Ferðaþjónustan leggur línurnar fyrir kosningarnar Birgir Olgeirsson skrifar 13. maí 2021 11:15 -- Kv. Arnar Foto: arnar halldorsson,Arnar Halldórsson/Arnar Halldórsson Samtök ferðaþjónustunnar hafa sett fram aðgerðir til að hraða viðspyrnu ferðaþjónustunnar. Er það innlegg samtakanna fyrir komandi kosningabaráttu en framkvæmdastjórinn segir að fylgst verði með því hvernig flokkarnir taki tillögurnar. Tillögurnar eru á fimmta tug og í ellefu flokkum sem varða rekstrarumhverfi fyrirtækjanna, markaðsetningu erlendis, úrvinnslu skuldavanda og eftirlit með erlendri og ólöglegri starfsemi hér á landi svo dæmi séu tekin. Tillögurnar má sjá hér. „Við erum að benda þarna á leiðir til dæmis varðandi bætt rekstrarumhverfi fyrirtækja sem getur hjálpað til við að ráða fleira fólk. Við erum að horfa á skuldavanda þessara fyrirtækja sem mun að óbreyttu hamla þessari hröðu viðspyrnu,“ segir Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Kallað er eftir að virðisaukaskattur í ferðaþjónustu verði lækkaður í sjö prósent til 2025 og tryggingjaldið lækkað myndarlega frá ársbyrjun 2022. Inngrip Seðlabankans í gengisþróun taki skýrt mið af hagsmunum útflutningsgreina, opinberum gjöldum verði frestað og stjórnvöld hafi eftirlit með erlendri og ólöglegri starfsemi til að koma í veg fyrir flutning fyrirtækja og þjónustu úr landi. Jóhannes segir stjórnvöld geta liðkað til við skuldavanda fyrirtækjanna líkt og gert var eftir efnahagshrunið 2008 og nefnir þar Beinu brautina sem reyndist vel. „Það er hægt að byggja á því sem áður hefur verið gert og náð þannig góðum árangri,“ segir Jóhannes Þór. Hann segir það ekki hlutverk samtakanna að benda félagsmönnum sínum á hvernig þeir muni haga atkvæðum sínum. „Það er ekki okkar hlutverk að benda okkar félagsmönnu má neitt varðandi það hvernig þeir haga sínum atkvæðum. Við erum að leggja þetta fram sem augljóst innlegg í næstu kosningar því þær hljóta að snúast um efnahagslega endurreisn samfélagsins. Minnkun atvinnuleysis og svo framvegis. Þetta er okkar innlegg í það og eru aðgerðir sem við teljum að skipti þar miklu máli. Við munum að sjálfsögðu fylgjast með hvað flokkarnir ætli að gera í þeim málum. Við vonumst til að flokkarnir taki þessar aðgerðir upp á arma sína, einhverjar að minnsta kosti. Við getum þá séð hvaða skoðanir þeir hafa á þessu og hvernig þeir vilja vinna með þetta áfram inn í næsta kjörtímabil.“ Ferðamennska á Íslandi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Sjá meira
Tillögurnar eru á fimmta tug og í ellefu flokkum sem varða rekstrarumhverfi fyrirtækjanna, markaðsetningu erlendis, úrvinnslu skuldavanda og eftirlit með erlendri og ólöglegri starfsemi hér á landi svo dæmi séu tekin. Tillögurnar má sjá hér. „Við erum að benda þarna á leiðir til dæmis varðandi bætt rekstrarumhverfi fyrirtækja sem getur hjálpað til við að ráða fleira fólk. Við erum að horfa á skuldavanda þessara fyrirtækja sem mun að óbreyttu hamla þessari hröðu viðspyrnu,“ segir Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Kallað er eftir að virðisaukaskattur í ferðaþjónustu verði lækkaður í sjö prósent til 2025 og tryggingjaldið lækkað myndarlega frá ársbyrjun 2022. Inngrip Seðlabankans í gengisþróun taki skýrt mið af hagsmunum útflutningsgreina, opinberum gjöldum verði frestað og stjórnvöld hafi eftirlit með erlendri og ólöglegri starfsemi til að koma í veg fyrir flutning fyrirtækja og þjónustu úr landi. Jóhannes segir stjórnvöld geta liðkað til við skuldavanda fyrirtækjanna líkt og gert var eftir efnahagshrunið 2008 og nefnir þar Beinu brautina sem reyndist vel. „Það er hægt að byggja á því sem áður hefur verið gert og náð þannig góðum árangri,“ segir Jóhannes Þór. Hann segir það ekki hlutverk samtakanna að benda félagsmönnum sínum á hvernig þeir muni haga atkvæðum sínum. „Það er ekki okkar hlutverk að benda okkar félagsmönnu má neitt varðandi það hvernig þeir haga sínum atkvæðum. Við erum að leggja þetta fram sem augljóst innlegg í næstu kosningar því þær hljóta að snúast um efnahagslega endurreisn samfélagsins. Minnkun atvinnuleysis og svo framvegis. Þetta er okkar innlegg í það og eru aðgerðir sem við teljum að skipti þar miklu máli. Við munum að sjálfsögðu fylgjast með hvað flokkarnir ætli að gera í þeim málum. Við vonumst til að flokkarnir taki þessar aðgerðir upp á arma sína, einhverjar að minnsta kosti. Við getum þá séð hvaða skoðanir þeir hafa á þessu og hvernig þeir vilja vinna með þetta áfram inn í næsta kjörtímabil.“
Ferðamennska á Íslandi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Sjá meira