Eldgosið hagar sér nú eins og goshver Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. maí 2021 12:05 Eldgos í Geldingadölum við Fagradalsfjall Vísir/Vilhelm Nýtt hættumat verður gefið út fyrir svæðið í Geldingadal í dag en kvika frá gíg hefur rignt yfir svæði þar sem fólk hefur haldið sig. Eini virki gígurinn í Geldingadölum hagar sér eins og goshver að sögn náttúruvársérfæðings. Tveir gikkskjálftar voru við Kleifarvatn í nótt. Svæðið við eldgosið í Geldingadölum var rýmt í gær og fólki ráðlagt að halda sig í fimm hundruð metra fjarlægð eftir að kvika rigndi yfir staði þar sem áður var leyfilegt að vera á. Bjarki Kaldalóns Friis er náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni. „Svæðið var rýmt um fjögur í gær eftir að því gosefni komu frá gígnum á svæðið þar sem fólk sat. Svo verður eflaust gefið út nýtt hættukort í dag,“ segir Bjarki. Tveir jarðskjálftar voru á svæðinu í nótt um þrjá kílómetra vestur af Kleifarvatni 3,2 og 2,8 að stærð og fundust þeir á Höfuðborgarsvæðinu. Um 150 eftirskjálftar hafa mælst síðan þá. Talið er að um gikkskjálfta hafi verið að ræða. „Þessir gikkskjálftar eru auðvitað spennulosun bæði austur og vestur af sjálfu gossvæðinu og ekki merki um að kvika sé að koma upp á því svæði,“ segir hann. Breytingar eru að verða á eldgosinu. „Það urðu kaflaskipti fyrir einum og hálfum sólahring þegar og nú er ný þróun í gosinu. Við fylgjumst með og svo kom sinubruni í Geldingadölum í gær eftir að kvikan rigndi yfir þurrlendi,“ segir Bjarki. Frá því eldgosið hófst hafa 7-8 gígar gosið á svæðinu en nú er aðeins einn gígur virkur. „Það er sami gígurinn sem gýs ennþá en stoppar í nokkrar mínútur inná milli. Svo byrjar að malla í pottinum og gýs 100-200 metra upp í loft í svona hálfa mínútu og svo dettur virknin niður aftur. Það er bara eins og að horfa niður í hver sem byrjar að sjóða og svo fer kvikan upp,“ segir hann. Kvöldhiminninn hefur skartað sínu fegursta síðustu daga og hafa litabrigðin verðið gríðarmörg. Bjarki segir að af hluta til megi skýra litina með mengun frá eldgosinu. „Það eru sumar gastegundir sem gefa frá sér gráan og bláan lit sem getur haft áhrif á himinninn en svo eru nokkrar gastegundir alveg litalausar,“ segir hann. Bannað er að leggja ökutækjum á og við Suðurstrandarveg. Leggja skal bílum á skipulögðum stæðum á grasflötum við veginn en aðkoma að bílastæðum er bæði úr austri og vestri. Áætla má að gangan taki 3-4 klst. fram og til baka fyrir meðalvant göngufólk. Gönguleiðin er stikuð og greinileg. Hafið síma fullhlaðna. Verið með höfuðljós/vasaljós og auka rafhlöður í kvöldgöngu. Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Sjá meira
Svæðið við eldgosið í Geldingadölum var rýmt í gær og fólki ráðlagt að halda sig í fimm hundruð metra fjarlægð eftir að kvika rigndi yfir staði þar sem áður var leyfilegt að vera á. Bjarki Kaldalóns Friis er náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni. „Svæðið var rýmt um fjögur í gær eftir að því gosefni komu frá gígnum á svæðið þar sem fólk sat. Svo verður eflaust gefið út nýtt hættukort í dag,“ segir Bjarki. Tveir jarðskjálftar voru á svæðinu í nótt um þrjá kílómetra vestur af Kleifarvatni 3,2 og 2,8 að stærð og fundust þeir á Höfuðborgarsvæðinu. Um 150 eftirskjálftar hafa mælst síðan þá. Talið er að um gikkskjálfta hafi verið að ræða. „Þessir gikkskjálftar eru auðvitað spennulosun bæði austur og vestur af sjálfu gossvæðinu og ekki merki um að kvika sé að koma upp á því svæði,“ segir hann. Breytingar eru að verða á eldgosinu. „Það urðu kaflaskipti fyrir einum og hálfum sólahring þegar og nú er ný þróun í gosinu. Við fylgjumst með og svo kom sinubruni í Geldingadölum í gær eftir að kvikan rigndi yfir þurrlendi,“ segir Bjarki. Frá því eldgosið hófst hafa 7-8 gígar gosið á svæðinu en nú er aðeins einn gígur virkur. „Það er sami gígurinn sem gýs ennþá en stoppar í nokkrar mínútur inná milli. Svo byrjar að malla í pottinum og gýs 100-200 metra upp í loft í svona hálfa mínútu og svo dettur virknin niður aftur. Það er bara eins og að horfa niður í hver sem byrjar að sjóða og svo fer kvikan upp,“ segir hann. Kvöldhiminninn hefur skartað sínu fegursta síðustu daga og hafa litabrigðin verðið gríðarmörg. Bjarki segir að af hluta til megi skýra litina með mengun frá eldgosinu. „Það eru sumar gastegundir sem gefa frá sér gráan og bláan lit sem getur haft áhrif á himinninn en svo eru nokkrar gastegundir alveg litalausar,“ segir hann. Bannað er að leggja ökutækjum á og við Suðurstrandarveg. Leggja skal bílum á skipulögðum stæðum á grasflötum við veginn en aðkoma að bílastæðum er bæði úr austri og vestri. Áætla má að gangan taki 3-4 klst. fram og til baka fyrir meðalvant göngufólk. Gönguleiðin er stikuð og greinileg. Hafið síma fullhlaðna. Verið með höfuðljós/vasaljós og auka rafhlöður í kvöldgöngu.
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent