Þúsundir flýja eldgos í Austur-Kongó Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. maí 2021 09:02 Himininn yfir Goma er rauður vegna eldgossins. EPA-EFE/HUGH KINSELLA CUNNINGHAM Þúsundir hafa þurft að yfirgefa heimili sín í Austur-Kongó eftir að eldgos byrjaði í Nyiragongo fjalli. Gosið er mjög kraftmikið og lýstu hrauntungurnar upp himininn fyrir ofan bæinn Goma í nótt. Mikið hraun rennur úr fjallinu og rann það alveg að flugvellinum í borginni, þar sem meira en tvær milljónir búa, í nótt. Fjallið er staðsett um tíu kílómetrum utan Goma. Þúsundir hafa flúið borgina, margir með sínar helstu eigur á bakinu.EPA-EFE/HUGH KINSELLA CUNNINGHAM Síðast þegar fjallið gaust árið 2002 fórust 250 og meira en 120 þúsund misstu heimili sín. Snemma í morgun höfðu þúsundir yfirgefið heimili sín og stefna margir nú í átt að landamærunum að Rúanda. Aðrir héldu upp í fjöllin vestur af borginni. Yfirvöld gáfu ekki út neyðartilkynningu fyrr en nokkrum klukkutímum eftir að gosið hófst en margir höfðu þá þegar flúið heimili sín, margir hverjir með búslóðina á bakinu. Að sögn yfirvalda í Rúanda hafa nú um þrjú þúsund íbúar Goma farið yfir landamærin. Landið mun bregðast við neyð fólksins og skjóta yfir það þaki í skólum og bænastöðum. Activité volcanique aux alentours de Goma: la MONUSCO fait des vols de reconnaissance. La lave ne semble pas se diriger vers la ville de Goma. Nous restons en alerte. pic.twitter.com/JQmz7v16Ne— MONUSCO (@MONUSCO) May 22, 2021 Stór hluti Goma varð rafmagnslaus og vegur sem liggur frá Goma til borgarinnar Beni varð hrauninu fljótt að bráð. Þá hafa jarðskjálftar mælst á svæðinu í nótt. Fjallið gaus síðast árið 2002 en þá fórust 250.EPA-EFE/HUGH KINSELLA CUNNINGHAM Austur-Kongó Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Sjá meira
Mikið hraun rennur úr fjallinu og rann það alveg að flugvellinum í borginni, þar sem meira en tvær milljónir búa, í nótt. Fjallið er staðsett um tíu kílómetrum utan Goma. Þúsundir hafa flúið borgina, margir með sínar helstu eigur á bakinu.EPA-EFE/HUGH KINSELLA CUNNINGHAM Síðast þegar fjallið gaust árið 2002 fórust 250 og meira en 120 þúsund misstu heimili sín. Snemma í morgun höfðu þúsundir yfirgefið heimili sín og stefna margir nú í átt að landamærunum að Rúanda. Aðrir héldu upp í fjöllin vestur af borginni. Yfirvöld gáfu ekki út neyðartilkynningu fyrr en nokkrum klukkutímum eftir að gosið hófst en margir höfðu þá þegar flúið heimili sín, margir hverjir með búslóðina á bakinu. Að sögn yfirvalda í Rúanda hafa nú um þrjú þúsund íbúar Goma farið yfir landamærin. Landið mun bregðast við neyð fólksins og skjóta yfir það þaki í skólum og bænastöðum. Activité volcanique aux alentours de Goma: la MONUSCO fait des vols de reconnaissance. La lave ne semble pas se diriger vers la ville de Goma. Nous restons en alerte. pic.twitter.com/JQmz7v16Ne— MONUSCO (@MONUSCO) May 22, 2021 Stór hluti Goma varð rafmagnslaus og vegur sem liggur frá Goma til borgarinnar Beni varð hrauninu fljótt að bráð. Þá hafa jarðskjálftar mælst á svæðinu í nótt. Fjallið gaus síðast árið 2002 en þá fórust 250.EPA-EFE/HUGH KINSELLA CUNNINGHAM
Austur-Kongó Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Sjá meira