Stjórnmál almennrar skynsemi Friðjón Friðjónsson skrifar 12. maí 2021 07:31 Það hefur margt breyst á þeim 90 til 100 árum síðan landslag stjórnmálanna mótaðist á Íslandi og fjórflokkurinn svokallaði varð til. Við vorum þá landbúnaðarsamfélag þar sem helmingur þjóðarinnar bjó í sveit og aðeins þriðjungur á suðvesturhorni landsins. Nú býr 80% þjóðarinnar í klukkustundar akstursfjarlægð frá Kringlunni. Um 95% þjóðarinnar býr í þéttbýli, hátt í 14 þúsund manns hafa fengið íslenskan ríkisborgararétt á síðustu 30 árum og hópur annarrar kynslóðar nýrra Íslendinga er ábyggilega nærri þrefalt stærri. Við erum orðin fjölbreyttari, allskyns og allra kynja. Ríflega helmingur kjósenda hefur fengið kosningarétt eftir að kalda stríðinu lauk og sjá ekki heiminn með þeim svart-hvíta hætti sem þá viðgekkst. Til að lifa þurfa stjórnmálaflokkar að bregðast við tíðarandanum. Til að Sjálfstæðisflokkurinn sé leiðandi þarf hann að miða orðræðu við þjóðfélag okkar tíma, ekki gullöld þeirra sem stignir eru af sviðinu. Í Ármúla eða útlöndum Þegar við horfum til baka sjáum við að mesti styrkur Sjálfstæðisflokksins - til viðbótar við grunnhugmyndafræðina um virði eignarréttarins, einstaklingsfrelsið og sjálfstæði landsins í alþjóðlegu umhverfi - fólst í því að stunda stjórnmál almennrar skynsemi. Hann var aldrei kreddufullur og alltaf tilbúinn til að horfa til framtíðar. Alþjóðlega sinnaður eins og útflutningsþjóð er nauðsyn. Þannig hefur Sjálfstæðisflokkurinn alltaf borið gæfu til að vera hófsamur og skynsamur. Sjálfstæðisfólk veit að hið opinbera ber að sinna ákveðnum þáttum, annað þarf að fjármagna úr sameiginlegum sjóðum og hið þriðja best leyst af einkaaðilum að fullu. Þar fer engin einstrengingsleg kenning um að allt skuli vera með einhverjum hætti eða einhver dogmatísk afstaða segir til. Íslendingar eru þannig, þeir skilja að það er ódýrara og betra að senda fólk í aðgerð í Ármúla frekar en til útlanda. Okkur er slétt sama um kreddurnar, við viljum gera það sem er best fyrir fólk og sameiginlega sjóði okkar. Túkallar Síðustu tvö hundruð ár hefur sköpunarkraftur samkeppninnar fært heiminum aukna hagsæld, unnið gegn barnadauða, hækkað meðalaldur, aukið menntun, frelsað fólk úr ánauð og gert okkar daga þá bestu í sögu mannkyns. Þótt við höfum það gott hér á landi nú þá megum við ekki halda að allt verði eins um alla framtíð. Þeir sem elstir eru, sáu lífskjör á Íslandi umbreytast til hins betra af því að við horfðum yfir hafið og leituðum alþjóðlegra tækifæra. Ef við horfum bara til fjalla og fylgjum þeim sem halda kreddum á lofti er hætta á að hagsæld minnki og lífskjör versni. Heimurinn er flókinn og lausnirnar oftast ekki einfaldar. Þeir sem eiga bara aðild að ESB sem eina lausn og þeir sem vilja algerlega snúa baki við Evrópu eru tvær hliðar á sama kreddutúkallinum sem kaupir ekkert frekar en aðrir túkallar. Þeir sem boða eina lausn við öllum vanda eru oftast bara að selja skítugan sekk með ræfilslegum ketti. Byltingarsinnar og liðsmenn þeirra Við þurfum líka að vara okkur á þeim sem halda því fram að við getum bætt velferðarþjóðfélagið sem við búum við með því að umbylta því og gerbreyta. Hópefli um nýja stjórnarskrá skilaði til dæmis plaggi sem er hættulegt og úrelt í senn. Við þurfum þó að laga ýmislegt í stjórnarskránni, til dæmis forsetakaflann, jafna atkvæðisrétt og laga úrelt kjördæmakerfi. En þeir alheimssannleiksboðarar sem hæst hrópa í því máli eru jafn mikið á villigötum og þeir sem hafna alfarið að nokkru megi breyta. Enda mega þeir sem öllu vilja bylta í stjórnarskránni ekki heyra minnst á hófsamar breytingar og verða því talsmenn algerrar stöðnunar. Þeir sem hafna öllum breytingum verða því bestu liðsmenn þeirra sem öllu vilja bylta. Rannsóknarskýrsla tapaðra tækifæra Framtíðin er óráðin og full af tækifærum. Til að tryggja hagsæld allra þurfum við að vera vakandi fyrir því sem er að gerast allt í kringum okkur og tilbúin að stökkva á tækifæri sem gefast. Ef við gerum það ekki, ef við festumst í viðjum vanans, ef við leyfum þeim að ráða sem engar ákvarðanir vilja taka því þá verður þeim ekki kennt um, þá munum við glata velmegun, glata kaupmætti og glata hagsæld. Síðastliðin áratug höfum við leyft okkur að njóta uppgangs efnahagslífsins en ekki fjölgað eggjunum í körfunni. Við vitum ekkert hve mörg tækifæri hafa glatast vegna seinagangs og ákvörðunarfælni kontórista og því miður verður rannsóknarskýrsla tapaðra tækifæra varla skrifuð. Eftir kosningar megum við sjálfstæðisfólk ekki hverfa inn í þægindi vanans. Við þurfum að sækja fram, auka velmegun og skapa skilyrði fyrir tækifæri. Við eigum að gera kröfu á samstarfsflokka um að vera opin fyrir breytingum. Samstarf við stjórnlynda flokka er erfitt og getur gert okkur værukær. Þótt forsætisráðherra sé mæt og vel gerð manneskja þá er grunnforsenda flokks hennar algerlega andstæð öllu því sem Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir. Samstarf á því ekki að vera sjálfgefið. Til lengri tíma er feigð í faðmlagi við flokka sem deila ekki virðingu fyrir eignarrétti og atvinnufrelsi. Ísland okkar tíma er fjölbreyttara en nokkru sinni, með meiri velmegun en nokkru sinni og frjálsara en nokkru sinni. Þótt það sé oft erfitt að tileinka sér nýja hætti þá er það lífsnauðsynlegt fyrir litla þjóð. Þegar við stígum út úr tímabundnu oki faraldursins þá þarf sjálfstæðisfólk að sýna að farsæld framtíðar felist í fjölbreytni, frelsi og framsýni. Höfundur er framkvæmdastjóri KOM ráðgjafar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Friðjón Friðjónsson Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Sjá meira
Það hefur margt breyst á þeim 90 til 100 árum síðan landslag stjórnmálanna mótaðist á Íslandi og fjórflokkurinn svokallaði varð til. Við vorum þá landbúnaðarsamfélag þar sem helmingur þjóðarinnar bjó í sveit og aðeins þriðjungur á suðvesturhorni landsins. Nú býr 80% þjóðarinnar í klukkustundar akstursfjarlægð frá Kringlunni. Um 95% þjóðarinnar býr í þéttbýli, hátt í 14 þúsund manns hafa fengið íslenskan ríkisborgararétt á síðustu 30 árum og hópur annarrar kynslóðar nýrra Íslendinga er ábyggilega nærri þrefalt stærri. Við erum orðin fjölbreyttari, allskyns og allra kynja. Ríflega helmingur kjósenda hefur fengið kosningarétt eftir að kalda stríðinu lauk og sjá ekki heiminn með þeim svart-hvíta hætti sem þá viðgekkst. Til að lifa þurfa stjórnmálaflokkar að bregðast við tíðarandanum. Til að Sjálfstæðisflokkurinn sé leiðandi þarf hann að miða orðræðu við þjóðfélag okkar tíma, ekki gullöld þeirra sem stignir eru af sviðinu. Í Ármúla eða útlöndum Þegar við horfum til baka sjáum við að mesti styrkur Sjálfstæðisflokksins - til viðbótar við grunnhugmyndafræðina um virði eignarréttarins, einstaklingsfrelsið og sjálfstæði landsins í alþjóðlegu umhverfi - fólst í því að stunda stjórnmál almennrar skynsemi. Hann var aldrei kreddufullur og alltaf tilbúinn til að horfa til framtíðar. Alþjóðlega sinnaður eins og útflutningsþjóð er nauðsyn. Þannig hefur Sjálfstæðisflokkurinn alltaf borið gæfu til að vera hófsamur og skynsamur. Sjálfstæðisfólk veit að hið opinbera ber að sinna ákveðnum þáttum, annað þarf að fjármagna úr sameiginlegum sjóðum og hið þriðja best leyst af einkaaðilum að fullu. Þar fer engin einstrengingsleg kenning um að allt skuli vera með einhverjum hætti eða einhver dogmatísk afstaða segir til. Íslendingar eru þannig, þeir skilja að það er ódýrara og betra að senda fólk í aðgerð í Ármúla frekar en til útlanda. Okkur er slétt sama um kreddurnar, við viljum gera það sem er best fyrir fólk og sameiginlega sjóði okkar. Túkallar Síðustu tvö hundruð ár hefur sköpunarkraftur samkeppninnar fært heiminum aukna hagsæld, unnið gegn barnadauða, hækkað meðalaldur, aukið menntun, frelsað fólk úr ánauð og gert okkar daga þá bestu í sögu mannkyns. Þótt við höfum það gott hér á landi nú þá megum við ekki halda að allt verði eins um alla framtíð. Þeir sem elstir eru, sáu lífskjör á Íslandi umbreytast til hins betra af því að við horfðum yfir hafið og leituðum alþjóðlegra tækifæra. Ef við horfum bara til fjalla og fylgjum þeim sem halda kreddum á lofti er hætta á að hagsæld minnki og lífskjör versni. Heimurinn er flókinn og lausnirnar oftast ekki einfaldar. Þeir sem eiga bara aðild að ESB sem eina lausn og þeir sem vilja algerlega snúa baki við Evrópu eru tvær hliðar á sama kreddutúkallinum sem kaupir ekkert frekar en aðrir túkallar. Þeir sem boða eina lausn við öllum vanda eru oftast bara að selja skítugan sekk með ræfilslegum ketti. Byltingarsinnar og liðsmenn þeirra Við þurfum líka að vara okkur á þeim sem halda því fram að við getum bætt velferðarþjóðfélagið sem við búum við með því að umbylta því og gerbreyta. Hópefli um nýja stjórnarskrá skilaði til dæmis plaggi sem er hættulegt og úrelt í senn. Við þurfum þó að laga ýmislegt í stjórnarskránni, til dæmis forsetakaflann, jafna atkvæðisrétt og laga úrelt kjördæmakerfi. En þeir alheimssannleiksboðarar sem hæst hrópa í því máli eru jafn mikið á villigötum og þeir sem hafna alfarið að nokkru megi breyta. Enda mega þeir sem öllu vilja bylta í stjórnarskránni ekki heyra minnst á hófsamar breytingar og verða því talsmenn algerrar stöðnunar. Þeir sem hafna öllum breytingum verða því bestu liðsmenn þeirra sem öllu vilja bylta. Rannsóknarskýrsla tapaðra tækifæra Framtíðin er óráðin og full af tækifærum. Til að tryggja hagsæld allra þurfum við að vera vakandi fyrir því sem er að gerast allt í kringum okkur og tilbúin að stökkva á tækifæri sem gefast. Ef við gerum það ekki, ef við festumst í viðjum vanans, ef við leyfum þeim að ráða sem engar ákvarðanir vilja taka því þá verður þeim ekki kennt um, þá munum við glata velmegun, glata kaupmætti og glata hagsæld. Síðastliðin áratug höfum við leyft okkur að njóta uppgangs efnahagslífsins en ekki fjölgað eggjunum í körfunni. Við vitum ekkert hve mörg tækifæri hafa glatast vegna seinagangs og ákvörðunarfælni kontórista og því miður verður rannsóknarskýrsla tapaðra tækifæra varla skrifuð. Eftir kosningar megum við sjálfstæðisfólk ekki hverfa inn í þægindi vanans. Við þurfum að sækja fram, auka velmegun og skapa skilyrði fyrir tækifæri. Við eigum að gera kröfu á samstarfsflokka um að vera opin fyrir breytingum. Samstarf við stjórnlynda flokka er erfitt og getur gert okkur værukær. Þótt forsætisráðherra sé mæt og vel gerð manneskja þá er grunnforsenda flokks hennar algerlega andstæð öllu því sem Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir. Samstarf á því ekki að vera sjálfgefið. Til lengri tíma er feigð í faðmlagi við flokka sem deila ekki virðingu fyrir eignarrétti og atvinnufrelsi. Ísland okkar tíma er fjölbreyttara en nokkru sinni, með meiri velmegun en nokkru sinni og frjálsara en nokkru sinni. Þótt það sé oft erfitt að tileinka sér nýja hætti þá er það lífsnauðsynlegt fyrir litla þjóð. Þegar við stígum út úr tímabundnu oki faraldursins þá þarf sjálfstæðisfólk að sýna að farsæld framtíðar felist í fjölbreytni, frelsi og framsýni. Höfundur er framkvæmdastjóri KOM ráðgjafar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun