Við hvað geta allir unnið? eða Hvar nýtist allt nám? Anna Sif Jónsdóttir skrifar 25. maí 2021 11:30 Það er áhugavert að velta fyrir sér hvernig nám og reynsla nýtist á mismunandi máta. Sum störf eru þannig að þú þarft að klára ákveðið nám til að geta sinnt starfinu, ég væri til dæmis ekki til í að fara til tannlæknis sem hefði klárað bókmenntafræðina! Önnur störf eru hins vegar þess eðlis að margs konar nám nýtist í starfinu og í sumum störfum er fjölbreyttur bakgrunnur mikill kostur. Innan einnar starfsstéttar má finna fólk sem menntað er sem verkfræðingar, stjórnmálafræðingar, viðskiptafræðingar og tölvunarfræðingar auk þess sem lögfræðimenntað fólk vinnur innan starfstéttarinnar. Ýmiss konar annað nám nýtist einnig innan starfsstéttarinnar, háskólanám í japönsku og sagnfræði getur komið sér vel auk kerfisstjóranáms, sálfræðináms og náms í alþjóðasamskiptum. Margir innan stéttarinnar hafa ekki látið sér grunnnám í háskóla nægja heldur einnig nælt sér í mastersgráður ýmiss konar. Nokkrir hafa lokið mastersnámi í stjórnsýslufræði og einhverjir verkefnastjórnun auk þess sem margir hafa klárað viðskiptatengt mastersnám, til dæmis í fjárfestingastjórnun, alþjóðaviðskiptum, fjármálum auk MBA náms. Í stéttinni má líka finna einstakling með mastersnám í stjórnun og rekstri félagasamtaka. Nú eru örugglega flestir komnir með þetta á hreint, ég hlýt að vera að fjalla um kennarastéttina enda getur kennsla verið á mörgum skólastigum og tengist, eðli málsins samkvæmt, öllum fögum. Svo er hins vegar ekki, þessi stétt er mun fámennari en fagfélag hennar telur innan við 100 manns. Auk breiðs grunns í námi hafa margir innan stéttarinnar náð sér í alls konar vottanir, löggildingar og faggildingar. Innan stéttarinnar má finna verðbréfamiðlara, viðurkennda stjórnarmenn, verkefnastjórnunargráður auk þess sem finna má löggilta (þó ekki löggilda) endurskoðendur innan stéttarinnar. Að því er ég best veit er ekki löggiltur skjalaþýðandi innan stéttarinnar en það hreinlega hlýtur að standa til bóta. Nám er eitt og reynsla er annað, innan stéttarinnar er greinilega fjölbreyttur hópur með alls konar nám að baki en nú er spurning hvaða reynslu þessi hópur hefur, hvað ætli fólkið í þessari stétt hafi verið að gera í sínum fyrri störfum? Í ljós hefur komið að fyrri störf þessarar stéttar eru ansi fjölbreytt, starf í utanríkisþjónustu, hjá olíufélagi og flugfélagi eru á blaði og einnig störf hjá eftirlitsgeirum eins og fjármálaeftirliti, tölvuendurskoðun, á endurskoðunarstofu auk starfa við hulduheimsóknir í þjónustufyrirtæki. Verslunarstörf koma við sögu, tískuverslanir, vörukynningar í matvöruverslunum auk þess sem einn innan stéttar var verslunarstjóri í videóleigu þar sem VHS spólur runnu út á tvennutilboði. Ritstjórn og blaðamennska er í reynslubanka stéttarinnar auk lögfræðistarfa og, eins og í öllum góðum starfsstéttum, þá er reynsla frá geðdeild kostur. Það hafa ekki allar stéttir innan sinna vébanda aðila sem hefur verið framkvæmdastjóri Landsambands ungmennafélaga eða verið rannsóknamaður á Hafrannsóknastofnun en þessi reynsla er til staðar innan stéttarinnar. Við erum semsagt að tala um stétt þar sem saman er komið alls konar fólk með alls konar menntun og alls konar bakgrunn en þessi stétt er innri endurskoðendur. Þýðir það ekki að þessi stétt vinnur verkefni sín með mismunandi og alls konar hætti? Svo er ekki því vinnu innri endurskoðenda er settur rammi í hugmyndafræði og fagstöðlum. Þannig verða verkefni og vinnubrögð stéttarinnar samræmd auk þess sem margir sem vinna við innri endurskoðun hafa aflað sér alþjóðlegar faggildingar sem innri endurskoðendur. Á þennan máta eru gæði vinnu stéttarinnar tryggð í gegnum verklag sem allir innan stéttar tileinka sér. Stéttin er einnig ein af fáum fagstéttum sem þarf að sinna endurmenntun árlega svo innri endurskoðendur séu ávallt með á nótunum hvað varðar strauma og stefnur í faginu. Innri endurskoðunardagurinn verður haldinn þann 28. apríl næstkomandi. Dagurinn verður haldinn í formi fjarráðstefnu vegna gildandi samkomutakmarkanna. Nánari upplýsingar um dagskrá ráðstefnunnar og skráningarform má finna á vefsíðu Félags Innri endurskoðenda www.fie.is. Höfundur er innri endurskoðandi Kviku banka, er með BA próf í sagnfræði, cand oecon í viðskiptafræði, löggiltur endurskoðandi og með próf í verðbréfamiðlun. Áframhaldandi nám er á döfinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Mest lesið Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Það er áhugavert að velta fyrir sér hvernig nám og reynsla nýtist á mismunandi máta. Sum störf eru þannig að þú þarft að klára ákveðið nám til að geta sinnt starfinu, ég væri til dæmis ekki til í að fara til tannlæknis sem hefði klárað bókmenntafræðina! Önnur störf eru hins vegar þess eðlis að margs konar nám nýtist í starfinu og í sumum störfum er fjölbreyttur bakgrunnur mikill kostur. Innan einnar starfsstéttar má finna fólk sem menntað er sem verkfræðingar, stjórnmálafræðingar, viðskiptafræðingar og tölvunarfræðingar auk þess sem lögfræðimenntað fólk vinnur innan starfstéttarinnar. Ýmiss konar annað nám nýtist einnig innan starfsstéttarinnar, háskólanám í japönsku og sagnfræði getur komið sér vel auk kerfisstjóranáms, sálfræðináms og náms í alþjóðasamskiptum. Margir innan stéttarinnar hafa ekki látið sér grunnnám í háskóla nægja heldur einnig nælt sér í mastersgráður ýmiss konar. Nokkrir hafa lokið mastersnámi í stjórnsýslufræði og einhverjir verkefnastjórnun auk þess sem margir hafa klárað viðskiptatengt mastersnám, til dæmis í fjárfestingastjórnun, alþjóðaviðskiptum, fjármálum auk MBA náms. Í stéttinni má líka finna einstakling með mastersnám í stjórnun og rekstri félagasamtaka. Nú eru örugglega flestir komnir með þetta á hreint, ég hlýt að vera að fjalla um kennarastéttina enda getur kennsla verið á mörgum skólastigum og tengist, eðli málsins samkvæmt, öllum fögum. Svo er hins vegar ekki, þessi stétt er mun fámennari en fagfélag hennar telur innan við 100 manns. Auk breiðs grunns í námi hafa margir innan stéttarinnar náð sér í alls konar vottanir, löggildingar og faggildingar. Innan stéttarinnar má finna verðbréfamiðlara, viðurkennda stjórnarmenn, verkefnastjórnunargráður auk þess sem finna má löggilta (þó ekki löggilda) endurskoðendur innan stéttarinnar. Að því er ég best veit er ekki löggiltur skjalaþýðandi innan stéttarinnar en það hreinlega hlýtur að standa til bóta. Nám er eitt og reynsla er annað, innan stéttarinnar er greinilega fjölbreyttur hópur með alls konar nám að baki en nú er spurning hvaða reynslu þessi hópur hefur, hvað ætli fólkið í þessari stétt hafi verið að gera í sínum fyrri störfum? Í ljós hefur komið að fyrri störf þessarar stéttar eru ansi fjölbreytt, starf í utanríkisþjónustu, hjá olíufélagi og flugfélagi eru á blaði og einnig störf hjá eftirlitsgeirum eins og fjármálaeftirliti, tölvuendurskoðun, á endurskoðunarstofu auk starfa við hulduheimsóknir í þjónustufyrirtæki. Verslunarstörf koma við sögu, tískuverslanir, vörukynningar í matvöruverslunum auk þess sem einn innan stéttar var verslunarstjóri í videóleigu þar sem VHS spólur runnu út á tvennutilboði. Ritstjórn og blaðamennska er í reynslubanka stéttarinnar auk lögfræðistarfa og, eins og í öllum góðum starfsstéttum, þá er reynsla frá geðdeild kostur. Það hafa ekki allar stéttir innan sinna vébanda aðila sem hefur verið framkvæmdastjóri Landsambands ungmennafélaga eða verið rannsóknamaður á Hafrannsóknastofnun en þessi reynsla er til staðar innan stéttarinnar. Við erum semsagt að tala um stétt þar sem saman er komið alls konar fólk með alls konar menntun og alls konar bakgrunn en þessi stétt er innri endurskoðendur. Þýðir það ekki að þessi stétt vinnur verkefni sín með mismunandi og alls konar hætti? Svo er ekki því vinnu innri endurskoðenda er settur rammi í hugmyndafræði og fagstöðlum. Þannig verða verkefni og vinnubrögð stéttarinnar samræmd auk þess sem margir sem vinna við innri endurskoðun hafa aflað sér alþjóðlegar faggildingar sem innri endurskoðendur. Á þennan máta eru gæði vinnu stéttarinnar tryggð í gegnum verklag sem allir innan stéttar tileinka sér. Stéttin er einnig ein af fáum fagstéttum sem þarf að sinna endurmenntun árlega svo innri endurskoðendur séu ávallt með á nótunum hvað varðar strauma og stefnur í faginu. Innri endurskoðunardagurinn verður haldinn þann 28. apríl næstkomandi. Dagurinn verður haldinn í formi fjarráðstefnu vegna gildandi samkomutakmarkanna. Nánari upplýsingar um dagskrá ráðstefnunnar og skráningarform má finna á vefsíðu Félags Innri endurskoðenda www.fie.is. Höfundur er innri endurskoðandi Kviku banka, er með BA próf í sagnfræði, cand oecon í viðskiptafræði, löggiltur endurskoðandi og með próf í verðbréfamiðlun. Áframhaldandi nám er á döfinni.
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar