Áslaug Arna, hvað er glæpur? Þorgerður M Þorbjarnardóttir skrifar 20. maí 2021 07:00 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagði á Alþingi að umsvif skipulagðrar glæpastarfsemi hér á landi væru áhyggjuefni og að mati ríkislögreglustjóra næmu skattaundanskot um 4% af vergri þjóðarframleiðslu. Til að takast á við þennan vanda einblína stjórnvöld á innflytjendur og herða landamæraeftirlit. Í stað þess að beita sér af krafti gegn peningaþvætti og skattaundanskotum og beina sviðsljósinu þangað er einblínt á glæpagengi. Orðræðan er til þess fallin að vekja óhug hjá almenningi og til að réttlæta hertar aðgerðir á landamærunum. Ég gæti nýtt tækifærið hér og bent á alls kyns aðferðir til að minnka skaðann, s.s. afglæpavæðingu fíkniefna og fleira til að hjálpa þeim sem leiðast inn á braut glæpa og annarar áhættuhegðunar vegna áfalla og félagsstöðu. Hins vegar ætla ég að beina athyglinni að hópi fólks sem verður fyrir barðinu ómannúðlegri meðferð hér á landi, af hálfu hins opinbera. Íslensk stjórnvöld brjóta ítrekað á viðkvæmum hópi fólks, flóttamönnum. Flóttamenn á Íslandi eru að flýja ýmsar og oft mjög slæmar aðstæður. Þeir koma hingað til lands í von um betra líf. Til þess að komast hingað þurfa flestir að fara í gegnum Grikkland. Til þess að forðast það að vera látin sækja um hæli í Grikklandi gegn vilja sínum grípa sumir til þess ráðs að kaupa fölsuð skilríki eða fara huldu höfði til að komast fram hjá landamæraeftirliti. Það er einmitt þetta fólk sem í neyð sinni borga háar upphæðir til skipulagðrar glæpastarfsemi til að komast hingað til lands og fá hér hæli þar sem þau eru ekki með hæli í Grikklandi. Aðrir flóttamenn eru látnir skanna vegabréf sín í Grikklandi og sækja þar með sjálfkrafa um hæli þar í landi. Í stað þess að hjálpa þessum hópi vísum við þeim aftur til Grikklands með vísun í Dyflinnarreglugerðina sem ráðherra er þó ekki skylt að fara eftir. Það er nefnilega ekkert mál fyrir þá sem standa að skipulagðri glæpastarfsemi að tryggja sér leið fram hjá þessum ferlum. Því er það blásaklaust fólk sem verður fyrir barðinu á þessum aðgerðum stjórnvalda. Ég neita að sitja þegjandi og hljóðalaust undir orðræðu ráðherra sem réttlætir þessar aðgerðir. Hræsnin er þrúgandi! Á bak við hvert tilfelli er manneskja sem verið er að senda í ómannúðlegar aðstæður. Í mínum huga er það mjög alvarlegur glæpur og þetta fólk er ekki fólk sem við þurfum að óttast í okkar samfélagi. Höfundur er aktivisti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagði á Alþingi að umsvif skipulagðrar glæpastarfsemi hér á landi væru áhyggjuefni og að mati ríkislögreglustjóra næmu skattaundanskot um 4% af vergri þjóðarframleiðslu. Til að takast á við þennan vanda einblína stjórnvöld á innflytjendur og herða landamæraeftirlit. Í stað þess að beita sér af krafti gegn peningaþvætti og skattaundanskotum og beina sviðsljósinu þangað er einblínt á glæpagengi. Orðræðan er til þess fallin að vekja óhug hjá almenningi og til að réttlæta hertar aðgerðir á landamærunum. Ég gæti nýtt tækifærið hér og bent á alls kyns aðferðir til að minnka skaðann, s.s. afglæpavæðingu fíkniefna og fleira til að hjálpa þeim sem leiðast inn á braut glæpa og annarar áhættuhegðunar vegna áfalla og félagsstöðu. Hins vegar ætla ég að beina athyglinni að hópi fólks sem verður fyrir barðinu ómannúðlegri meðferð hér á landi, af hálfu hins opinbera. Íslensk stjórnvöld brjóta ítrekað á viðkvæmum hópi fólks, flóttamönnum. Flóttamenn á Íslandi eru að flýja ýmsar og oft mjög slæmar aðstæður. Þeir koma hingað til lands í von um betra líf. Til þess að komast hingað þurfa flestir að fara í gegnum Grikkland. Til þess að forðast það að vera látin sækja um hæli í Grikklandi gegn vilja sínum grípa sumir til þess ráðs að kaupa fölsuð skilríki eða fara huldu höfði til að komast fram hjá landamæraeftirliti. Það er einmitt þetta fólk sem í neyð sinni borga háar upphæðir til skipulagðrar glæpastarfsemi til að komast hingað til lands og fá hér hæli þar sem þau eru ekki með hæli í Grikklandi. Aðrir flóttamenn eru látnir skanna vegabréf sín í Grikklandi og sækja þar með sjálfkrafa um hæli þar í landi. Í stað þess að hjálpa þessum hópi vísum við þeim aftur til Grikklands með vísun í Dyflinnarreglugerðina sem ráðherra er þó ekki skylt að fara eftir. Það er nefnilega ekkert mál fyrir þá sem standa að skipulagðri glæpastarfsemi að tryggja sér leið fram hjá þessum ferlum. Því er það blásaklaust fólk sem verður fyrir barðinu á þessum aðgerðum stjórnvalda. Ég neita að sitja þegjandi og hljóðalaust undir orðræðu ráðherra sem réttlætir þessar aðgerðir. Hræsnin er þrúgandi! Á bak við hvert tilfelli er manneskja sem verið er að senda í ómannúðlegar aðstæður. Í mínum huga er það mjög alvarlegur glæpur og þetta fólk er ekki fólk sem við þurfum að óttast í okkar samfélagi. Höfundur er aktivisti.
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar