Aðeins 33 ára en ráðinn þjálfari Bayern til næstu fimm ára Sindri Sverrisson skrifar 27. apríl 2021 09:13 Julian Nagelsmann hefur þótt standa sig afar vel með RB Leipzig. Getty/Odd Andersen Hinn 33 ára gamli Julian Nagelsmann hefur verið ráðinn þjálfari Bayern München frá og með 1. júlí. Nagelsmann skrifaði undir samning til fimm ára við sigursælasta félag Þýskalands. Nagelsmann, sem stýrt hefur RB Leipzig síðustu ár, tekur við af Hansi Flick. Flick komst að samkomulagi við Bayern um að rifta samningi sínum við félagið í sumar, tveimur árum áður en hann átti að renna út, til að taka við þýska landsliðinu. Fjölmiðlamaðurinn og skúbbkóngurinn Fabrizio Romano segir á Twitter að Bayern greiði Leipzig 25 milljónir evra fyrir Nagelsmann, sem hafi hafnað Tottenham og fleiri félögum til að taka við Bayern. Julian Nagelsmann to Bayern Munich, confirmed and here we go! #FCBayernBayern will pay 25m [add ons included] to RB Leipzig as @cfbayern reported.Contract set to be signed until June 2026. No chance for #THFC and other clubs interested. https://t.co/TSOxouyQjJ— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 27, 2021 Nagelsmann varð að leggja knattspyrnuskóna á hilluna árið 2008, þá aðeins 21 árs, vegna hnémeiðsla, og sneri sér þá að þjálfun. Fyrsta stóra starfið hans var hjá Hoffenheim sem hann tók við árið 2016 en hann varð þá yngsti þjálfarinn í sögu þýsku 1. deildarinnar, 28 ára gamall. Nagelsmann tók við Hoffenheim í 17. sæti en stýrði liðinu frá falli, og kom því svo í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Hann fékk samningi sínum við Hoffenheim rift árið 2019 til þess að taka við Leipzig sem hann kom meðal annars í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu á síðustu leiktíð. Enn einn þýski meistaratitillinn blasir við Bayern sem er með sjö stiga forskot á Leipzig þegar þrjár umferðir eru eftir. Bayern getur því landað titlinum á laugardag, annað hvort með því að Leipzig tapi á útivelli gegn Dortmund eða með því að vinna Borussia Mönchengladbach á heimavelli síðar um daginn. Núverandi og verðandi lið Nagelsmanns eru hins vegar bæði úr leik í Meistaradeild Evrópu en Leipzig féll út í 16-liða úrslitum gegn Liverpool og Bayern í 8-liða úrslitum gegn PSG. Þýski boltinn Þýskaland Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Sjá meira
Nagelsmann, sem stýrt hefur RB Leipzig síðustu ár, tekur við af Hansi Flick. Flick komst að samkomulagi við Bayern um að rifta samningi sínum við félagið í sumar, tveimur árum áður en hann átti að renna út, til að taka við þýska landsliðinu. Fjölmiðlamaðurinn og skúbbkóngurinn Fabrizio Romano segir á Twitter að Bayern greiði Leipzig 25 milljónir evra fyrir Nagelsmann, sem hafi hafnað Tottenham og fleiri félögum til að taka við Bayern. Julian Nagelsmann to Bayern Munich, confirmed and here we go! #FCBayernBayern will pay 25m [add ons included] to RB Leipzig as @cfbayern reported.Contract set to be signed until June 2026. No chance for #THFC and other clubs interested. https://t.co/TSOxouyQjJ— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 27, 2021 Nagelsmann varð að leggja knattspyrnuskóna á hilluna árið 2008, þá aðeins 21 árs, vegna hnémeiðsla, og sneri sér þá að þjálfun. Fyrsta stóra starfið hans var hjá Hoffenheim sem hann tók við árið 2016 en hann varð þá yngsti þjálfarinn í sögu þýsku 1. deildarinnar, 28 ára gamall. Nagelsmann tók við Hoffenheim í 17. sæti en stýrði liðinu frá falli, og kom því svo í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Hann fékk samningi sínum við Hoffenheim rift árið 2019 til þess að taka við Leipzig sem hann kom meðal annars í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu á síðustu leiktíð. Enn einn þýski meistaratitillinn blasir við Bayern sem er með sjö stiga forskot á Leipzig þegar þrjár umferðir eru eftir. Bayern getur því landað titlinum á laugardag, annað hvort með því að Leipzig tapi á útivelli gegn Dortmund eða með því að vinna Borussia Mönchengladbach á heimavelli síðar um daginn. Núverandi og verðandi lið Nagelsmanns eru hins vegar bæði úr leik í Meistaradeild Evrópu en Leipzig féll út í 16-liða úrslitum gegn Liverpool og Bayern í 8-liða úrslitum gegn PSG.
Þýski boltinn Þýskaland Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Sjá meira