Ægir: Mjög ánægður með breytinguna frá síðasta leik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. maí 2021 17:37 Ægir Þór Steinarsson og félagar í Stjörnunni eru einum sigri frá sæti í undanúrslitunum. vísir/bára Ægir Þór Steinarsson, leikstjórnandi Stjörnunnar, lék mjög vel þegar Garðbæingar unnu Grindvíkinga, 85-69, í dag. „Við erum ánægðir með að ná að breyta þessum litlu hlutum sem skipta máli í körfubolta, að stíga út og vera aðeins þéttari fyrir,“ sagði Ægir við Vísi eftir leik. Hann skoraði átján stig, tók sex fráköst og gaf ellefu stoðsendingar. „Ég er mjög ánægður með breytinguna frá síðasta leik. Núna fáum við tækifæri til að gera betur í Röstinni og ganga frá þessu þar.“ Stjörnumenn spiluðu sterka vörn í leiknum í dag og Grindvíkingum gekk illa að opna hana. „Við vorum aðeins eftir á í síðasta leik sem gaf þeim þriggja stiga skot og við fráköstuðum ekki nógu vel. Það er alltaf munurinn í þessu; litlu atriðin,“ sagði Ægir. Grindavík kom með áhlaup í upphafi 4. leikhluta en Stjarnan stóðst það án mikilla vandræða. „Á þeim tíma fengum við stór skot frá Hlyni [Bæringssyni] og Alexander [Lindqvist]. Við náðum að svara því. Það er kannski ekki æskilegt að svara með þriggja stiga körfum en það dugði,“ sagði Ægir. Stjarnan lék vel í fyrsta leiknum gegn Grindavík en datt svo niður í leik tvö. Ægir kveðst bjartsýnn á að Stjörnumenn nái núna að tengja saman tvo góða leiki. „Ég vona það. Ég held að það væri mikilvægt fyrir okkur að sýna að við getum það. Og það er áskorun fyrir okkur að mæta einbeittir og framkvæma litlu atriðin,“ sagði Ægir að endingu. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Umfjöllun: Stjarnan - Grindavík 85-69 | Stjörnumenn einum sigri frá undanúrslitunum Stjörnuna vantar nú aðeins einn sigur til viðbótar til að komast í undanúrslit Domino‘s deildar karla eftir að hafa unnið Grindavík, 85-69, í þriðja leik liðanna í átta liða úrslitunum í Ásgarði í dag. 22. maí 2021 17:41 Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti ÍA - Álftanes | Kveðjuleikur á Vesturgötu Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum ÍA - Álftanes | Kveðjuleikur á Vesturgötu „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Sjá meira
„Við erum ánægðir með að ná að breyta þessum litlu hlutum sem skipta máli í körfubolta, að stíga út og vera aðeins þéttari fyrir,“ sagði Ægir við Vísi eftir leik. Hann skoraði átján stig, tók sex fráköst og gaf ellefu stoðsendingar. „Ég er mjög ánægður með breytinguna frá síðasta leik. Núna fáum við tækifæri til að gera betur í Röstinni og ganga frá þessu þar.“ Stjörnumenn spiluðu sterka vörn í leiknum í dag og Grindvíkingum gekk illa að opna hana. „Við vorum aðeins eftir á í síðasta leik sem gaf þeim þriggja stiga skot og við fráköstuðum ekki nógu vel. Það er alltaf munurinn í þessu; litlu atriðin,“ sagði Ægir. Grindavík kom með áhlaup í upphafi 4. leikhluta en Stjarnan stóðst það án mikilla vandræða. „Á þeim tíma fengum við stór skot frá Hlyni [Bæringssyni] og Alexander [Lindqvist]. Við náðum að svara því. Það er kannski ekki æskilegt að svara með þriggja stiga körfum en það dugði,“ sagði Ægir. Stjarnan lék vel í fyrsta leiknum gegn Grindavík en datt svo niður í leik tvö. Ægir kveðst bjartsýnn á að Stjörnumenn nái núna að tengja saman tvo góða leiki. „Ég vona það. Ég held að það væri mikilvægt fyrir okkur að sýna að við getum það. Og það er áskorun fyrir okkur að mæta einbeittir og framkvæma litlu atriðin,“ sagði Ægir að endingu. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Umfjöllun: Stjarnan - Grindavík 85-69 | Stjörnumenn einum sigri frá undanúrslitunum Stjörnuna vantar nú aðeins einn sigur til viðbótar til að komast í undanúrslit Domino‘s deildar karla eftir að hafa unnið Grindavík, 85-69, í þriðja leik liðanna í átta liða úrslitunum í Ásgarði í dag. 22. maí 2021 17:41 Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti ÍA - Álftanes | Kveðjuleikur á Vesturgötu Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum ÍA - Álftanes | Kveðjuleikur á Vesturgötu „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Sjá meira
Umfjöllun: Stjarnan - Grindavík 85-69 | Stjörnumenn einum sigri frá undanúrslitunum Stjörnuna vantar nú aðeins einn sigur til viðbótar til að komast í undanúrslit Domino‘s deildar karla eftir að hafa unnið Grindavík, 85-69, í þriðja leik liðanna í átta liða úrslitunum í Ásgarði í dag. 22. maí 2021 17:41