Búa sig undir fyrsta þyrluflugið á öðrum hnetti Kjartan Kjartansson skrifar 7. apríl 2021 23:57 Þyrilvængjan Ingenuity á yfirborði Mars. Könnunarjeppinn Perseverance tók myndina 5. apríl 2021. NASA/JPL-Caltech/ASU Undirbúningur fyrir fyrsta flug þyrilvængjunnar Ingenuity á Mars er nú í fullum gangi. Flygildið var losað undan könnunarjeppanum Perseverance um helgina og stefnt er að fyrstu flugferðinni á sunnudag. Það verður fyrsta farartæki manna sem flýgur á annarri reikistjörnu undir eigin afli. Ingenuity er lítil þyrilvængja sem var fest á kviðinn á Perseverance sem lenti á rauðu reikistjörnunni 18. febrúar. Hún var losuð frá móðurfarinu á litlum „flugvellI“ í Jezero-gígnum á laugardag. Þrýstiloftstilraunastofa NASA (JPL) segir að vængjan hafi lifað af fyrstu nóttina sína í um 90°C frosti á yfirborði Mars. Frostið hefði getað eyðilagt viðkvæman rafeindabúnað en svo virðist sem að einangrun vængjunnar hafi staðið sig í stykkinu. Sólarsellur Ingenuity safna nú daufum sólargeislum til að knýja fyrstu flugferðina. Í dag stóð til að losa um spaða vængjunnar sem hafa verið í fjörtum frá því að hún lagði af stað frá jörðinni. Gangi það að óskum taka við tilraunir með spaðana og mótorinn sem knýr þá næstu daga. Fyrsta flugferðin verður í fyrsta lagi sunnudaginn 11. apríl. Þá á farið að klífa upp í um þriggja metra hæð og svífa þar í hálfa mínútu áður en það lendir aftur. Ætlunin er að fara í nokkrar tilraunaflugferðir á næstu vikum sem háskerpumyndavél um borð í Perseverance á að festa á „filmu“. Engin vísindatæki eru um borð í Ingenuity en farinu er aðeins ætlað að prófa flug í þunnu loftinu á Mars. Mun erfiðara er að fljúga á Mars en á jörðinni. Þó að þyngdarkraftur Mars sé aðeins þriðjungur af þyngdarkrafti jarðarinnar er lofthjúpurinn næfurþunnur, aðeins 1% af þykkt lofthjúps jarðar. Þyrfti að taka á loft á hljóðhraða Randall Munroe, höfundur vefmyndasögunnar XKCD, fjallaði um flugferðir á öðrum hnöttum í sólkerfinu í bók sinni „Hvað ef?“. Kjarnorkuknúin Cessna-flugvél sem hann notaði sem forsendu í útreikningum sínum vegnaði ekki vel á Mars. Lofthjúpurinn er svo þunnur að til þess að fá lyftikraft þyrfti hún að ferðast á hljóðhraða bara til að komast á loft. Þegar hún væri komin á ferðina væri nær ógjörningur að stýra henni vegna hverfitregðu. Flugvélin snerist bókstaflega en héldi áfram að fljúga í sömu átt. Jafnvel þó að Cessna-vélinni væri látin falla úr eins kílómetra hæð yfir yfirborði Mars næði hún ekki nægum hraða til að rétta sig af og svífa. Brotlendingin yrði harkaleg. Til þess að ná svifi þyrfti að sleppa vélinni í fjögurra til fimm kílómetra hæð. Þá svifi hún á hálfum hljóðhraða. Því miður fyrir flugmanninn væri ekki hægt að lifa lendinguna af. Mars Vísindi Tækni Geimurinn Tengdar fréttir Fyrsta ökuferð Perseverance á rauðu reikistjörnunni Bandaríski könnunarjeppinn Perseverance notaði hjól sín í fyrsta skipti og ók stuttan spöl á reikistjörnunni Mars í gær. Enn er verið að búa tæki og tól jeppans fyrir fimmtán kílómetra langt ferðalag um yfirborð reikistjörnunnar næstu tvö árin. 5. mars 2021 23:39 Perseverance lent en leitin að lífi hefst ekki strax Lending vélmennisins Persverance, eða Þrautseigja, á Mars virðist hafa heppnast fullkomlega í gær. Fyrstu myndirnar frá vélmenninu bárust fljótt en það verður þó ekki hreyft fyrr en eftir nokkrar vikur. 19. febrúar 2021 11:30 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Ingenuity er lítil þyrilvængja sem var fest á kviðinn á Perseverance sem lenti á rauðu reikistjörnunni 18. febrúar. Hún var losuð frá móðurfarinu á litlum „flugvellI“ í Jezero-gígnum á laugardag. Þrýstiloftstilraunastofa NASA (JPL) segir að vængjan hafi lifað af fyrstu nóttina sína í um 90°C frosti á yfirborði Mars. Frostið hefði getað eyðilagt viðkvæman rafeindabúnað en svo virðist sem að einangrun vængjunnar hafi staðið sig í stykkinu. Sólarsellur Ingenuity safna nú daufum sólargeislum til að knýja fyrstu flugferðina. Í dag stóð til að losa um spaða vængjunnar sem hafa verið í fjörtum frá því að hún lagði af stað frá jörðinni. Gangi það að óskum taka við tilraunir með spaðana og mótorinn sem knýr þá næstu daga. Fyrsta flugferðin verður í fyrsta lagi sunnudaginn 11. apríl. Þá á farið að klífa upp í um þriggja metra hæð og svífa þar í hálfa mínútu áður en það lendir aftur. Ætlunin er að fara í nokkrar tilraunaflugferðir á næstu vikum sem háskerpumyndavél um borð í Perseverance á að festa á „filmu“. Engin vísindatæki eru um borð í Ingenuity en farinu er aðeins ætlað að prófa flug í þunnu loftinu á Mars. Mun erfiðara er að fljúga á Mars en á jörðinni. Þó að þyngdarkraftur Mars sé aðeins þriðjungur af þyngdarkrafti jarðarinnar er lofthjúpurinn næfurþunnur, aðeins 1% af þykkt lofthjúps jarðar. Þyrfti að taka á loft á hljóðhraða Randall Munroe, höfundur vefmyndasögunnar XKCD, fjallaði um flugferðir á öðrum hnöttum í sólkerfinu í bók sinni „Hvað ef?“. Kjarnorkuknúin Cessna-flugvél sem hann notaði sem forsendu í útreikningum sínum vegnaði ekki vel á Mars. Lofthjúpurinn er svo þunnur að til þess að fá lyftikraft þyrfti hún að ferðast á hljóðhraða bara til að komast á loft. Þegar hún væri komin á ferðina væri nær ógjörningur að stýra henni vegna hverfitregðu. Flugvélin snerist bókstaflega en héldi áfram að fljúga í sömu átt. Jafnvel þó að Cessna-vélinni væri látin falla úr eins kílómetra hæð yfir yfirborði Mars næði hún ekki nægum hraða til að rétta sig af og svífa. Brotlendingin yrði harkaleg. Til þess að ná svifi þyrfti að sleppa vélinni í fjögurra til fimm kílómetra hæð. Þá svifi hún á hálfum hljóðhraða. Því miður fyrir flugmanninn væri ekki hægt að lifa lendinguna af.
Mars Vísindi Tækni Geimurinn Tengdar fréttir Fyrsta ökuferð Perseverance á rauðu reikistjörnunni Bandaríski könnunarjeppinn Perseverance notaði hjól sín í fyrsta skipti og ók stuttan spöl á reikistjörnunni Mars í gær. Enn er verið að búa tæki og tól jeppans fyrir fimmtán kílómetra langt ferðalag um yfirborð reikistjörnunnar næstu tvö árin. 5. mars 2021 23:39 Perseverance lent en leitin að lífi hefst ekki strax Lending vélmennisins Persverance, eða Þrautseigja, á Mars virðist hafa heppnast fullkomlega í gær. Fyrstu myndirnar frá vélmenninu bárust fljótt en það verður þó ekki hreyft fyrr en eftir nokkrar vikur. 19. febrúar 2021 11:30 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Fyrsta ökuferð Perseverance á rauðu reikistjörnunni Bandaríski könnunarjeppinn Perseverance notaði hjól sín í fyrsta skipti og ók stuttan spöl á reikistjörnunni Mars í gær. Enn er verið að búa tæki og tól jeppans fyrir fimmtán kílómetra langt ferðalag um yfirborð reikistjörnunnar næstu tvö árin. 5. mars 2021 23:39
Perseverance lent en leitin að lífi hefst ekki strax Lending vélmennisins Persverance, eða Þrautseigja, á Mars virðist hafa heppnast fullkomlega í gær. Fyrstu myndirnar frá vélmenninu bárust fljótt en það verður þó ekki hreyft fyrr en eftir nokkrar vikur. 19. febrúar 2021 11:30