Dyrnar eru opnar upp á gátt Lilja Björk Hauksdóttir skrifar 27. apríl 2021 10:30 Það vantar fleiri iðnmenntaða á vinnumarkað hér á landi og fleiri tæknimenntaða með framhaldsnám á háskólastigi. Umræða um iðnnám og þau sem velja sér slíkt nám hefur oft verið á þá leið að þau hafi lokað dyrum að frekara framhaldsnámi að baki sér. Að allir þurfi stúdentspróf til að dyrnar haldist opnar. Þessi umræða hefur stundum verið frekar neikvæð og snúist um hvað sé ekki verið að gera í stað þess að fjallað sé um það sem verið er að gera og um það sem horfir til betri vegar. Með svokölluðu fagháskólaverkefni sem unnið hefur verið að við iðn- og tæknifræðideild Háskólans í Reykjavík hefur ýmislegt áunnist, meðal annars að opna frekar aðgengi starfsmenntaðra að háskólanámi og að meta starfsmenntun, þekkingu og reynslu í ríkari mæli við námsframvindu. Fagháskólaverkefnið er styrkt af mennta- og menningarmálaráðuneytinu og er helsta markmiðið með því að bæta flæði milli iðnnáms og háskólanáms og að gera iðn- og tæknimenntun að áhugaverðari og samkeppnishæfari kosti fyrir nemendur. Skilaboð HR eru skýr þ.e. að iðn- og tækninám sé jafnsett öðru bóknámi við háskólann. Því var talið mikilvægt að stofna nýja deild sem byði eingöngu upp á nám á fagháskólastigi. Í mars 2019 var iðn- og tæknifræðideild HR stofnuð en við deildina er kennd iðnfræði, byggingafræði og tæknifræði auk styttra diplómanáms í upplýsingatækni í mannvirkjagerð og í rekstrarfræði. Stofnun deildarinnar varð til þess að iðn- og tækninám varð sýnilegra og hefur umsóknum um nám við deildina fjölgað um 130% frá stofnun hennar. Ávinningur í hverju skrefi Eins og áður segir hefur viðhorf til iðnnáms oft verið þannig að búið sé að marka ákveðna braut, þ.e. að þau sem velji sér að fara í iðnnám séu búin að loka þessum margumtöluðu dyrum að baki sér. Svo er þó alls ekki. Við í iðn- og tæknifræðideild viljum leggja áherslu á að með því að velja iðnnám sé hægt að halda áfram ákveðna heildstæða námsleið þar sem ávinningur fæst í hverju skrefi. Nemendur sem fara þessa leið eru alltaf tilbúnir til að taka þátt í atvinnulífinu að loknu hverju skrefi. Með þessu er þó alls ekki verið að segja að allir þurfi að mennta sig meira heldur að leiðin að frekara námi sé alltaf opin ef áhugi er fyrir því að sækja sér meiri menntun. Ein leið sem hefur verið farin við iðn- og tæknifræðideild HR til að opna aðgengi starfsmenntaðra að háskólanámi er að bjóða upp á stöðupróf í stærðfræði og eðlisfræði. Stöðuprófin eru fyrir þau sem hyggja á nám í tæknifræði en uppfylla ekki inntökuskilyrði í stærðfræði og/eða eðlisfræði. Þannig verður nám í iðn- og tæknifræðideild opið fyrir fleirum og nemendur betur undirbúnir þegar þeir hefja nám í tæknifræði. Prófin voru haldin í fyrsta sinn sumarið 2020 og hófu fimm nemendur nám í tæknifræði síðastliðið haust sem nýttu sér þessa leið en þau hefðu annars ekki haft tækifæri til að komast inn í námið. Nám, þekking og reynsla metin Tíminn er dýrmæt auðlind og því skiptir miklu máli að tryggt sé að háskólanemar með iðnmenntun þurfi ekki að sækja námskeið á háskólastigi sem eru sambærileg við námskeið sem þeir hafa þegar lokið í iðnnámi – minni tíma er þannig sóað. Áhersla hefur verið lögð á þetta í fagháskólaverkefninu og hefur mikil vinna verið lögð í að rýna, endurskoða og samhæfa námsbrautir sem þegar eru til staðar. Verkefnið hefur verið unnið náið með Tækniskólanum, Rafmennt og IÐUNNI og er markmiðið að mynda samfellu í námi. Einnig hefur verið unnið að því að meta starfsreynslu og þekkingu í ríkari mæli en áður hefur verið gert. Þetta verður vonandi til þess að flæði iðnmenntaðra inn í háskólann verði meira og að fleiri einstaklingar með iðnmenntun sjái sér hag í að útskrifast úr háskóla en atvinnulífið kallar mjög eftir fólki með slíka menntun. Það er mikilvægt að fram komi að ekki er verið að slá af kröfum með þeim breytingum sem gerðar hafa verið, hvort sem verið er að tala um gæði námsins eða kröfur sem gerðar eru til nemenda. Einnig er mikilvægt að umræða um iðn- og tækninám verði jákvæðari hér á landi og að vitneskja um að verið sé að auka aðgengi starfsmenntaðra að háskólanámi og meta starfsmenntun, þekkingu og reynslu í ríkari mæli við námsframvindu verði almennari. Það leiðir vonandi til þess fleiri ákveði að fara í iðn- og tækninám og að þau viti að dyrnar að frekara námi eftir það, ef áhugi er fyrir hendi, eru opnar upp á gátt. Höfundur er verkefnastjóri við iðn- og tæknifræðideild HR og stýrir fagháskólaverkefninu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Háskólar Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Það vantar fleiri iðnmenntaða á vinnumarkað hér á landi og fleiri tæknimenntaða með framhaldsnám á háskólastigi. Umræða um iðnnám og þau sem velja sér slíkt nám hefur oft verið á þá leið að þau hafi lokað dyrum að frekara framhaldsnámi að baki sér. Að allir þurfi stúdentspróf til að dyrnar haldist opnar. Þessi umræða hefur stundum verið frekar neikvæð og snúist um hvað sé ekki verið að gera í stað þess að fjallað sé um það sem verið er að gera og um það sem horfir til betri vegar. Með svokölluðu fagháskólaverkefni sem unnið hefur verið að við iðn- og tæknifræðideild Háskólans í Reykjavík hefur ýmislegt áunnist, meðal annars að opna frekar aðgengi starfsmenntaðra að háskólanámi og að meta starfsmenntun, þekkingu og reynslu í ríkari mæli við námsframvindu. Fagháskólaverkefnið er styrkt af mennta- og menningarmálaráðuneytinu og er helsta markmiðið með því að bæta flæði milli iðnnáms og háskólanáms og að gera iðn- og tæknimenntun að áhugaverðari og samkeppnishæfari kosti fyrir nemendur. Skilaboð HR eru skýr þ.e. að iðn- og tækninám sé jafnsett öðru bóknámi við háskólann. Því var talið mikilvægt að stofna nýja deild sem byði eingöngu upp á nám á fagháskólastigi. Í mars 2019 var iðn- og tæknifræðideild HR stofnuð en við deildina er kennd iðnfræði, byggingafræði og tæknifræði auk styttra diplómanáms í upplýsingatækni í mannvirkjagerð og í rekstrarfræði. Stofnun deildarinnar varð til þess að iðn- og tækninám varð sýnilegra og hefur umsóknum um nám við deildina fjölgað um 130% frá stofnun hennar. Ávinningur í hverju skrefi Eins og áður segir hefur viðhorf til iðnnáms oft verið þannig að búið sé að marka ákveðna braut, þ.e. að þau sem velji sér að fara í iðnnám séu búin að loka þessum margumtöluðu dyrum að baki sér. Svo er þó alls ekki. Við í iðn- og tæknifræðideild viljum leggja áherslu á að með því að velja iðnnám sé hægt að halda áfram ákveðna heildstæða námsleið þar sem ávinningur fæst í hverju skrefi. Nemendur sem fara þessa leið eru alltaf tilbúnir til að taka þátt í atvinnulífinu að loknu hverju skrefi. Með þessu er þó alls ekki verið að segja að allir þurfi að mennta sig meira heldur að leiðin að frekara námi sé alltaf opin ef áhugi er fyrir því að sækja sér meiri menntun. Ein leið sem hefur verið farin við iðn- og tæknifræðideild HR til að opna aðgengi starfsmenntaðra að háskólanámi er að bjóða upp á stöðupróf í stærðfræði og eðlisfræði. Stöðuprófin eru fyrir þau sem hyggja á nám í tæknifræði en uppfylla ekki inntökuskilyrði í stærðfræði og/eða eðlisfræði. Þannig verður nám í iðn- og tæknifræðideild opið fyrir fleirum og nemendur betur undirbúnir þegar þeir hefja nám í tæknifræði. Prófin voru haldin í fyrsta sinn sumarið 2020 og hófu fimm nemendur nám í tæknifræði síðastliðið haust sem nýttu sér þessa leið en þau hefðu annars ekki haft tækifæri til að komast inn í námið. Nám, þekking og reynsla metin Tíminn er dýrmæt auðlind og því skiptir miklu máli að tryggt sé að háskólanemar með iðnmenntun þurfi ekki að sækja námskeið á háskólastigi sem eru sambærileg við námskeið sem þeir hafa þegar lokið í iðnnámi – minni tíma er þannig sóað. Áhersla hefur verið lögð á þetta í fagháskólaverkefninu og hefur mikil vinna verið lögð í að rýna, endurskoða og samhæfa námsbrautir sem þegar eru til staðar. Verkefnið hefur verið unnið náið með Tækniskólanum, Rafmennt og IÐUNNI og er markmiðið að mynda samfellu í námi. Einnig hefur verið unnið að því að meta starfsreynslu og þekkingu í ríkari mæli en áður hefur verið gert. Þetta verður vonandi til þess að flæði iðnmenntaðra inn í háskólann verði meira og að fleiri einstaklingar með iðnmenntun sjái sér hag í að útskrifast úr háskóla en atvinnulífið kallar mjög eftir fólki með slíka menntun. Það er mikilvægt að fram komi að ekki er verið að slá af kröfum með þeim breytingum sem gerðar hafa verið, hvort sem verið er að tala um gæði námsins eða kröfur sem gerðar eru til nemenda. Einnig er mikilvægt að umræða um iðn- og tækninám verði jákvæðari hér á landi og að vitneskja um að verið sé að auka aðgengi starfsmenntaðra að háskólanámi og meta starfsmenntun, þekkingu og reynslu í ríkari mæli við námsframvindu verði almennari. Það leiðir vonandi til þess fleiri ákveði að fara í iðn- og tækninám og að þau viti að dyrnar að frekara námi eftir það, ef áhugi er fyrir hendi, eru opnar upp á gátt. Höfundur er verkefnastjóri við iðn- og tæknifræðideild HR og stýrir fagháskólaverkefninu.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun