfesta valið bendir appið þeim á að það sé systkinaforgangur í leikskóla, hvort þær vilji því ekki hafa Sunnuás sem fyrsta val til að börnin verði bæði á sama leikskóla. Veljum skólamat Fyrst þær eru með appið opið er tækifærið notað til að skoða hvað er í matinn í grunnskólanum í næstu viku. Elsta barnið borðar ekki hvað sem er og því þægilegt að geta pantað mat þá daga vikunnar sem er vitað að það muni borða. Aðra daga fær barnið svo nesti að heiman. Svo þarf að láta að vita af nýgreindu mjólkurofnæmi hjá miðbarninu með því að haka í reit. Vonandi mun ítrekuðum magakveisum hjá barninu linna með breyttu mataræði. Og mat fyrir aldraðra Afi Jónu er orðinn nokkuð aldraður og á það til að gleyma að panta sér mat. Jóna er því komin með umboð fyrir hann og sér í appinu matseðil fyrir heimsendingar í næstu viku. Jóna getur valið skammtastærðir fyrir hann, hvaða mat hann fær af matseðlinum eða bara staðfest sama val og áður. Afi vill fisk fjórum sinnum í viku og kjöt þrisvar. Það veit Jóna og því engin ástæða til að breyta því vali. En hún sér að afi hefur ekki samþykkt skjáheimsóknina í dag og ákveður því að hringja í hann og athuga hvort það sé ekki allt í lagi. Fjárfesting í tækni snýst um þjónustu Um þetta snúast 10 milljarða fjárfestingar meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur í tækniþróun. Að gera lífið einfaldara fyrir borgarbúa. Að þeir geti óskað eftir þjónustu, fylgst með stöðu mála og átt í samskiptum við borgina þar sem fólki hentar, hvort það sé statt heima hjá sér, á kaffihúsi eða í vinnunni. Þjónustan á ekki að vera bundin við að borgarbúar þurfi að mæta á einhvern sérstakan stað, á sérstökum tíma og bíða eftir því að sérstakur starfsmaður verði laus til viðtals. En sé ekki hægt að leysa málið á svo einfaldan hátt, því það eru alltaf mál sem best eru leyst með samtali, þarf að vera einfalt að óska eftir að samband sé haft með símtali, tölvupósti eða með því að bóka tíma. Umsóknarferlið á líka að vera einfalt fyrir notendur, með því að kalla fram nauðsynlegar upplýsingar sem kerfið veit nú þegar í stað þess að biðja umsækjendur að slá þær upplýsingar inn eða jafnvel sækja gögn á marga staði. Sem hluti af Græna planinu ákváðum við að fjárfesta tímabundið til að hraða stafrænum umbreytingum Reykjavíkurborgar og bæta þannig aðgengi allra að þjónustu. Verkefnum er forgangsraðað og er sérstaklega horft til þess hvort stafrænar lausnir verði virðisaukandi. Það er, hvort innleiðing þessara lausna muni leiða til hagkvæmari rekstrar, fækka handtökum og margskráningum upplýsinga. Í kjölfarið er svo hægt að nýta starfskrafta, sem áður sinntu þeim verkefnum sem verða leyst stafrænt, með betri hætti. Við sjáum þetta nú þegar hjá þeim félagsráðgjöfum borgarinnar sem áður störfuðu við að fara yfir umsóknir um fjárhagsaðstoð en geta nú einbeitt sér að einstaklingsbundinni ráðgjöf. Tökum framtíðinni fagnandi Stafræn umbreyting Íslands er rétt að hefjast. Til að hún heppnist sem best þarf samstarf á milli aðila, svo hægt verði að flytja gögn á milli ef notandinn óskar eftir því. Reykjavíkurborg á því samstarfi við Stafrænt Ísland, Samband íslenskra sveitarfélaga og Samband sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Með samstarfi og sameiginlegri þróun getur hið opinbera sparað þróunarkostnað en veitt íbúum bestu mögulegu lausnir. Þar vill Reykjavík vera í fararbroddi og veita þjónustu á forsendum notenda en ekki kerfisins sjálfs. Höfundur er formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar í Reykjavík.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun