Þetta er að gerast þrátt fyrir að stjórnvöld þar í landi hafi árið 2015 afnumið regluna um eitt barn á fjölskyldu, sem verið hafði í gildi í áratugi til að stemma stigu við mannfjöldaþróuninni sem á tímabili var talin allt of ör.
Nú horfir hinsvegar öðruvísi við og fjölgaði Kínverjum aðeins um 5,3 prósent á síðasta áratugi.
Það þýðir fjölgun upp á 0,53 prósent árlega, sem er örlítið hægari fjölgun en var frá aldamótum og fram til ársins 2010.
Öldruðum fjölgar hratt í landinu og nú eru tæp fjórtán prósent þjóðarinnar yfir 65 ára aldri en eldri borgarar voru aðeins tæp níu prósent árið 2010.