
Flestir kannast við trampólínið sem hefur auglýst tryggingar á húsþakinu frá 2013, með kjörorðunum um að „allt geti gerst.“ Nú er komin önnur auglýsing á húsið og hún er trampólínlaus.
Trampólínið fékk að hanga í átta ár, enda verðlaunaauglýsing á sínum tíma.
„Þetta þótti mjög vel lukkað, en það eru nokkur ár liðin núna og kominn tími á ný skilaboð,“ segir Erla Tryggvadóttir samskiptastjóri VÍS.
VÍS á ekki húsið heldur leigir það í þessu skyni af eiganda þess og hefur gert um margra ára skeið. Dvöl trampólínsins á húsinu er vel skrásett í myndbandinu að neðan.