Sönnun í kynferðisbrotamálum II Einar Gautur Steingrímsson skrifar 17. maí 2021 09:00 Einhverjum hitnaði í hamsi yfir því að ég tel ásakanir um nauðgun ekki, einar og sér, næga sönnun, fyrir dómi, um að hún hafi átt sér stað. Að óbreyttri stjórnarskrá verða dómstólar að líta svo á. Stjórnarskráin er skýr; það verður að vera hafið yfir allan skynsamlegan vafa að sá sem dæmdur er fyrir glæp hafi framið glæpinn. Ákvæði stjórnarskrár hljómar svo: „Hver sá sem er borinn sökum um refsiverða háttsemi skal talinn saklaus þar til sekt hans hefur verið sönnuð“. Núgildandi ákvæði stjórnarskrár eru í samræmi við Mannréttindasáttmála Evrópu. Breytt stjórnarskrárákvæði, vilji menn berjast fyrir þeim, gæti hljómað svona: „Hver sá sem borinn er sökum um nauðgun telst sekur nema annað verði leitt í ljós“. Eða svona: „Dómari skal trúa frásögn konu sem sakar mann um nauðgun, nema hún verði afsönnuð.“. Tilslakanir á sönnunarbyrði ákæruvalds, af þessu tagi, fá ekki staðist núgildandi ákvæði stjórnarskrár. Í pistlum mínum miða ég við óbreytta stjórnarskrá en dómstólar mega aðeins dæma eftir lögum og telst það brot dómara í starfi ef hann lætur undan þrýstingi um eitthvað annað. Að dæma ekki eftir framburði konunnar, einum og sér, felur ekki í sér höfnun, bara að ekki tókst að sanna sök. Með þetta í huga vík ég nú að mati á munnlegum framburðum. Þegar konu er nauðgað er áfallið gríðarlegt. Slíku fylgir oft áfallastreituröskun sem aldrei hverfur. Stundum er um sálarmorð að ræða. Af þessu leiðir að framburður konu í þessu áfalli gæti á stundum virst reikull og ótrúverðugur án þess að nokkuð ótrúverðugt sé við hann í raun. Þvert á móti gæti slíkur framburður einmitt borið áfallinu vitni. Það er því mikilvægt að dómstólar hafi þetta í huga við mat á framburði konunnar. Sé kærandi staðinn að vísvitandi ósannsögli veikir það þó vissulega framburð hennar. Mér hefur þótt dómstólar vera farnir að átta sig á að vantreysta ekki frásögn konu þótt áfallið liti framsetningu hennar. Eru það framför. Aftur á móti hafa sumir héraðsdómarar ekki áttað sig á því að sá sem er sakaður um nauðgun, sekur eða saklaus, er einnig í áfalli. Tel ég mig hafa séð dóma þar sem framburði mannsins er af dómara snúið á versta veg og nánast um útúrsnúning að ræða. Dómarar verða að gæta sín þarna. Annað sem er mikilvægt að hafa í huga við mat á munnlegum framburðum er þetta; sá sem hefur besta talandann er ekki endilega sá sem segir satt. Þeir sem segja satt eru oft málhaltari en þeir sem blygðunarlaust segja ósatt. Framburðir fyrir dómi eru ekki keppni hjá málfundafélagi þar sem sá vinnur sem talar flottast. Í málum útaf nauðgunum mæta oft sálfræðingar o.fl. sem endursegja frásögn kæranda. Slíkir framburðir eru almennt ekki nein viðbót við frásögn konunnar sjálfrar og standa því áfram orð gegn orði. Það skal strax tekið fram að það er bábilja að sálfræðingar hafi nokkuð meiri hæfni en aðrir til að meta hvort framburður sé trúverðugur eða ekki. Það er engin stétt sem hefur nám að baki sem kennir þeim að vita hverjir segi satt og hverjir ósatt því það er ekki hægt að kenna slíkt. Sálfræðingar geta ekki, frekar en aðrir, fundið út hver segir satt þegar slíkt liggur ekki fyrir með öðrum hætti. Ekkert frekar en prestarnir á öldum áður sem áttu að segja til um hverjir væru göldróttir. Misnotkun dómstóla á slíkum „sönnunargögnum“ væri ávísun á réttarmorð. Í næsta pistli kem ég að því hvernig sök er sönnuð þótt standi orð gegn orði en iðulega er það mögulegt, þrátt fyrir það, að leiða hið sanna í ljós. Sem betur fer. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi MeToo Einar Gautur Steingrímsson Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Einhverjum hitnaði í hamsi yfir því að ég tel ásakanir um nauðgun ekki, einar og sér, næga sönnun, fyrir dómi, um að hún hafi átt sér stað. Að óbreyttri stjórnarskrá verða dómstólar að líta svo á. Stjórnarskráin er skýr; það verður að vera hafið yfir allan skynsamlegan vafa að sá sem dæmdur er fyrir glæp hafi framið glæpinn. Ákvæði stjórnarskrár hljómar svo: „Hver sá sem er borinn sökum um refsiverða háttsemi skal talinn saklaus þar til sekt hans hefur verið sönnuð“. Núgildandi ákvæði stjórnarskrár eru í samræmi við Mannréttindasáttmála Evrópu. Breytt stjórnarskrárákvæði, vilji menn berjast fyrir þeim, gæti hljómað svona: „Hver sá sem borinn er sökum um nauðgun telst sekur nema annað verði leitt í ljós“. Eða svona: „Dómari skal trúa frásögn konu sem sakar mann um nauðgun, nema hún verði afsönnuð.“. Tilslakanir á sönnunarbyrði ákæruvalds, af þessu tagi, fá ekki staðist núgildandi ákvæði stjórnarskrár. Í pistlum mínum miða ég við óbreytta stjórnarskrá en dómstólar mega aðeins dæma eftir lögum og telst það brot dómara í starfi ef hann lætur undan þrýstingi um eitthvað annað. Að dæma ekki eftir framburði konunnar, einum og sér, felur ekki í sér höfnun, bara að ekki tókst að sanna sök. Með þetta í huga vík ég nú að mati á munnlegum framburðum. Þegar konu er nauðgað er áfallið gríðarlegt. Slíku fylgir oft áfallastreituröskun sem aldrei hverfur. Stundum er um sálarmorð að ræða. Af þessu leiðir að framburður konu í þessu áfalli gæti á stundum virst reikull og ótrúverðugur án þess að nokkuð ótrúverðugt sé við hann í raun. Þvert á móti gæti slíkur framburður einmitt borið áfallinu vitni. Það er því mikilvægt að dómstólar hafi þetta í huga við mat á framburði konunnar. Sé kærandi staðinn að vísvitandi ósannsögli veikir það þó vissulega framburð hennar. Mér hefur þótt dómstólar vera farnir að átta sig á að vantreysta ekki frásögn konu þótt áfallið liti framsetningu hennar. Eru það framför. Aftur á móti hafa sumir héraðsdómarar ekki áttað sig á því að sá sem er sakaður um nauðgun, sekur eða saklaus, er einnig í áfalli. Tel ég mig hafa séð dóma þar sem framburði mannsins er af dómara snúið á versta veg og nánast um útúrsnúning að ræða. Dómarar verða að gæta sín þarna. Annað sem er mikilvægt að hafa í huga við mat á munnlegum framburðum er þetta; sá sem hefur besta talandann er ekki endilega sá sem segir satt. Þeir sem segja satt eru oft málhaltari en þeir sem blygðunarlaust segja ósatt. Framburðir fyrir dómi eru ekki keppni hjá málfundafélagi þar sem sá vinnur sem talar flottast. Í málum útaf nauðgunum mæta oft sálfræðingar o.fl. sem endursegja frásögn kæranda. Slíkir framburðir eru almennt ekki nein viðbót við frásögn konunnar sjálfrar og standa því áfram orð gegn orði. Það skal strax tekið fram að það er bábilja að sálfræðingar hafi nokkuð meiri hæfni en aðrir til að meta hvort framburður sé trúverðugur eða ekki. Það er engin stétt sem hefur nám að baki sem kennir þeim að vita hverjir segi satt og hverjir ósatt því það er ekki hægt að kenna slíkt. Sálfræðingar geta ekki, frekar en aðrir, fundið út hver segir satt þegar slíkt liggur ekki fyrir með öðrum hætti. Ekkert frekar en prestarnir á öldum áður sem áttu að segja til um hverjir væru göldróttir. Misnotkun dómstóla á slíkum „sönnunargögnum“ væri ávísun á réttarmorð. Í næsta pistli kem ég að því hvernig sök er sönnuð þótt standi orð gegn orði en iðulega er það mögulegt, þrátt fyrir það, að leiða hið sanna í ljós. Sem betur fer. Höfundur er hæstaréttarlögmaður.
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun