Álverð rýkur upp og búið að hækka um 59 prósent Kristján Már Unnarsson skrifar 15. apríl 2021 16:33 Álver Alcoa Fjarðaáls við Reyðarfjörð er stærsta álver landsins. Vilhelm Gunnarsson Heimsmarkaðsverð á áli hefur hækkað hratt á undanförnum vikum og fór í dag í 2.330 dollara tonnið. Það er 59 prósenta hækkun á ellefu mánuðum en um miðjan maí í fyrra fór verðið niður undir 1.460 dollara. Hækkunin frá því í byrjun febrúar nemur átján prósentum. Markaðssérfræðingar rekja þessa miklu hækkun til vaxandi eftirspurnar í Asíu og aukinnar bjartsýni um efnahagsuppgang þegar sjái fyrir endann á heimsfaraldrinum. Þannig segir Bloomberg að sala á áli til framleiðslu flugvéla, rafstrengja, raftækja og bjórdósa hafi aukist um tólf prósent bara frá áramótum. Fara þarf þrjú ár aftur í tímann, til aprílmánaðar 2018, til að finna dæmi um svo hátt álverð en þá fór það yfir 2.400 dollara. Slíkum hæðum hafði verðið þá ekki náð síðan árið 2011 en lengst af síðastliðinn áratug var það á bilinu 1.700 til 1.900 dollarar tonnið. Þrjú álver eru starfrækt hérlendis; ÍSAL í Straumsvík, Norðurál á Grundartanga og Alcoa Fjarðaál í Reyðarfirði. Þessi mikla hækkun álverðs hefur bein áhrif á tekjur Landsvirkjunar. Þannig greindi forstjórinn Hörður Arnarson frá því í byrjun árs að 35 prósent af heildarorkusölu fyrirtækisins væru beintengd heimsmarkaðsverði á áli. Það hlutfall hefur síðan hækkað. Um miðjan febrúar undirrituðu Landsvirkjun og Rio Tinto, eigandi ÍSAL, nýjan raforkusamning þar sem tenging við álverð var tekin upp að hluta að nýju. Áliðnaður Landsvirkjun Orkumál Efnahagsmál Stóriðja Tengdar fréttir Mikill gleðidagur í Straumsvík og léttir að óvissu um ÍSAL var eytt Óvissu um framtíð álversins í Straumsvík var eytt í dag með nýjum raforkusamningi Landsvirkjunar og Rio Tinto og verður álframleiðslan sett á fulla ferð að nýju. Rannveig Rist forstjóri segir þetta mikinn gleðidag. 15. febrúar 2021 20:50 Segir fjörutíu prósenta hækkun álverðs gríðarlega mikilvæga fyrir efnahagslífið Heimsmarkaðsverð á áli hefur rokið upp á undanförnum mánuðum og hækkað um ríflega fjörutíu prósent frá því verðið var lægst síðastliðið vor. Stjórnarformaður Samáls segir þetta gríðarlega mikilvægt fyrir efnahag landsins. 5. janúar 2021 21:50 Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira
Markaðssérfræðingar rekja þessa miklu hækkun til vaxandi eftirspurnar í Asíu og aukinnar bjartsýni um efnahagsuppgang þegar sjái fyrir endann á heimsfaraldrinum. Þannig segir Bloomberg að sala á áli til framleiðslu flugvéla, rafstrengja, raftækja og bjórdósa hafi aukist um tólf prósent bara frá áramótum. Fara þarf þrjú ár aftur í tímann, til aprílmánaðar 2018, til að finna dæmi um svo hátt álverð en þá fór það yfir 2.400 dollara. Slíkum hæðum hafði verðið þá ekki náð síðan árið 2011 en lengst af síðastliðinn áratug var það á bilinu 1.700 til 1.900 dollarar tonnið. Þrjú álver eru starfrækt hérlendis; ÍSAL í Straumsvík, Norðurál á Grundartanga og Alcoa Fjarðaál í Reyðarfirði. Þessi mikla hækkun álverðs hefur bein áhrif á tekjur Landsvirkjunar. Þannig greindi forstjórinn Hörður Arnarson frá því í byrjun árs að 35 prósent af heildarorkusölu fyrirtækisins væru beintengd heimsmarkaðsverði á áli. Það hlutfall hefur síðan hækkað. Um miðjan febrúar undirrituðu Landsvirkjun og Rio Tinto, eigandi ÍSAL, nýjan raforkusamning þar sem tenging við álverð var tekin upp að hluta að nýju.
Áliðnaður Landsvirkjun Orkumál Efnahagsmál Stóriðja Tengdar fréttir Mikill gleðidagur í Straumsvík og léttir að óvissu um ÍSAL var eytt Óvissu um framtíð álversins í Straumsvík var eytt í dag með nýjum raforkusamningi Landsvirkjunar og Rio Tinto og verður álframleiðslan sett á fulla ferð að nýju. Rannveig Rist forstjóri segir þetta mikinn gleðidag. 15. febrúar 2021 20:50 Segir fjörutíu prósenta hækkun álverðs gríðarlega mikilvæga fyrir efnahagslífið Heimsmarkaðsverð á áli hefur rokið upp á undanförnum mánuðum og hækkað um ríflega fjörutíu prósent frá því verðið var lægst síðastliðið vor. Stjórnarformaður Samáls segir þetta gríðarlega mikilvægt fyrir efnahag landsins. 5. janúar 2021 21:50 Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira
Mikill gleðidagur í Straumsvík og léttir að óvissu um ÍSAL var eytt Óvissu um framtíð álversins í Straumsvík var eytt í dag með nýjum raforkusamningi Landsvirkjunar og Rio Tinto og verður álframleiðslan sett á fulla ferð að nýju. Rannveig Rist forstjóri segir þetta mikinn gleðidag. 15. febrúar 2021 20:50
Segir fjörutíu prósenta hækkun álverðs gríðarlega mikilvæga fyrir efnahagslífið Heimsmarkaðsverð á áli hefur rokið upp á undanförnum mánuðum og hækkað um ríflega fjörutíu prósent frá því verðið var lægst síðastliðið vor. Stjórnarformaður Samáls segir þetta gríðarlega mikilvægt fyrir efnahag landsins. 5. janúar 2021 21:50