Rudy Giuliani versti aukaleikari þessa árs Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. apríl 2021 16:10 Rudy Giuliani var valinn versti aukaleikari þessa árs, fyrir hlutverk sitt í myndinni Borat Subsequent Moviefilm. EPA Rudy Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri New York og lögmaður Donalds Trumps fyrrverandi Bandaríkjaforseta, hlaut tvenn verðlaun á kvikmyndahátíðinni Hindberinu (e. Raspberry Awards). Hlaut hann þar verðlaun fyrir versta aukahlutverkið og versta samleikinn á síðasta ári. Raspberry kvikmyndahátíðin veitir verðlaun fyrir verstu kvikmyndirnar sem gefnar voru út á liðnu ári, einmitt andstaðan við Óskarsverðlaunahátíðina sem fer fram á morgun. Giuliani fékk verðlaunin fyrir leik sinni í kvikmyndinni Borat Subsequent Moviefilm, sem er gerviheimildamynd (e. mockumentary). Þar bregður leikarinn Sacha Baron Cohen sér í hlutverk Borats en kemur sér í raunverulegar aðstæður með alvöru fólki. Giuliani fór með hlutverk sjálfs síns í einu atriði í myndinni, án þess að vita af því, þar sem dóttir Borats þykist vera fréttamaður og tekur viðtal við Giuliani á hótelherbergi fyrir íhaldssaman fréttamiðil. Að loknu viðtalinu stingur hún upp á því að þau fái sér drykk inni í svefnherberginu sem þau gera. Í atriðinu sést Giuliani, sem er 76 ára gamall, hneppa frá buxunum og stinga hendinni inn á þær áður en Borat brýst inn í herbergið og hrópar: „Hún er fimmtán ára, hún er of gömul fyrir þig!“ Verðlaunin fyrir versta samleikinn hlaut hann ásamt buxnarennilásnum sem hann rennir niður áður en hann stingur hendinni niður. Giuliani varð fyrir miklu aðkasti eftir að myndin kom út, enda virðist hann gera hosur sínar grænar fyrir ungri „fréttakonunni.“ Auk Giuliani sló tónlistarkonan Sia í gegn á hátíðinni, eða kannski ekki, en hún hlaut þrenn verðlaun fyrir kvikmyndina Music sem hún leikstýrði og framleiddi. Kvikmyndin fjallar um einhverfa stelpu, sem talar ekki, en Maddie Ziegler fer með hlutverkið en hún er ekki einhverf. Myndin sópaði sannarlega að sér verðlaunum, fyrir verstu aðalleikkonuna, sem er Kate Hudson, verstu aukaleikkonuna, Maddie Ziegler, og versta leikstjórann. Skoðanir um kvikmyndina virðast hins vegar vera skiptar en hún var tilnefnd til tvennra Golden Globe verðlauna. Hollywood Bandaríkin Bíó og sjónvarp Razzie Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Sjá meira
Raspberry kvikmyndahátíðin veitir verðlaun fyrir verstu kvikmyndirnar sem gefnar voru út á liðnu ári, einmitt andstaðan við Óskarsverðlaunahátíðina sem fer fram á morgun. Giuliani fékk verðlaunin fyrir leik sinni í kvikmyndinni Borat Subsequent Moviefilm, sem er gerviheimildamynd (e. mockumentary). Þar bregður leikarinn Sacha Baron Cohen sér í hlutverk Borats en kemur sér í raunverulegar aðstæður með alvöru fólki. Giuliani fór með hlutverk sjálfs síns í einu atriði í myndinni, án þess að vita af því, þar sem dóttir Borats þykist vera fréttamaður og tekur viðtal við Giuliani á hótelherbergi fyrir íhaldssaman fréttamiðil. Að loknu viðtalinu stingur hún upp á því að þau fái sér drykk inni í svefnherberginu sem þau gera. Í atriðinu sést Giuliani, sem er 76 ára gamall, hneppa frá buxunum og stinga hendinni inn á þær áður en Borat brýst inn í herbergið og hrópar: „Hún er fimmtán ára, hún er of gömul fyrir þig!“ Verðlaunin fyrir versta samleikinn hlaut hann ásamt buxnarennilásnum sem hann rennir niður áður en hann stingur hendinni niður. Giuliani varð fyrir miklu aðkasti eftir að myndin kom út, enda virðist hann gera hosur sínar grænar fyrir ungri „fréttakonunni.“ Auk Giuliani sló tónlistarkonan Sia í gegn á hátíðinni, eða kannski ekki, en hún hlaut þrenn verðlaun fyrir kvikmyndina Music sem hún leikstýrði og framleiddi. Kvikmyndin fjallar um einhverfa stelpu, sem talar ekki, en Maddie Ziegler fer með hlutverkið en hún er ekki einhverf. Myndin sópaði sannarlega að sér verðlaunum, fyrir verstu aðalleikkonuna, sem er Kate Hudson, verstu aukaleikkonuna, Maddie Ziegler, og versta leikstjórann. Skoðanir um kvikmyndina virðast hins vegar vera skiptar en hún var tilnefnd til tvennra Golden Globe verðlauna.
Hollywood Bandaríkin Bíó og sjónvarp Razzie Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Sjá meira