Seðlabankinn varar við vaxtahækkunum lækki verðbólgan ekki Heimir Már Pétursson skrifar 14. apríl 2021 12:04 Seðlabankastjóri væntir þess að vöruverð fari að lækka vegna styrkingar krónunnar að undanförnu. Ef ekki fari að draga úr verðbólgu verði vextir hækkaðir. Vísir/Vilhelm Seðlabankinn varar við að lágir vextir vari ekki að eilífu og því gæti greiðslubyrði óverðtrygðra lána með breytilegum vöxtum breyst töluvert. Ef verðbólga haldist lengi yfir markmiði bankans sé eitt af úrræðum hans að grípa til vaxtahækkana. Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans kynnti fyrsta rit ársins um stöðu og horfur í efnahagslífinu í morgun. Þar kemur fram að staða efnahagsmála sé almennt góð þrátt fyrir afleiðingar kórónuveirufaraldursins og þótt staða fyrirtækja í ferðaþjónustu sé erfið. Bankakerfið standi vel og geti stutt við ferðaþjónustufyrirtæki og aðgerðir stjórnvalda hafi fleytt þeim áfram þótt róðurinn fari að þyngjast ef faraldurinn dragist mikið á langinn. Meginvextir Seðlabankans eru í sögulegu lágmarki í 0,75 prósentum. Í yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar segir að ástæða sé til að fylgjast áfram með fasteignamarkaðnum og skuldaþróun. Í núverandi vaxtaumhverfi sé nauðsynlegt að lánveitendur og lántakendur séu meðvitaðir um að töluverðar breytingar gætu orðið á greiðslubyrði óverðtryggðra lána. Ásgeir Jónsson segir meginvexti Seðlabankans í sögulegu lágmarki og sú staða vari ekki að eilífu. Fari verðlag ekki lækkandi muni vextir hækka.Vísir/Vilhelm Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir vextina mun lægri nú en staðist geti til lengdar. „Þetta eru miklir krepputímar. Það er mjög mikilvægt þegar fólk er að taka ákvarðanir, kaupa húsnæði og taka lán sem það ætlar að greiða á næstu áratugum, að hafa í huga að greiðslubyrði þessarra lána núna er óvenju lág. Hún verður það ekki þannig í framtíðinni,“ segir Ásgeir. Frá upphafi síðasta árs hafa óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum til heimilanna aukist gríðarlega á sama tíma og dregið hefur mikið úr verðtryggðum lánum. Almennt hefur skuldsetning heimilla aukist töluvert síðast liðið ár. Á sama tíma hefur eignastaða þeirra batnað og vanskil eru lítil. Ásgeir segir að Seðlabankinn þurfi á einhverjum tímapunkti að hækka vexti. Hvenær það gerist velti á framvindu farsóttarinnar og þróun verðbólgu sem nú er 4,3 prósent eða 1,8 prósentum yfir markmiði bankans. „Verðbólgan sem verið hefur núna stafar að miklu leyti af veikingu gengisins á síðasta ári. Núna höfum við séð gengisstyrkingu og ég bara býst við því að hærra gengi leiði til þess að verðlag í verslunum lækki og við náum verðbólgunni niður aftur. Ef það gerist ekki verðum við að grípa til aðgerða,“ segir Ásgeir Jónsson. Skilaboð seðlabankastjóra til verslunarinnar eru því skýr; lækkið vöruverð eða Seðlabankinn hækkar vextina. Seðlabankinn Efnahagsmál Íslenskir bankar Verðlag Íslenska krónan Neytendur Tengdar fréttir Vextir að öllum líkindum lágir út árið Seðlabankastjóri reiknar ekki með miklum vaxtabreytingum út þetta ár en peningastefnunefnd ákvað í morgun að halda meðalvöxtum sínum óbreyttum í 0,75 prósentum. Verðbólga lækkar hægar en fyrri spár Seðlabankans gerðu ráð fyrir. 24. mars 2021 11:40 Stýrivextir haldast óbreyttir Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 0,75 prósent. 24. mars 2021 08:31 Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans kynnti fyrsta rit ársins um stöðu og horfur í efnahagslífinu í morgun. Þar kemur fram að staða efnahagsmála sé almennt góð þrátt fyrir afleiðingar kórónuveirufaraldursins og þótt staða fyrirtækja í ferðaþjónustu sé erfið. Bankakerfið standi vel og geti stutt við ferðaþjónustufyrirtæki og aðgerðir stjórnvalda hafi fleytt þeim áfram þótt róðurinn fari að þyngjast ef faraldurinn dragist mikið á langinn. Meginvextir Seðlabankans eru í sögulegu lágmarki í 0,75 prósentum. Í yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar segir að ástæða sé til að fylgjast áfram með fasteignamarkaðnum og skuldaþróun. Í núverandi vaxtaumhverfi sé nauðsynlegt að lánveitendur og lántakendur séu meðvitaðir um að töluverðar breytingar gætu orðið á greiðslubyrði óverðtryggðra lána. Ásgeir Jónsson segir meginvexti Seðlabankans í sögulegu lágmarki og sú staða vari ekki að eilífu. Fari verðlag ekki lækkandi muni vextir hækka.Vísir/Vilhelm Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir vextina mun lægri nú en staðist geti til lengdar. „Þetta eru miklir krepputímar. Það er mjög mikilvægt þegar fólk er að taka ákvarðanir, kaupa húsnæði og taka lán sem það ætlar að greiða á næstu áratugum, að hafa í huga að greiðslubyrði þessarra lána núna er óvenju lág. Hún verður það ekki þannig í framtíðinni,“ segir Ásgeir. Frá upphafi síðasta árs hafa óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum til heimilanna aukist gríðarlega á sama tíma og dregið hefur mikið úr verðtryggðum lánum. Almennt hefur skuldsetning heimilla aukist töluvert síðast liðið ár. Á sama tíma hefur eignastaða þeirra batnað og vanskil eru lítil. Ásgeir segir að Seðlabankinn þurfi á einhverjum tímapunkti að hækka vexti. Hvenær það gerist velti á framvindu farsóttarinnar og þróun verðbólgu sem nú er 4,3 prósent eða 1,8 prósentum yfir markmiði bankans. „Verðbólgan sem verið hefur núna stafar að miklu leyti af veikingu gengisins á síðasta ári. Núna höfum við séð gengisstyrkingu og ég bara býst við því að hærra gengi leiði til þess að verðlag í verslunum lækki og við náum verðbólgunni niður aftur. Ef það gerist ekki verðum við að grípa til aðgerða,“ segir Ásgeir Jónsson. Skilaboð seðlabankastjóra til verslunarinnar eru því skýr; lækkið vöruverð eða Seðlabankinn hækkar vextina.
Seðlabankinn Efnahagsmál Íslenskir bankar Verðlag Íslenska krónan Neytendur Tengdar fréttir Vextir að öllum líkindum lágir út árið Seðlabankastjóri reiknar ekki með miklum vaxtabreytingum út þetta ár en peningastefnunefnd ákvað í morgun að halda meðalvöxtum sínum óbreyttum í 0,75 prósentum. Verðbólga lækkar hægar en fyrri spár Seðlabankans gerðu ráð fyrir. 24. mars 2021 11:40 Stýrivextir haldast óbreyttir Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 0,75 prósent. 24. mars 2021 08:31 Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Vextir að öllum líkindum lágir út árið Seðlabankastjóri reiknar ekki með miklum vaxtabreytingum út þetta ár en peningastefnunefnd ákvað í morgun að halda meðalvöxtum sínum óbreyttum í 0,75 prósentum. Verðbólga lækkar hægar en fyrri spár Seðlabankans gerðu ráð fyrir. 24. mars 2021 11:40
Stýrivextir haldast óbreyttir Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 0,75 prósent. 24. mars 2021 08:31