Brottflutningur erlendra starfsmanna gæti verið ein skýringin Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. maí 2021 19:01 Unnur Sverrisdóttir er forstjóri Vinnumálastofnunar. Vísir/Egill Forstjóri Vinnumálastofnunar telur flutning útlendinga frá landinu skýra að hluta að erfitt reynist nú að finna fólk í þúsundir starfa í ferðaþjónustunni. Viðsnúningur sé þó að verða á vinnumarkaði. Formaður Félags fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu sagði í vikunni að starfsfólk í þúsundatali vantaði í geirann - en að ekki væri hlaupið að því að ráða fólk. Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar segir staðbundið atvinnuleysi geta verið eina skýringu á þessu. „Eðlilega þar sem fæstir eru á atvinnuleysisskrá, þar er erfiðara að ráða en svo er líka til í því að fólk sem er af erlendu bergi brotið, sem var að vinna þessi störf fyrir Covid, það hafi flutt heim þegar fór að lengjast í faraldrinum. Það eru ýmsar skýringar sem geta verið á þessu. Og ef fólk er að hafna starfi eða lætur ekki ná í sig í síma þá er aðalatriðið að láta okkur vita, atvinnurekendur verða að láta vita.“ Skiptingin sú sama og áður Allt árið 2019 fluttu talsvert fleiri erlendir ríkisborgarar til landsins en fluttu frá því en mismunurinn var 5.020 samkvæmt tölum frá Hagstofunni. Munurinn snarminnkaði hins vegar niður í 1.350 í kórónuveirufaraldrinum í fyrra – og hefur haldist á svipuðu róli það sem af er þessu ári. Sama hlutfall erlendra og íslenskra ríkisborgara er þó á leið aftur inn á vinnumarkað í gegnum Vinnumálastofnun nú og var áður. „Fjörutíu prósent er fyrir fólk sem er erlendis frá og sextíu prósent Íslendingar,“ segir Unnur. Rúmlega 7.000 störf eru nú skráð hjá Vinnumálastofnun í gegnum átak stjórnvalda, Hefjum störf, og um 2.300 samningar hafa verið gerðir það sem af er ári. Þeir voru 2.000 í byrjun mánaðar og Unnur segir mikið í farvatninu. „Það er bara bjartari staða en hefur verið síðustu fimmtán mánuði, það er nú bara þannig.“ Vinnumarkaður Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Sjá meira
Formaður Félags fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu sagði í vikunni að starfsfólk í þúsundatali vantaði í geirann - en að ekki væri hlaupið að því að ráða fólk. Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar segir staðbundið atvinnuleysi geta verið eina skýringu á þessu. „Eðlilega þar sem fæstir eru á atvinnuleysisskrá, þar er erfiðara að ráða en svo er líka til í því að fólk sem er af erlendu bergi brotið, sem var að vinna þessi störf fyrir Covid, það hafi flutt heim þegar fór að lengjast í faraldrinum. Það eru ýmsar skýringar sem geta verið á þessu. Og ef fólk er að hafna starfi eða lætur ekki ná í sig í síma þá er aðalatriðið að láta okkur vita, atvinnurekendur verða að láta vita.“ Skiptingin sú sama og áður Allt árið 2019 fluttu talsvert fleiri erlendir ríkisborgarar til landsins en fluttu frá því en mismunurinn var 5.020 samkvæmt tölum frá Hagstofunni. Munurinn snarminnkaði hins vegar niður í 1.350 í kórónuveirufaraldrinum í fyrra – og hefur haldist á svipuðu róli það sem af er þessu ári. Sama hlutfall erlendra og íslenskra ríkisborgara er þó á leið aftur inn á vinnumarkað í gegnum Vinnumálastofnun nú og var áður. „Fjörutíu prósent er fyrir fólk sem er erlendis frá og sextíu prósent Íslendingar,“ segir Unnur. Rúmlega 7.000 störf eru nú skráð hjá Vinnumálastofnun í gegnum átak stjórnvalda, Hefjum störf, og um 2.300 samningar hafa verið gerðir það sem af er ári. Þeir voru 2.000 í byrjun mánaðar og Unnur segir mikið í farvatninu. „Það er bara bjartari staða en hefur verið síðustu fimmtán mánuði, það er nú bara þannig.“
Vinnumarkaður Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Sjá meira