Að smyrja þynnra – við erum enn of fá Fjölnir Sæmundsson skrifar 31. maí 2021 08:01 Ekki verður umflúið lengur að segja almenningi sannleikann um ástand löggæslu á Íslandi. Þann 1. maí 2021 varð lögreglan á Íslandi fyrir enn einu högginu og á nú erfiðara en áður með að tryggja öryggi landsmanna. Í grein sem bar yfirskriftina „Við erum of fá“ og birtist í Kjarnanum árið 2017 vakti undirritaður athygli á því að lögreglumenn á Íslandi væru svo fáir að í óefni stefndi. Árið 2018 flutti ég ræðu á Alþingi þar sem ég benti á að öryggi bæði borgaranna og lögreglumanna væri stefnt í hættu vegna manneklu lögreglunnar. Ég benti þar á að lögregla væri ekki í stakk búin að veita almenningi þá þjónustu sem hann ætti rétt á. Þúsundir mála biðu úrlausnar hjá lögreglu. Því miður hefur hvorki dómsmála- né fjármálaráðuneyti sýnt alvöru ábyrgð í þessum málum. Það sem helst hefur verið gert er að setja af stað ýmis átaksverkefni sem hafa verið til þess fallin að setja plástur á sárið. Slík verkefni hafa verið sett í gang þegar við hefur blasað að í óefni er komið. Þar má nefna átak í rannsóknum á kynferðisbrotum, átak í heimilisofbeldismálum og átak í fjármunabrotum, þegar Ísland var komið á gráan lista alþjóðlegra samtaka. Núna síðast hefur verið ráðist í átak til að takast á við skipulagða brotastarfsemi, sem því miður virðist orðin tóm. Ég fullyrði að ekki væri þörf á að fara reglulega í átaksverkefni ef lögreglan á Íslandi væri eðlilega mönnuð. Ríkið hefur samið við starfsmenn sína – þar á meðal lögreglumenn – um styttri vinnutíma. Það var löngu fyrirséð að svokallað mönnunargat myndi myndast þegar stytta ætti vinnutíma stéttar sem er með viðveru allan sólarhringinn. Við hefur blasað að ráða þarf fleiri lögreglumenn til starfa. Í það verkefni hefur ekki verið ráðist og ekki er fyrirsjáanlegt að það muni gerast í bráð. Fjármálaráðuneytið hefur ekki látið lögregluembættin hafa það fjármagn sem þarf til að fylla gatið. Staðan er því sú að lögreglan er undirmönnuð og raunar enn ver stödd en áður. Hugmynd ráðuneytanna virðist vera sú að lögregla smyrji enn þynnra úr þeirri litlu smjörklípu sem hún hefur fengið í úthlutun. Ráðamenn virðast hafa ákveðið að öryggisstig borgara á Íslandi myndi lækka á þessum tiltekna degi í byrjun maí, þegar stytting vinnuvikunnar tók gildi. Staðan í lögreglunni á Íslandi er nú sú að þar sem áður voru tveir á vakt er nú einn, þar sem var fimm manna vakt eru nú fjórir. Í 80.000 manna sveitafélagi eru mögulega þrír á næturvakt. Allir hljóta að sjá að öryggi fólks er ekki tryggt. Margoft hefur verið bent á að öryggi lögreglumanna er óásættanlegt í þessu ástandi. Eitt af viðmiðum um öryggi lögreglumanna er að þeir séu aldrei einir á vakt. Því viðmiði er því miður ekki fylgt í dag. Það skapar hættur fyrir almenning jafnt sem lögreglumenn. Stytting vinnuvikunnar átti að vera lýðsheilsumál sem bæta myndi líðan starfsmanna. Hjá lögreglumönnum er þessi breyting að snúast upp í andhverfu sína þar sem fyrirsjáanlegt er að lögreglumönnum á vakt fækkar með auknu álagi og yfirvinnu á þá fáu sem fyrir eru. Lögregluembættin sitja nú öll uppi með reiknidæmi sem ekki er hægt að láta ganga upp, kannski vegna þess að ríkisvaldið virðist ekki hafa vitað um hvað var samið. Fjármálaráðuneytið verður að standa við samkomulag um að fjármagna það mönnunargat sem myndaðist þann 1.maí svo hægt sé að halda upp eðlilegu öryggisstigi í landinu. Stjórn Landssambands lögreglumanna fundaði nú á dögunum þar sem lögreglumenn úr öllum landshlutum lýstu yfir áhyggjum sínum af stöðunni og þeim skorti á fjármagni sem við blasir. Ráðuneyti fjármála og dómsmála verða að standa við gerða samninga svo lögreglumenn og aðrir íbúar þessa lands geti lifað við þau viðmið um öryggi sem eðlileg þykja í okkar samfélagi. Höfundur er formaður Landssambands lögreglumanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögreglan Fjölnir Sæmundsson Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Sjá meira
Ekki verður umflúið lengur að segja almenningi sannleikann um ástand löggæslu á Íslandi. Þann 1. maí 2021 varð lögreglan á Íslandi fyrir enn einu högginu og á nú erfiðara en áður með að tryggja öryggi landsmanna. Í grein sem bar yfirskriftina „Við erum of fá“ og birtist í Kjarnanum árið 2017 vakti undirritaður athygli á því að lögreglumenn á Íslandi væru svo fáir að í óefni stefndi. Árið 2018 flutti ég ræðu á Alþingi þar sem ég benti á að öryggi bæði borgaranna og lögreglumanna væri stefnt í hættu vegna manneklu lögreglunnar. Ég benti þar á að lögregla væri ekki í stakk búin að veita almenningi þá þjónustu sem hann ætti rétt á. Þúsundir mála biðu úrlausnar hjá lögreglu. Því miður hefur hvorki dómsmála- né fjármálaráðuneyti sýnt alvöru ábyrgð í þessum málum. Það sem helst hefur verið gert er að setja af stað ýmis átaksverkefni sem hafa verið til þess fallin að setja plástur á sárið. Slík verkefni hafa verið sett í gang þegar við hefur blasað að í óefni er komið. Þar má nefna átak í rannsóknum á kynferðisbrotum, átak í heimilisofbeldismálum og átak í fjármunabrotum, þegar Ísland var komið á gráan lista alþjóðlegra samtaka. Núna síðast hefur verið ráðist í átak til að takast á við skipulagða brotastarfsemi, sem því miður virðist orðin tóm. Ég fullyrði að ekki væri þörf á að fara reglulega í átaksverkefni ef lögreglan á Íslandi væri eðlilega mönnuð. Ríkið hefur samið við starfsmenn sína – þar á meðal lögreglumenn – um styttri vinnutíma. Það var löngu fyrirséð að svokallað mönnunargat myndi myndast þegar stytta ætti vinnutíma stéttar sem er með viðveru allan sólarhringinn. Við hefur blasað að ráða þarf fleiri lögreglumenn til starfa. Í það verkefni hefur ekki verið ráðist og ekki er fyrirsjáanlegt að það muni gerast í bráð. Fjármálaráðuneytið hefur ekki látið lögregluembættin hafa það fjármagn sem þarf til að fylla gatið. Staðan er því sú að lögreglan er undirmönnuð og raunar enn ver stödd en áður. Hugmynd ráðuneytanna virðist vera sú að lögregla smyrji enn þynnra úr þeirri litlu smjörklípu sem hún hefur fengið í úthlutun. Ráðamenn virðast hafa ákveðið að öryggisstig borgara á Íslandi myndi lækka á þessum tiltekna degi í byrjun maí, þegar stytting vinnuvikunnar tók gildi. Staðan í lögreglunni á Íslandi er nú sú að þar sem áður voru tveir á vakt er nú einn, þar sem var fimm manna vakt eru nú fjórir. Í 80.000 manna sveitafélagi eru mögulega þrír á næturvakt. Allir hljóta að sjá að öryggi fólks er ekki tryggt. Margoft hefur verið bent á að öryggi lögreglumanna er óásættanlegt í þessu ástandi. Eitt af viðmiðum um öryggi lögreglumanna er að þeir séu aldrei einir á vakt. Því viðmiði er því miður ekki fylgt í dag. Það skapar hættur fyrir almenning jafnt sem lögreglumenn. Stytting vinnuvikunnar átti að vera lýðsheilsumál sem bæta myndi líðan starfsmanna. Hjá lögreglumönnum er þessi breyting að snúast upp í andhverfu sína þar sem fyrirsjáanlegt er að lögreglumönnum á vakt fækkar með auknu álagi og yfirvinnu á þá fáu sem fyrir eru. Lögregluembættin sitja nú öll uppi með reiknidæmi sem ekki er hægt að láta ganga upp, kannski vegna þess að ríkisvaldið virðist ekki hafa vitað um hvað var samið. Fjármálaráðuneytið verður að standa við samkomulag um að fjármagna það mönnunargat sem myndaðist þann 1.maí svo hægt sé að halda upp eðlilegu öryggisstigi í landinu. Stjórn Landssambands lögreglumanna fundaði nú á dögunum þar sem lögreglumenn úr öllum landshlutum lýstu yfir áhyggjum sínum af stöðunni og þeim skorti á fjármagni sem við blasir. Ráðuneyti fjármála og dómsmála verða að standa við gerða samninga svo lögreglumenn og aðrir íbúar þessa lands geti lifað við þau viðmið um öryggi sem eðlileg þykja í okkar samfélagi. Höfundur er formaður Landssambands lögreglumanna.
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar