Ræðir Palestínu og Ísrael við Blinken og Lavrov Sunna Sæmundsdóttir skrifar 17. maí 2021 13:32 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ætlar að ræða við Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs í vikunni. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, mun hvetja utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Rússlands til þess að beita sér fyrir friðsamlegri lausn á átökum Ísraels og Palestínu á fundi þeirra í vikunni. Afstaða og aðgerðir íslenskra stjórnvalda voru til umræðu í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Halldóra Mogensen þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra hvernig íslensk stjórnvöld ætli að bregðast við ástandinu fyrir botni Miðjarðarhafs. „Það kemur engum lengur á óvart að núverandi stjórnvöld í Ísrael nýti hvert tækifæri til ofsafenginna og ofbeldisfullra viðbragða gagnvart Palestínumönnum. Allt er það hluti af áætlun ísraelskra stjórnvalda um að sölsa undir sig landsvæði Palestínumanna,“ sagði Halldóra. „Aðeins samhæfður og hávær þrýstingur frá alþjóðasamfélaginu getur mögulega hnikað áformum ríkisstjórnar sem virða mannslíf að vettugi.“ Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata.Vísir/Einar „Það liggur algjörlega klárt fyrir af hálfu íslenskra stjórnvalda að þessar aðgerðir eru ólögmætar, þær brjóta í bága við alþjóðalög,“ sagði Katrín og bætti við að ástandið væri skelfilegt. Hún sagði rétt að leysa mál sem þessi á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. „Þess vegna höfum við verið að beita okkur fyrir því að þeir aðilar sem við erum í mestum samskiptum við þar innan borðs, sem eru auðvitað norsk stjórnvöld, að þau hafi okkar afstöðu á hreinu og það liggur algerlega fyrir hver hún er,“ sagði Katrín og vísaði til þess að Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, ræddi málið við norska utanríkisráðherrann í gær. „Það á að virða alþjóðalög og árásar óbreyttra borgara eru algerlega óásættanlegar. Við höfum líka minnt á það að Ísland hefur viðurkennt sjálfstæði Palestínu og lausn á þessum átökum verður að byggjast á tveggja ríkja lausn. Fyrir liggur að það er afstaða íslenskra stjórnvalda.“ Hún sagðist ætla að nýta tækifærið og taka málið upp á fundi með utanríkisráðherrum Bandaríkjanna og Rússlands í vikunni. „Þetta er eitt af þeim málum þar sem við höfum séð ýmsa reyna að leita lausna en ekki tekist. En ég mun í öllu falli nýta tækifærið nú þegar ég funda með utanríkisráðherra Bandaríkjanna á morgun og utanríkisráðherra Rússlands á fimmtudaginn og taka upp þessi mál og hvetja þessi ríki til að beita sér á alþjóðavettvangi til þess að ná fram friðsamlegri lausn á þessum málum,“ sagði Katrín. Alþingi Palestína Ísrael Utanríkismál Fundur Norðurskautsráðsins í Reykjavík Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Afstaða og aðgerðir íslenskra stjórnvalda voru til umræðu í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Halldóra Mogensen þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra hvernig íslensk stjórnvöld ætli að bregðast við ástandinu fyrir botni Miðjarðarhafs. „Það kemur engum lengur á óvart að núverandi stjórnvöld í Ísrael nýti hvert tækifæri til ofsafenginna og ofbeldisfullra viðbragða gagnvart Palestínumönnum. Allt er það hluti af áætlun ísraelskra stjórnvalda um að sölsa undir sig landsvæði Palestínumanna,“ sagði Halldóra. „Aðeins samhæfður og hávær þrýstingur frá alþjóðasamfélaginu getur mögulega hnikað áformum ríkisstjórnar sem virða mannslíf að vettugi.“ Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata.Vísir/Einar „Það liggur algjörlega klárt fyrir af hálfu íslenskra stjórnvalda að þessar aðgerðir eru ólögmætar, þær brjóta í bága við alþjóðalög,“ sagði Katrín og bætti við að ástandið væri skelfilegt. Hún sagði rétt að leysa mál sem þessi á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. „Þess vegna höfum við verið að beita okkur fyrir því að þeir aðilar sem við erum í mestum samskiptum við þar innan borðs, sem eru auðvitað norsk stjórnvöld, að þau hafi okkar afstöðu á hreinu og það liggur algerlega fyrir hver hún er,“ sagði Katrín og vísaði til þess að Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, ræddi málið við norska utanríkisráðherrann í gær. „Það á að virða alþjóðalög og árásar óbreyttra borgara eru algerlega óásættanlegar. Við höfum líka minnt á það að Ísland hefur viðurkennt sjálfstæði Palestínu og lausn á þessum átökum verður að byggjast á tveggja ríkja lausn. Fyrir liggur að það er afstaða íslenskra stjórnvalda.“ Hún sagðist ætla að nýta tækifærið og taka málið upp á fundi með utanríkisráðherrum Bandaríkjanna og Rússlands í vikunni. „Þetta er eitt af þeim málum þar sem við höfum séð ýmsa reyna að leita lausna en ekki tekist. En ég mun í öllu falli nýta tækifærið nú þegar ég funda með utanríkisráðherra Bandaríkjanna á morgun og utanríkisráðherra Rússlands á fimmtudaginn og taka upp þessi mál og hvetja þessi ríki til að beita sér á alþjóðavettvangi til þess að ná fram friðsamlegri lausn á þessum málum,“ sagði Katrín.
Alþingi Palestína Ísrael Utanríkismál Fundur Norðurskautsráðsins í Reykjavík Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira