Að vera grýlan hans Gísla Marteins Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar 23. apríl 2021 19:17 Þegar Gísli Marteinn færir rök fyrir því af hverju hann er sérlegur sérfræðingur alls sem viðkemur Vesturbænum vísar hann yfirleitt í það að hann hafi nú búið þar í 20 ár, reki þar fyrirtæki og sé foreldri barns í hverfinu. Þessi röksemdafærsla hentar mér afskaplega vel því samkvæmt henni ætti ég að vera enn sérlegri sérfræðingur en Gísli hvað viðkemur Vesturbænum. Því þrátt fyrir að hann sé 20 árum eldri en ég, hef ég búið hér 10 árum lengur en hann, enda er ég fædd og uppalin í gamla Vesturbænum og hef búið ýmist þar eða á Hagamel nánast alla mína stuttu ævi. Ég þekki því hverfið mitt bæði sem barn, unglingur, foreldri og hundaeigandi. Hvað reksturinn varðar get ég einungis státað mig af því að hafa verið með nokkrar tombólur á mínum yngri árum, en samt tel ég mig vera ansi seiga í hverfinu mínu þó svo ég sé vissulega ekki aðfluttur fimmtugur þjóðþekktur þáttastjórnandi með kaffihúsarekstur. Ég hef einnig persónulegra hagsmuna að gæta hvað varðar umferðaröryggi í hverfinu mínu því strákurinn minn ferðast reglulega yfir Hringbrautina til að fara á fótboltaæfingar. Þegar tilkynnt var um hraðalækkun á Hringbraut og Hofsvallagötu úr 50 km/klst yfir í 40 km/klst í upphafi árs 2019, var ég temmilega bjartsýn, andaði léttar og leyfði frumburðinum að ganga fylgdarlausum yfir Hringbrautina. Enda var markmiðið með hraðalækkuninni þá eins og nú að fækka slysum og draga úr skaðsemi þeirra og ég keypti það. Svo kom á daginn að stór hluti akandi á þessari leið væri alls ekki að keyra um á 40 km hraða. Fyrir vikið byrjaði ég að efast um að hraðalækkanir á svona götum hefðu alltaf þau áhrif að lækka meðalhraða ökumanna að því marki að það takist að fækka slysum þó skaðsemi slysanna sé eflaust minni, þá hjá þeim ökumönnum sem virða hámarkshraðann. Þegar Gísli gerir manni upp annarlegar skoðanir Það kom mér verulega á óvart þegar Gísli Marteinn lýsti því yfir á Facebook að ég og aðrir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins værum að tala fyrir „auknum hraða inni í hverfum„. Enda tók ég það ítrekað mjög skýrt fram í umræðum við hann og aðra að ég væri ekki að tala fyrir því að hækka hámarkshraða á Hofsvallagötu og Hringbraut, heldur fyrir því að nýta það fjármagn sem færi í að lækka hraðann um 10 km/klst frekar í að laga aðstæður við gatnamót á þessum götum og koma upp snjalllýsingu á þeim. Af málflutningi Gísla að dæma mætti maður halda að mannlífið í Vesturbænum hefði fyrst tekið sönsum eftir hraðalækkunina á Hofsvallagötu en Gísli skrifar: „Eftir að hraðinn var lækkaður hafa sprottið upp 3 vinsæl fyrirtæki við götuna: Hagavagninn (í betri og bættri mynd), Brauð og co og Kaffihús Vesturbæjar“. Það hefur vera brjálað að gera á Kaffi Vest frá opnun sem er kannski ástæðan fyrir því að það fór fram hjá Gísla að hraðinn var ekki lækkaður fyrr en 5 árum eftir opnun kaffihússins (og tæplega ári eftir opnun Brauð og co.), þó svo að hann hafi setið í borgarstjórn þegar breytingarnar voru gerðar á götunni 2013 og hafi „fylgst náið með málinu bæði fyrir og eftir þann tíma“. Til allrar lukku hef ég þessi 10 ár á manninn sem sérlegur sérfræðingur í Vesturbænum, því þó ég reki ekki kaffihús við umrædda götu né hafi beint númer til samgönguverkfræðinga borgarinnar eins og Gísli, kunni ég í það minnsta skil á þessu. Gísli er þarna að slá saman tveimur atburðum sem sagt breytingunni á Hofsvallagötu sem kláraðist í lok ársins 2013 og hraðalækkuninni 2019, þegar hann lýsir yfir orsakasamhengi þessa mismunandi atburða við aukið mannlíf og meira öryggi gangandi vegfarenda. Nú bjó ég við Melabúðina þegar Hofsvallagötunni var breytt og þar sem mér hefur alltaf þótt mannlífið iðandi og gróskumikið á þessu svæði gat ég ekki séð að þar hafi orðið einhver stórfelld breyting á. Gísli Marteinn vill nú samt meina að hans upplifun sé réttari en mín og ég og Sjálfstæðisflokkurinn séum bara á móti þessari þróun eins og hann orðar það, af því ég gengst ekki við því að hér hafi allt verið gott sem í volli áður en KaffiVest kom og Hofsvallagötunni var breytt? Hvers á Alda að gjalda þessa gaslýsingu Gísla? Hvað varðar umræðu um gjaldgengi niðurstöðu talningar hins ágæta Stefáns Agnars Finnssonar á bílaumferð á svæðinu (sem má finna inn á Facebook hópnum Vesturbærinn) beini ég bara áhugasömum inn á þá grúppu til að dæma það sjálfir. Gísli vill meina að lokun Guðbrandsgötu beri ábyrgð á aukinni umferð um Birkimel en ekki Hofsvallagata, nú má karpa um þá tilgátu en í rauninni hentar hún „Grýlunni sem XD reynir að setja upp“ eins og hann orðar það ekki illa. Enda er Birkimelur 30 km/klst gata og við Gísli þá sammála um að þegar þrengt er að umferð á einni leið geti það leitt til þess að hún leiti yfir á aðra leið inni á sama svæði. Óháð því hversu heppileg eða óheppileg þau gáruáhrif geta verið enda fer það eftir hverju hverfi fyrir sig. Hins vegar ef fjöldi slysa er mæling á öryggi veit ég ekki af hverju Gísli fullyrðir að öryggi hafi aukist á svæðinu. Það sést vel á slysavefsjá samgöngustofu að fleiri umferðaróhöpp af ýmsum toga eiga sér stað eftir breytinguna en fyrir breytinguna á Hofsvallagötu, þar með talið inni í nærliggjandi 30 km/klst götunum. Nú hefur ekki verið nein sérstök fjölgun íbúa á svæðinu þannig að ef Gísli gæti notað tengslin sín hjá borginni til að fá samgönguverkfræðingana til að rannsaka hvernig stendur þá á þessari fjölgun slysa yrði þessi „Grýla“ mjög þakklát. En nú ætla ég að snúa mér að því af hverju ég held að fjármunum væri betur eytt í að laga gatnamót á Hofsvallagötu og Hringbraut og koma þar á snjalllýsingu en að lækka hraðann um 10 km/klst. Hvað er að gerast á þessum gatnamótum og gangbrautum? Hér má sjá tvö skjáskot af slysavefsjá samgöngustofu sem sýnir slys þar sem ekið var á óvarðan vegfaranda. Fyrra skjáskotið sýnir 7 ára tímabil fyrir breytingarnar á Hofsvallagötu og seinna skjáskotið 7 ár eftir breytingarnar. Eins og sést voru fleiri umferðarslys eftir breytinguna en fyrir breytinguna á Hofsvallagötu. Sama er upp á teningnum þegar skoðað er tveggja ára tímabil fyrir hraðalækkunina 2019 og eftir hraðalækkunina. Auðvitað gæti fjölmargt skýrt þessa fjölgun slysa þó ekkert hafi svo sem gefið tilefni til að halda að veigameiri þáttur en breytingarnar á götumynd Hofsvallagötu eða hraðanum hafi átt sér stað. Vissulega þyrfti tvíhliða rannsókn til að sýna fram á orsakasamband og það er erfitt að fá tölfræðilega marktækt með svona fáum atvikum. Hvað þá þegar maður skoðar bara tvö ár eins og í tilfelli hraðalækkunarinnar. Fleiri rannsakendur hafa rekið sig á þetta en til að mynda fengu kanadískir rannsakendur ekki marktækt þegar þeir skoðuðu tengslin á milli fjölda slysa og hraðalækkunar á 40 km/klst götum yfir í 30 km/klst þó ýmist benti til jákvæðra horfa þar sem slysum fækkaði líka á samanburðargötunum með 40 km/klst hámarkshraða. Hér er náttúrulega öfugt farið þar sem allt bendir til að það hafi orðið fjölgun slysa frekar en fækkun. Það má þó segja að hér séu vísbendingar á lofti um að þar sé einhver tilhneiging á ferð sem klárlega megi rannsaka betur, þá sérstaklega þegar litið er til þess að slysin eru að eiga sér stað við gangbrautir á gatnamótum. Það er vitað að sami ökumaður getur keyrt á mjög breytilegum hraða eftir sömu götunni. Þó hafa atriði eins og viðvera gangandi vegfarenda við gangbrautir þau áhrif að lækka meðalhraða ökumanna um u.þ.b. 10 km/klst, að því gefnu að viðkomandi ökumaður sjái þann gangandi. Ég ætla að gefa mér að slysin séu óviljandi og yfirleitt vegna þess að eitthvað truflar sýn eða athyglisgáfu ökumannsins, en snjalllýsing vinnur einmitt á þessum þáttum. Hér má sjá myndir af því hvernig snjalllýsing virkar Um leið og maður kemur inn á skynsvæði ljósanna byrja gul ljós að blikka og gangbrautarljósin skella manni í kastljósið og fylgja manni yfir eins og leikara á sviði. Í ljósi þess hvar slysin henda á Hofsvallagötu tel ég að það muni skila meiri árangri fyrir öryggi gangandi vegfarenda að laga gatnamótin og gangbrautirnar en lækkun hámarkshraða um 10 km/klst eins og staðan er núna. En þetta snýst ekki bara um Hofsvallagötu heldur einnig lykiltengingar Breiðholts og Grafarvogs, Grensásveg, Suðurlandsbraut og Bústaðaveg Það er ljóst mál að hver raunverulegi kóngur eða drottning Vesturbæjar er verður ekki útkljáð hér og í sannleika sagt eigum við Gísli Marteinn hvorugt roð í Vesturbæinga eins og eigendur Melabúðarinnar eða þá Össur Skarphéðins. Við erum heldur ekki sérlegir sérfræðingar í hinum hverfunum né notkun þeirra á sínum aðalgötum eða tengibrautum milli hverfa. Þar sem það liggur ekki fyrir að hraðalækkun á Hofsvallagötu eða Hringbraut hafi skilað tilætluðum árangri finnst mér það ekki of mikils mælst að biðja menn um að bíða aðeins með að splæsa 1,5 milljarði í að lækka hámarkshraða á þeim götum með tilheyrandi samfélagslegum kostnaði vegna tafa, án þess að það sé mjög vel ígrundað út frá aðstæðunum á hverri tengibraut og hverju hverfi fyrir sig. Hvað þá þegar kemur að áhrifum þess á Strætó sem er nú þegar að berjast í bökkum. Þegar öllu er samt á botninn hvolft er flestum eflaust sama um eitthvað tuð í fólki með langt gengið Vesturbæjarblæti eins og mér og Gísla. Fólk vill bara lausnir sem virka. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Samgöngur Umferð Umferðaröryggi Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Mest lesið Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Sjá meira
Þegar Gísli Marteinn færir rök fyrir því af hverju hann er sérlegur sérfræðingur alls sem viðkemur Vesturbænum vísar hann yfirleitt í það að hann hafi nú búið þar í 20 ár, reki þar fyrirtæki og sé foreldri barns í hverfinu. Þessi röksemdafærsla hentar mér afskaplega vel því samkvæmt henni ætti ég að vera enn sérlegri sérfræðingur en Gísli hvað viðkemur Vesturbænum. Því þrátt fyrir að hann sé 20 árum eldri en ég, hef ég búið hér 10 árum lengur en hann, enda er ég fædd og uppalin í gamla Vesturbænum og hef búið ýmist þar eða á Hagamel nánast alla mína stuttu ævi. Ég þekki því hverfið mitt bæði sem barn, unglingur, foreldri og hundaeigandi. Hvað reksturinn varðar get ég einungis státað mig af því að hafa verið með nokkrar tombólur á mínum yngri árum, en samt tel ég mig vera ansi seiga í hverfinu mínu þó svo ég sé vissulega ekki aðfluttur fimmtugur þjóðþekktur þáttastjórnandi með kaffihúsarekstur. Ég hef einnig persónulegra hagsmuna að gæta hvað varðar umferðaröryggi í hverfinu mínu því strákurinn minn ferðast reglulega yfir Hringbrautina til að fara á fótboltaæfingar. Þegar tilkynnt var um hraðalækkun á Hringbraut og Hofsvallagötu úr 50 km/klst yfir í 40 km/klst í upphafi árs 2019, var ég temmilega bjartsýn, andaði léttar og leyfði frumburðinum að ganga fylgdarlausum yfir Hringbrautina. Enda var markmiðið með hraðalækkuninni þá eins og nú að fækka slysum og draga úr skaðsemi þeirra og ég keypti það. Svo kom á daginn að stór hluti akandi á þessari leið væri alls ekki að keyra um á 40 km hraða. Fyrir vikið byrjaði ég að efast um að hraðalækkanir á svona götum hefðu alltaf þau áhrif að lækka meðalhraða ökumanna að því marki að það takist að fækka slysum þó skaðsemi slysanna sé eflaust minni, þá hjá þeim ökumönnum sem virða hámarkshraðann. Þegar Gísli gerir manni upp annarlegar skoðanir Það kom mér verulega á óvart þegar Gísli Marteinn lýsti því yfir á Facebook að ég og aðrir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins værum að tala fyrir „auknum hraða inni í hverfum„. Enda tók ég það ítrekað mjög skýrt fram í umræðum við hann og aðra að ég væri ekki að tala fyrir því að hækka hámarkshraða á Hofsvallagötu og Hringbraut, heldur fyrir því að nýta það fjármagn sem færi í að lækka hraðann um 10 km/klst frekar í að laga aðstæður við gatnamót á þessum götum og koma upp snjalllýsingu á þeim. Af málflutningi Gísla að dæma mætti maður halda að mannlífið í Vesturbænum hefði fyrst tekið sönsum eftir hraðalækkunina á Hofsvallagötu en Gísli skrifar: „Eftir að hraðinn var lækkaður hafa sprottið upp 3 vinsæl fyrirtæki við götuna: Hagavagninn (í betri og bættri mynd), Brauð og co og Kaffihús Vesturbæjar“. Það hefur vera brjálað að gera á Kaffi Vest frá opnun sem er kannski ástæðan fyrir því að það fór fram hjá Gísla að hraðinn var ekki lækkaður fyrr en 5 árum eftir opnun kaffihússins (og tæplega ári eftir opnun Brauð og co.), þó svo að hann hafi setið í borgarstjórn þegar breytingarnar voru gerðar á götunni 2013 og hafi „fylgst náið með málinu bæði fyrir og eftir þann tíma“. Til allrar lukku hef ég þessi 10 ár á manninn sem sérlegur sérfræðingur í Vesturbænum, því þó ég reki ekki kaffihús við umrædda götu né hafi beint númer til samgönguverkfræðinga borgarinnar eins og Gísli, kunni ég í það minnsta skil á þessu. Gísli er þarna að slá saman tveimur atburðum sem sagt breytingunni á Hofsvallagötu sem kláraðist í lok ársins 2013 og hraðalækkuninni 2019, þegar hann lýsir yfir orsakasamhengi þessa mismunandi atburða við aukið mannlíf og meira öryggi gangandi vegfarenda. Nú bjó ég við Melabúðina þegar Hofsvallagötunni var breytt og þar sem mér hefur alltaf þótt mannlífið iðandi og gróskumikið á þessu svæði gat ég ekki séð að þar hafi orðið einhver stórfelld breyting á. Gísli Marteinn vill nú samt meina að hans upplifun sé réttari en mín og ég og Sjálfstæðisflokkurinn séum bara á móti þessari þróun eins og hann orðar það, af því ég gengst ekki við því að hér hafi allt verið gott sem í volli áður en KaffiVest kom og Hofsvallagötunni var breytt? Hvers á Alda að gjalda þessa gaslýsingu Gísla? Hvað varðar umræðu um gjaldgengi niðurstöðu talningar hins ágæta Stefáns Agnars Finnssonar á bílaumferð á svæðinu (sem má finna inn á Facebook hópnum Vesturbærinn) beini ég bara áhugasömum inn á þá grúppu til að dæma það sjálfir. Gísli vill meina að lokun Guðbrandsgötu beri ábyrgð á aukinni umferð um Birkimel en ekki Hofsvallagata, nú má karpa um þá tilgátu en í rauninni hentar hún „Grýlunni sem XD reynir að setja upp“ eins og hann orðar það ekki illa. Enda er Birkimelur 30 km/klst gata og við Gísli þá sammála um að þegar þrengt er að umferð á einni leið geti það leitt til þess að hún leiti yfir á aðra leið inni á sama svæði. Óháð því hversu heppileg eða óheppileg þau gáruáhrif geta verið enda fer það eftir hverju hverfi fyrir sig. Hins vegar ef fjöldi slysa er mæling á öryggi veit ég ekki af hverju Gísli fullyrðir að öryggi hafi aukist á svæðinu. Það sést vel á slysavefsjá samgöngustofu að fleiri umferðaróhöpp af ýmsum toga eiga sér stað eftir breytinguna en fyrir breytinguna á Hofsvallagötu, þar með talið inni í nærliggjandi 30 km/klst götunum. Nú hefur ekki verið nein sérstök fjölgun íbúa á svæðinu þannig að ef Gísli gæti notað tengslin sín hjá borginni til að fá samgönguverkfræðingana til að rannsaka hvernig stendur þá á þessari fjölgun slysa yrði þessi „Grýla“ mjög þakklát. En nú ætla ég að snúa mér að því af hverju ég held að fjármunum væri betur eytt í að laga gatnamót á Hofsvallagötu og Hringbraut og koma þar á snjalllýsingu en að lækka hraðann um 10 km/klst. Hvað er að gerast á þessum gatnamótum og gangbrautum? Hér má sjá tvö skjáskot af slysavefsjá samgöngustofu sem sýnir slys þar sem ekið var á óvarðan vegfaranda. Fyrra skjáskotið sýnir 7 ára tímabil fyrir breytingarnar á Hofsvallagötu og seinna skjáskotið 7 ár eftir breytingarnar. Eins og sést voru fleiri umferðarslys eftir breytinguna en fyrir breytinguna á Hofsvallagötu. Sama er upp á teningnum þegar skoðað er tveggja ára tímabil fyrir hraðalækkunina 2019 og eftir hraðalækkunina. Auðvitað gæti fjölmargt skýrt þessa fjölgun slysa þó ekkert hafi svo sem gefið tilefni til að halda að veigameiri þáttur en breytingarnar á götumynd Hofsvallagötu eða hraðanum hafi átt sér stað. Vissulega þyrfti tvíhliða rannsókn til að sýna fram á orsakasamband og það er erfitt að fá tölfræðilega marktækt með svona fáum atvikum. Hvað þá þegar maður skoðar bara tvö ár eins og í tilfelli hraðalækkunarinnar. Fleiri rannsakendur hafa rekið sig á þetta en til að mynda fengu kanadískir rannsakendur ekki marktækt þegar þeir skoðuðu tengslin á milli fjölda slysa og hraðalækkunar á 40 km/klst götum yfir í 30 km/klst þó ýmist benti til jákvæðra horfa þar sem slysum fækkaði líka á samanburðargötunum með 40 km/klst hámarkshraða. Hér er náttúrulega öfugt farið þar sem allt bendir til að það hafi orðið fjölgun slysa frekar en fækkun. Það má þó segja að hér séu vísbendingar á lofti um að þar sé einhver tilhneiging á ferð sem klárlega megi rannsaka betur, þá sérstaklega þegar litið er til þess að slysin eru að eiga sér stað við gangbrautir á gatnamótum. Það er vitað að sami ökumaður getur keyrt á mjög breytilegum hraða eftir sömu götunni. Þó hafa atriði eins og viðvera gangandi vegfarenda við gangbrautir þau áhrif að lækka meðalhraða ökumanna um u.þ.b. 10 km/klst, að því gefnu að viðkomandi ökumaður sjái þann gangandi. Ég ætla að gefa mér að slysin séu óviljandi og yfirleitt vegna þess að eitthvað truflar sýn eða athyglisgáfu ökumannsins, en snjalllýsing vinnur einmitt á þessum þáttum. Hér má sjá myndir af því hvernig snjalllýsing virkar Um leið og maður kemur inn á skynsvæði ljósanna byrja gul ljós að blikka og gangbrautarljósin skella manni í kastljósið og fylgja manni yfir eins og leikara á sviði. Í ljósi þess hvar slysin henda á Hofsvallagötu tel ég að það muni skila meiri árangri fyrir öryggi gangandi vegfarenda að laga gatnamótin og gangbrautirnar en lækkun hámarkshraða um 10 km/klst eins og staðan er núna. En þetta snýst ekki bara um Hofsvallagötu heldur einnig lykiltengingar Breiðholts og Grafarvogs, Grensásveg, Suðurlandsbraut og Bústaðaveg Það er ljóst mál að hver raunverulegi kóngur eða drottning Vesturbæjar er verður ekki útkljáð hér og í sannleika sagt eigum við Gísli Marteinn hvorugt roð í Vesturbæinga eins og eigendur Melabúðarinnar eða þá Össur Skarphéðins. Við erum heldur ekki sérlegir sérfræðingar í hinum hverfunum né notkun þeirra á sínum aðalgötum eða tengibrautum milli hverfa. Þar sem það liggur ekki fyrir að hraðalækkun á Hofsvallagötu eða Hringbraut hafi skilað tilætluðum árangri finnst mér það ekki of mikils mælst að biðja menn um að bíða aðeins með að splæsa 1,5 milljarði í að lækka hámarkshraða á þeim götum með tilheyrandi samfélagslegum kostnaði vegna tafa, án þess að það sé mjög vel ígrundað út frá aðstæðunum á hverri tengibraut og hverju hverfi fyrir sig. Hvað þá þegar kemur að áhrifum þess á Strætó sem er nú þegar að berjast í bökkum. Þegar öllu er samt á botninn hvolft er flestum eflaust sama um eitthvað tuð í fólki með langt gengið Vesturbæjarblæti eins og mér og Gísla. Fólk vill bara lausnir sem virka. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun