Nikolaj var í viðtali við danska fjölmiðilinn BT þar sem hann rifjaði upp gróf ummæli sem hann hefur fengið á samfélagsmiðlum og víðar en mikil umræða hefur verið í Danmörku síðustu vikur um haturorsræðu til þekktra einstaklinga.
„Svo koma skilaboð um útlitið á mér, að ég sé feitur og ljótur. Þessi skilaboð komu á HM en það voru ekki eins mörg skilaboð og þegar við duttum út af EM þar sem það komu mun fleiri skilaboð um hvernig ég liti út,“ sagði Nikolaj og hélt áfram.
„Þá komu skilaboð að ég væri hrokafullur, heimskur, upptekinn af sjálfum mér og fleira í þeim stíl. Þegar maður les þetta hugsar maður: Andskotinn en mér er svo sem alveg sama. Þeim má finnast hvað sem er um mig og þú þarft að læra það í þessu starfi annars verðurðu geðveikur í hausnum.“
„Að maður geti sent svona skilaboð er ótrúlegt. Þau eru ekki þau sjálf þegar þau senda þetta. Þegar þú sendir svona skilaboð til fólks þá geturðu ekki verið með neina samvisku eða inni í samfélaginu. Ég gæti aldrei hugsað mér að senda skilaboð til fólks að það væri feitt eða ljótt. Eða að blanda mér í störf annarra,“ en viðtalið í heild sinni má lesa hér.
Nikolaj hefur gert frábæra hluti með danska liðið. Hann hefur unnið HM í tvígang; árið 2019 og 2021 en hann tók við liðinu árið 2017. Í sumar bíða þeirra svo Ólympíuleikar í Tókýó en Danir eru með Svíþjóð, Portúgal, Japan, Egyptalandi og Barein í riðli.
Nikolaj Jacobsen er afklaret med, at det giver nogle knubs at være et kendt ansigt. Men på de sociale medier er kæden hoppet fuldstændig af. Her giver han et indblik i de hadbeskeder, han modtager - og sender en opsang til afsenderne. Interview⬇️ https://t.co/ufYGFJ22zG #hndbld
— Søren Paaske (@spaaske) April 5, 2021