Brýnt að bregðast við svo atvinnuleysi eftir krísu verði ekki meira en fyrir Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 28. maí 2021 17:01 Róbert Farestveit sviðstjóri stefnumótunar og greiningar hjá ASÍ segir hættu á að meira atvinnuleysi verði hér á landi en við höfum áður vanist. Brýnt sé að bregðast við. Í nýrri skýrslu ASÍ um áhrif Covid-faraldursins á afkomu launafólks kemur fram að samdrátturinn kom meira niður á viðkvæmum hópum en í öðrum íslenskum kreppum. Þá sé hætta á auknu kerfislægu atvinnuleysi eftir að heimsfaraldrinum lýkur. Stjórnvöld eru hvött til að huga að bættri stefnumótun í atvinnu- og vinnumarkaðsmálum. Í skýrslunni sem kom út í dag og heitir, Íslenskur vinnumarkaður 2021, kemur fram að þrátt fyrir að efnahagslegur samdráttur hafi reynst minni en óttast var í fyrstu skilji Covid- kreppan eftir sig djúp sár á vinnumarkaði. Þannig hafi byrðar samdráttarins dreifst á smærri og viðkvæmari hópa en í öðrum íslenskum kreppum. Róbert Farestveit sviðstjóri stefnumótunar og greiningar hjá ASÍ segir einkum tvennt koma til. „Annars vegar skammtímaáhrif sem birtast í verulegu tekjufalli atvinnuleitenda eða 37% tekjufalli og hins vegar langtímaáhrif á vinnumarkaði en þar eru ákveðin hættumerki. Ein hættan er að hér verði hærra atvinnuleysisstig eftir krísuna en fyrir og kannski meira en Íslendingar hafa átt að venjast,“ segir Róbert. Háskólamenntuðum á atvinnuleysiskrá hefur fjölgað mikið á síðustu árumVísir Hann segir ýmsar skýringar á því af hverju hætta sé á meira atvinnuleysi eftir faraldurinn en Íslendingar eigi að venjast. „Þetta getur verið samspil ýmissa þátta. Þá af því hvaða atvinna verður til eftir krísu og hvaða hvaða mannauður er til staðar. Þannig að við hjá ASÍ leggjum til tillögur sem geta þá dregið úr þessu ójafnvægi t.d. með bættum úrræðum fyrir atvinnuleitendur, bættum menntunarúrræðum o.s.frv.,“ segir Róbert. Í skýrslunni koma fram átta tillögur sem ASÍ leggur til að stjórnvöld grípi til. Róbert segir brýnt að bregðast við. „Við myndum alla vega vilja sjá stjórnvöld horfa til þessara tillagna nú þegar heildarendurskoðun á atvinnuleysistryggingarkerfinu stendur fyrir dyrum,“ segir hann. Ólíklegt að atvinnulausir hafni vinnu Fram hefur komið að ferðaþjónustunni sárvantar starfsfólk og þrátt fyrir mikið atvinnuleysi sé erfitt að ráða í allar stöður þar. „Það tekjufall sem atvinnuleitendur hafa orðið fyrir bendir til þess að það sé mikill hvati til vinnu hjá atvinnuleitendum. þannig að ég myndi telja ólíklegt að þetta sé eitthvað stórt vandamál á vinnumarkaði þ.e. að fólk á atvinnuleysisskrá þiggi ekki þá vinnu sem því er boðið,“ segir Róbert. ASÍ hefur áhyggjur af miklu langtímaatvinnuleysiVísir Vinnumarkaður Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir „Bráðvantar starfsfólk í ferðaþjónustu“ Formaður Félags fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu segir bráðvanta starfsfólk í geirann. Ferðaþjónustan sé að taka fyrr við sér en gert var ráð fyrir. Þá þurfi að ráða þúsundir aftur inn fyrir haustið. 25. maí 2021 13:00 Brottflutningur erlendra starfsmanna gæti verið ein skýringin Forstjóri Vinnumálastofnunar telur flutning útlendinga frá landinu skýra að hluta að erfitt reynist nú að finna fólk í þúsundir starfa í ferðaþjónustunni. Viðsnúningur sé þó að verða á vinnumarkaði. 27. maí 2021 19:01 Bjartsýni að aukast á vinnumarkaði Forstjóri Vinnumálastofnunar segir tekið að birta yfir atvinnulífinu. Tekist hafi að útvega fjölda fólks vinnu með átaki stjórnvalda undir kjörorðinu Hefjum störf. Dæmi er um að gæs leiti skjóls hjá stofnuninni. 6. maí 2021 19:21 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Sjá meira
Í skýrslunni sem kom út í dag og heitir, Íslenskur vinnumarkaður 2021, kemur fram að þrátt fyrir að efnahagslegur samdráttur hafi reynst minni en óttast var í fyrstu skilji Covid- kreppan eftir sig djúp sár á vinnumarkaði. Þannig hafi byrðar samdráttarins dreifst á smærri og viðkvæmari hópa en í öðrum íslenskum kreppum. Róbert Farestveit sviðstjóri stefnumótunar og greiningar hjá ASÍ segir einkum tvennt koma til. „Annars vegar skammtímaáhrif sem birtast í verulegu tekjufalli atvinnuleitenda eða 37% tekjufalli og hins vegar langtímaáhrif á vinnumarkaði en þar eru ákveðin hættumerki. Ein hættan er að hér verði hærra atvinnuleysisstig eftir krísuna en fyrir og kannski meira en Íslendingar hafa átt að venjast,“ segir Róbert. Háskólamenntuðum á atvinnuleysiskrá hefur fjölgað mikið á síðustu árumVísir Hann segir ýmsar skýringar á því af hverju hætta sé á meira atvinnuleysi eftir faraldurinn en Íslendingar eigi að venjast. „Þetta getur verið samspil ýmissa þátta. Þá af því hvaða atvinna verður til eftir krísu og hvaða hvaða mannauður er til staðar. Þannig að við hjá ASÍ leggjum til tillögur sem geta þá dregið úr þessu ójafnvægi t.d. með bættum úrræðum fyrir atvinnuleitendur, bættum menntunarúrræðum o.s.frv.,“ segir Róbert. Í skýrslunni koma fram átta tillögur sem ASÍ leggur til að stjórnvöld grípi til. Róbert segir brýnt að bregðast við. „Við myndum alla vega vilja sjá stjórnvöld horfa til þessara tillagna nú þegar heildarendurskoðun á atvinnuleysistryggingarkerfinu stendur fyrir dyrum,“ segir hann. Ólíklegt að atvinnulausir hafni vinnu Fram hefur komið að ferðaþjónustunni sárvantar starfsfólk og þrátt fyrir mikið atvinnuleysi sé erfitt að ráða í allar stöður þar. „Það tekjufall sem atvinnuleitendur hafa orðið fyrir bendir til þess að það sé mikill hvati til vinnu hjá atvinnuleitendum. þannig að ég myndi telja ólíklegt að þetta sé eitthvað stórt vandamál á vinnumarkaði þ.e. að fólk á atvinnuleysisskrá þiggi ekki þá vinnu sem því er boðið,“ segir Róbert. ASÍ hefur áhyggjur af miklu langtímaatvinnuleysiVísir
Vinnumarkaður Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir „Bráðvantar starfsfólk í ferðaþjónustu“ Formaður Félags fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu segir bráðvanta starfsfólk í geirann. Ferðaþjónustan sé að taka fyrr við sér en gert var ráð fyrir. Þá þurfi að ráða þúsundir aftur inn fyrir haustið. 25. maí 2021 13:00 Brottflutningur erlendra starfsmanna gæti verið ein skýringin Forstjóri Vinnumálastofnunar telur flutning útlendinga frá landinu skýra að hluta að erfitt reynist nú að finna fólk í þúsundir starfa í ferðaþjónustunni. Viðsnúningur sé þó að verða á vinnumarkaði. 27. maí 2021 19:01 Bjartsýni að aukast á vinnumarkaði Forstjóri Vinnumálastofnunar segir tekið að birta yfir atvinnulífinu. Tekist hafi að útvega fjölda fólks vinnu með átaki stjórnvalda undir kjörorðinu Hefjum störf. Dæmi er um að gæs leiti skjóls hjá stofnuninni. 6. maí 2021 19:21 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Sjá meira
„Bráðvantar starfsfólk í ferðaþjónustu“ Formaður Félags fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu segir bráðvanta starfsfólk í geirann. Ferðaþjónustan sé að taka fyrr við sér en gert var ráð fyrir. Þá þurfi að ráða þúsundir aftur inn fyrir haustið. 25. maí 2021 13:00
Brottflutningur erlendra starfsmanna gæti verið ein skýringin Forstjóri Vinnumálastofnunar telur flutning útlendinga frá landinu skýra að hluta að erfitt reynist nú að finna fólk í þúsundir starfa í ferðaþjónustunni. Viðsnúningur sé þó að verða á vinnumarkaði. 27. maí 2021 19:01
Bjartsýni að aukast á vinnumarkaði Forstjóri Vinnumálastofnunar segir tekið að birta yfir atvinnulífinu. Tekist hafi að útvega fjölda fólks vinnu með átaki stjórnvalda undir kjörorðinu Hefjum störf. Dæmi er um að gæs leiti skjóls hjá stofnuninni. 6. maí 2021 19:21
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?