Björgum heilbrigðiskerfinu Sigurgeir Jónasson skrifar 26. apríl 2021 09:00 Í heilbrigðiskerfinu er almennt talað um þrjár tegundir rekstrarforma: opinberan rekstur (eins og Landspítalann), einkarekstur þar sem einkaaðilar veita þjónustu en ríkið greiðir fyrir (ýmsir sérfræðilæknar og tannlækningar barna) og svo einkarekstur án samnings þar sem einkaaðili veitir þjónustu sem greidd er af notendum án þátttöku ríkisins (til dæmis tannlækningar fullorðinna og sjúkraþjálfun). Þessi þrjú rekstrarform mynda heildarmynd íslenska heilbrigðiskerfisins. Það rekstrarform sem nú á mest undir högg að sækja er einkarekstur með samning en þar eru tækifærin jafnframt mest. Heimsfaraldur COVID-19, veirunnar skæðu, hefur ekki einungis sýnt okkur mikilvægi þess að vera með öflugt heilbrigðiskerfi heldur höfum við séð hve nauðsynlegt það er að einkaaðilar fái að starfa innan heilbrigðiskerfisins. Öllum ætti að vera orðið ljóst að án aðkomu einkaaðila hefðum við ekki meðhöndlað þessar aðstæður jafn vel og raun ber vitni. Sumir sjá vandamál en við sjáum lausnir Hluti fólks sér aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu sem vandamál þegar hið rétta er að aukinn einkarekstur er lausnin við mörgum af þeim vandamálum sem heilbrigðiskerfið okkar glímir við. Helsta forgangsmál hins opinbera handan við COVID storminn ætti að vera að setja aukinn kraft í Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) og gera þeim auðveldara að semja við fleiri einkarekna aðila í heilbrigðisþjónustu. Í sjúkratryggingakerfi fær sjúklingurinn val um það hvar hann sækir sér þá þjónustu sem hann þarf á að halda, hvort sem það er í opinberum rekstri eða einkarekstri, vegna þess að sjúklingurinn er tryggður undir báðum rekstrarformum. Það sem þarf að gera er tvíþætt. Annars vegar þarf að semja við einkaaðila til að koma þeim úr rekstrarformi einkareksturs án samnings og opna dyr fleiri að þeirra þjónustu, til dæmis sálfræðinga, tannlækna, sjúkraþjálfara og sambærilega heilbrigðisþjónustu. Hins vegar þarf að hleypa fleiri einkaaðilum að borðinu, til dæmis við ýmis konar þjónustu skurð- og sérfræðilækna sem nú er í opinberum rekstri. Jákvæðar keðjuverkanir Sífellt berast fréttir þess efnis að Landspítalinn sé yfirfullur, það skorti fjármagn, starfsfólk sé undir miklu álagi og að fresta þurfi mikilvægum aðgerðum svo nokkur dæmi séu tekin. Auðvelt væri að bæta úr þeim vandamálum. Það sem þarf að gera er að skilgreina og forgangsraða brýnustu heilbrigðisþjónustunni á Landspítalanum og hafa hana í opinberum rekstri á sama tíma og SÍ semur við einkaaðila um veitingu á almennt valkvæðari heilbrigðisþjónustu. Þetta fyrirkomulag hleypir jákvæðri keðjuverkun af stað sem smitast út í allt heilbrigðiskerfið. Þegar Sjúkratryggingar Íslands semja við eina einkarekna skurðstofu geta sjúklingar sótt sér þjónustu þangað. Við það losnar rými á Landspítalanum á sama tíma og álagið minnkar, biðlistar styttast og fjármunir sparast með auknu hagræði. Landspítalinn getur þá einbeitt sér betur að sinni lífsnauðsynlegu heilbrigðisþjónustu og er betur í stakk búinn að veita þá þjónustu vel. Jafnframt fá sjúklingar og starfsfólk aukið valfrelsi og með auknu valfrelsi eykst samkeppni heilbrigðisstofnana og heilbrigðisfyrirtækja sem ætti að skila sér í hagkvæmari, skilvirkari og betri þjónustu. Hér vinna allir og það besta er að þetta er allt hægt. Það eina sem vantar er pólitískur vilji. Höfundur er hagfræðingur og situr í framkvæmdastjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Skoðun: Kosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Í heilbrigðiskerfinu er almennt talað um þrjár tegundir rekstrarforma: opinberan rekstur (eins og Landspítalann), einkarekstur þar sem einkaaðilar veita þjónustu en ríkið greiðir fyrir (ýmsir sérfræðilæknar og tannlækningar barna) og svo einkarekstur án samnings þar sem einkaaðili veitir þjónustu sem greidd er af notendum án þátttöku ríkisins (til dæmis tannlækningar fullorðinna og sjúkraþjálfun). Þessi þrjú rekstrarform mynda heildarmynd íslenska heilbrigðiskerfisins. Það rekstrarform sem nú á mest undir högg að sækja er einkarekstur með samning en þar eru tækifærin jafnframt mest. Heimsfaraldur COVID-19, veirunnar skæðu, hefur ekki einungis sýnt okkur mikilvægi þess að vera með öflugt heilbrigðiskerfi heldur höfum við séð hve nauðsynlegt það er að einkaaðilar fái að starfa innan heilbrigðiskerfisins. Öllum ætti að vera orðið ljóst að án aðkomu einkaaðila hefðum við ekki meðhöndlað þessar aðstæður jafn vel og raun ber vitni. Sumir sjá vandamál en við sjáum lausnir Hluti fólks sér aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu sem vandamál þegar hið rétta er að aukinn einkarekstur er lausnin við mörgum af þeim vandamálum sem heilbrigðiskerfið okkar glímir við. Helsta forgangsmál hins opinbera handan við COVID storminn ætti að vera að setja aukinn kraft í Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) og gera þeim auðveldara að semja við fleiri einkarekna aðila í heilbrigðisþjónustu. Í sjúkratryggingakerfi fær sjúklingurinn val um það hvar hann sækir sér þá þjónustu sem hann þarf á að halda, hvort sem það er í opinberum rekstri eða einkarekstri, vegna þess að sjúklingurinn er tryggður undir báðum rekstrarformum. Það sem þarf að gera er tvíþætt. Annars vegar þarf að semja við einkaaðila til að koma þeim úr rekstrarformi einkareksturs án samnings og opna dyr fleiri að þeirra þjónustu, til dæmis sálfræðinga, tannlækna, sjúkraþjálfara og sambærilega heilbrigðisþjónustu. Hins vegar þarf að hleypa fleiri einkaaðilum að borðinu, til dæmis við ýmis konar þjónustu skurð- og sérfræðilækna sem nú er í opinberum rekstri. Jákvæðar keðjuverkanir Sífellt berast fréttir þess efnis að Landspítalinn sé yfirfullur, það skorti fjármagn, starfsfólk sé undir miklu álagi og að fresta þurfi mikilvægum aðgerðum svo nokkur dæmi séu tekin. Auðvelt væri að bæta úr þeim vandamálum. Það sem þarf að gera er að skilgreina og forgangsraða brýnustu heilbrigðisþjónustunni á Landspítalanum og hafa hana í opinberum rekstri á sama tíma og SÍ semur við einkaaðila um veitingu á almennt valkvæðari heilbrigðisþjónustu. Þetta fyrirkomulag hleypir jákvæðri keðjuverkun af stað sem smitast út í allt heilbrigðiskerfið. Þegar Sjúkratryggingar Íslands semja við eina einkarekna skurðstofu geta sjúklingar sótt sér þjónustu þangað. Við það losnar rými á Landspítalanum á sama tíma og álagið minnkar, biðlistar styttast og fjármunir sparast með auknu hagræði. Landspítalinn getur þá einbeitt sér betur að sinni lífsnauðsynlegu heilbrigðisþjónustu og er betur í stakk búinn að veita þá þjónustu vel. Jafnframt fá sjúklingar og starfsfólk aukið valfrelsi og með auknu valfrelsi eykst samkeppni heilbrigðisstofnana og heilbrigðisfyrirtækja sem ætti að skila sér í hagkvæmari, skilvirkari og betri þjónustu. Hér vinna allir og það besta er að þetta er allt hægt. Það eina sem vantar er pólitískur vilji. Höfundur er hagfræðingur og situr í framkvæmdastjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun