Fámenni á einu æfingunni fyrir Ísraelsleikinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. apríl 2021 17:00 Guðmundur Guðmundsson ræðir við þá leikmenn sem tóku þátt í æfingu íslenska liðsins í dag. hsí Fámennt var einu æfingu íslenska karlalandsliðsins í handbolta fyrir leikinn gegn Ísrael í undankeppni EM 2022 á morgun. Aron Pálmarsson, Gunnar Steinn Jónsson, Bjarki Már Elísson, Oddur Gretarsson, Sveinn Jóhannsson, Daníel Þór Ingason, Sigvaldi Guðjónsson, Ágúst Elí Björgvinsson og Viggó Kristjánsson tóku þátt í æfingunni í Tel Aviv í dag. Myndir frá æfingunni fámennu má sjá hér fyrir neðan. Strákarnir okkar æfa þessa stundina í Tel Aviv undir stjórn Guðmundar Guðmundsson og hófst þar með undirbúningur þeirra...Posted by HSÍ - Handknattleikssamband Íslands on Monday, April 26, 2021 Íslenski hópurinn verður ekki allur kominn til Ísraels fyrr en í nótt. Leikurinn er svo klukkan 17:00 á morgun, að íslenskum tíma. Eftir leikinn á morgun fer íslenska liðið til Litáens þar sem það mætir heimamönnum á fimmtudaginn. Síðasti leikurinn í undankeppninni er svo gegn Ísrael á Ásvöllum á sunnudaginn. Leikirnir eru sumsé þrír á sex dögum og í þremur löndum. Í samtali við Vísi í dag sagði landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson að undirbúningurinn væri afar óvenjulegur og krefjandi. „Í fyrsta lagi er bara hluti hópsins kominn, því hinir koma ekki fyrr en í nótt. Þar með náum við ekki einni einustu æfingu allir saman fyrir leikinn á móti Ísrael. Hingað er náttúrulega langt ferðalag sem situr í mönnum. Svo spilum við leikinn á morgun og förum upp í flugvél strax morguninn eftir, í langt flug til Vilnius. Þetta er fáránlegt prógramm og gríðarlega mikið lagt á liðið,“ sagði Guðmundur. Ísland er í 2. sæti riðils 4 með fjögur stig, tveimur stigum á eftir toppliði Portúgals sem hefur leikið einum leik meira. Með sigri í síðustu þremur leikjunum í undankeppninni endar Ísland fyrir ofan Portúgal í efsta sæti riðilsins sem yrði liðinu dýrmætt þegar dregið verður í riðla fyrir EM sem fram fer Slóvakíu og Ungverjalandi í janúar á næsta ári. Leikur Ísraels og Íslands hefst klukkan 17:00 á morgun og verður í beinni textalýsingu á Vísi. EM 2022 í handbolta Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Körfubolti Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Handbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Sjá meira
Aron Pálmarsson, Gunnar Steinn Jónsson, Bjarki Már Elísson, Oddur Gretarsson, Sveinn Jóhannsson, Daníel Þór Ingason, Sigvaldi Guðjónsson, Ágúst Elí Björgvinsson og Viggó Kristjánsson tóku þátt í æfingunni í Tel Aviv í dag. Myndir frá æfingunni fámennu má sjá hér fyrir neðan. Strákarnir okkar æfa þessa stundina í Tel Aviv undir stjórn Guðmundar Guðmundsson og hófst þar með undirbúningur þeirra...Posted by HSÍ - Handknattleikssamband Íslands on Monday, April 26, 2021 Íslenski hópurinn verður ekki allur kominn til Ísraels fyrr en í nótt. Leikurinn er svo klukkan 17:00 á morgun, að íslenskum tíma. Eftir leikinn á morgun fer íslenska liðið til Litáens þar sem það mætir heimamönnum á fimmtudaginn. Síðasti leikurinn í undankeppninni er svo gegn Ísrael á Ásvöllum á sunnudaginn. Leikirnir eru sumsé þrír á sex dögum og í þremur löndum. Í samtali við Vísi í dag sagði landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson að undirbúningurinn væri afar óvenjulegur og krefjandi. „Í fyrsta lagi er bara hluti hópsins kominn, því hinir koma ekki fyrr en í nótt. Þar með náum við ekki einni einustu æfingu allir saman fyrir leikinn á móti Ísrael. Hingað er náttúrulega langt ferðalag sem situr í mönnum. Svo spilum við leikinn á morgun og förum upp í flugvél strax morguninn eftir, í langt flug til Vilnius. Þetta er fáránlegt prógramm og gríðarlega mikið lagt á liðið,“ sagði Guðmundur. Ísland er í 2. sæti riðils 4 með fjögur stig, tveimur stigum á eftir toppliði Portúgals sem hefur leikið einum leik meira. Með sigri í síðustu þremur leikjunum í undankeppninni endar Ísland fyrir ofan Portúgal í efsta sæti riðilsins sem yrði liðinu dýrmætt þegar dregið verður í riðla fyrir EM sem fram fer Slóvakíu og Ungverjalandi í janúar á næsta ári. Leikur Ísraels og Íslands hefst klukkan 17:00 á morgun og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
EM 2022 í handbolta Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Körfubolti Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Handbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Sjá meira