Bæjarar horfa til Klopp ef Flick tekur við landsliðinu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. apríl 2021 11:01 Gæti Klopp verið á leið til Þýskalands á nýjan leik? Marton Monus/Getty Nýjasta slúðrið erlendis er að Evrópu- og Þýskalandsmeistarar Bayern München horfi til Jürgen Klopp, þjálfara Englandsmeistara Liverpool, fari svo að Hansi Flick taki við þýska landsliðinu. Hansi Flick hefur komið öllum á óvart síðan hann tók við stjórnartaumunum hjá Bayern í nóvember 2019. Liðið vann alla þá bikar sem það gat unnið á síðustu leiktíð og er í harðri baráttu um tvo stærstu titlana í ár, þýska meistaratitilinn og Meistaradeild Evrópu. Bayern Munich will reportedly try to bring Jurgen Klopp to the Bundesliga club... but it all depends on the Germany manager job!More #bbcfootball #lfc— BBC Sport (@BBCSport) April 12, 2021 Það ku vera ólga innan herbúða Bayern þar sem Flick er ekki á allt sáttur með leikmannahóp sinn. Hann hefði viljað fá að styrkja liðið betur síðasta sumar vitandi að tímabilið í ár yrði einkar erfitt vegna kórónufaraldursins. Flick telur stjórnarmenn liðsins ekki hafa sýnt því nægilegan skilning. Hinn 56 ára gamli Flick er talinn horfa til þýska landsliðsins en hann var aðstoðarþjálfari þar frá árinu 2006 til 2014. Talið er að þýska knattspyrnusambandið vilji fá Flick til að leysa Joachim Löw af hólmi. Löw hættir með liðið að loknu Evrópumótinu í sumar. Bayern hefur lítinn áhuga á að missa Flick en ef svo fer þá horfa Þýskalandsmeistararnir til Englands. Bæjarar vilja allavega taka stöðuna á Klopp og sjá hversu ánægður hann er í Liverpool-borg. Hansi Flick hefur áhuga á að taka við þýska landsliðinu í sumar.vísir/getty Klopp er einnig talinn ósáttur með yfirmenn sína. Þeir fjármögnuðu ekki kaupin á Timo Werner síðasta sumar, gáfu honum ekki fjármagn til að festa kaup á nýjum miðverði og neita að gefa Georginio Wijnaldum nýjan samning. Forráðamenn Bayern gera sér grein fyrir að það er nær ómögulegt að sannfæra Klopp um að yfirgefa Liverpool en þeir eru samt sem áður tilbúnir að láta á slag standa. Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Körfubolti Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Körfubolti Fleiri fréttir Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Sjá meira
Hansi Flick hefur komið öllum á óvart síðan hann tók við stjórnartaumunum hjá Bayern í nóvember 2019. Liðið vann alla þá bikar sem það gat unnið á síðustu leiktíð og er í harðri baráttu um tvo stærstu titlana í ár, þýska meistaratitilinn og Meistaradeild Evrópu. Bayern Munich will reportedly try to bring Jurgen Klopp to the Bundesliga club... but it all depends on the Germany manager job!More #bbcfootball #lfc— BBC Sport (@BBCSport) April 12, 2021 Það ku vera ólga innan herbúða Bayern þar sem Flick er ekki á allt sáttur með leikmannahóp sinn. Hann hefði viljað fá að styrkja liðið betur síðasta sumar vitandi að tímabilið í ár yrði einkar erfitt vegna kórónufaraldursins. Flick telur stjórnarmenn liðsins ekki hafa sýnt því nægilegan skilning. Hinn 56 ára gamli Flick er talinn horfa til þýska landsliðsins en hann var aðstoðarþjálfari þar frá árinu 2006 til 2014. Talið er að þýska knattspyrnusambandið vilji fá Flick til að leysa Joachim Löw af hólmi. Löw hættir með liðið að loknu Evrópumótinu í sumar. Bayern hefur lítinn áhuga á að missa Flick en ef svo fer þá horfa Þýskalandsmeistararnir til Englands. Bæjarar vilja allavega taka stöðuna á Klopp og sjá hversu ánægður hann er í Liverpool-borg. Hansi Flick hefur áhuga á að taka við þýska landsliðinu í sumar.vísir/getty Klopp er einnig talinn ósáttur með yfirmenn sína. Þeir fjármögnuðu ekki kaupin á Timo Werner síðasta sumar, gáfu honum ekki fjármagn til að festa kaup á nýjum miðverði og neita að gefa Georginio Wijnaldum nýjan samning. Forráðamenn Bayern gera sér grein fyrir að það er nær ómögulegt að sannfæra Klopp um að yfirgefa Liverpool en þeir eru samt sem áður tilbúnir að láta á slag standa.
Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Körfubolti Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Körfubolti Fleiri fréttir Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Sjá meira