Ævintýri Velhringlanda Jón Steindór Valdimarsson skrifar 2. júní 2021 07:30 Til er ævintýri af Velvakanda og bræðrum hans, Velhaldanda, Velhöggvanda, Velsporrekjanda, og þeim fimmta Velbergklifranda. Fengu þeir allir nöfn sín að launum frá þyrstri kerlingu, sem þeir gáfu að drekka. Kerlingin sagði að renta fylgdi nafni. Fór svo eins og í öllum góðum ævintýrum að bræðurnir leystu þrautir og hver fékk sína kóngsdóttur að launum og allir undu vel við sitt. Víkur þá sögunni til nútímans. Kerlingin er enn á ferðinni og orðin þyrst að nýju. Verður þá ríkisstjórnin á vegi hennar og beiðir hún vatns. Ríkisstjórnin tekur vel í bón kerlingar og gefur henni að drekka. Sem fyrr vill kerlingin launa greiðann gefur stjórninni nafnið Velhringlandi með sömu ummælum um að renta fylgi nafni. Nú bregður hins vegar svo við að ævintýri ríkisstjórnarinnar endar ekki vel enda nafnið ekki eins ígrundað hjá kerlingunni eins og hjá Velvakanda og bræðrum hans. Margt mætti nefna þessu til sönnunar. Hér verður látið sitja við að nefna fasteignamarkaðinn og ungt fólk. Þar hefur Velhringlandi látið hendur standa fram úr ermum. Einn daginn eru kynnt til sögunnar úrræði til þess að hvetja fólk til fasteignakaupa, einkum ungt fólk. Það er hvatt til þess að nýta séreignasparnað sinn með skattahlunnindum, lánshlutföll eru hækkuð og hlutdeildarlán veitt. Allt verður þetta auðvitað til þess að ungt fólk hugsar sér til hreyfings og byrjar að fjárfesta og stofna til skulda. Blasa ætti við að eftirspurn og samkeppni um eignir vex og það verður raunin. Vextir hafa alltaf verið hærri á Íslandi en Evrópulöndum. Vextir af fasteignalánum eru þar engin undantekning. Öll greiðum við það sem kallað er Íslandsálagið sem íslenska krónan orsakar. Af ástæðum sem okkur eru kunnar snarlækkuðu vextir um allan heim. Líka hér á landi. Auðvitað fögnuðu allir langþráðri vaxtalækkun en það varð til þess að eftirspurn eftir fasteignum rauk enn upp. Markaðurinn ræður ekki við hana vegna þess að framboð annar alls ekki eftirspurn og fasteignir hækka í verði. Ungt fólk skuldsetur sig upp í rjáfur því það vill ekki missa af lestinni og vonar það besta. Það er ekki eins og það sem á undan sé rakið sé tæmandi um vandræðin á fasteignamarkaðnum. Hið óumflýjanlega gerist að Seðlabankinn hækkar vextir að nýju og þar með eykst skulda- og vaxtabyrði af fasteignalánum. Vandræði ungs fólks aukast og enn eru boðaðar vaxtahækkanir. Og ekki nóg með það. Nú liggur fyrir frumvarp um að Seðlabankanum verði heimilt að stjórna lánshlutföllum til húsnæðiskaupa til að hemja markaðinn enn frekar. Þessar sífelldu breytingar og stefnuleysi ýta undir misskiptingu. Ef þú ert heppinn og kaupir á réttum tíma þá er þér borgið, ef ekki þá ertu annað hvort fastur á leigumarkaði eða neyðist til að kaupa á mun óhagstæðari kjörum en öðrum á sama markaði buðust eða munu bjóðast. Allt ber þetta að sama brunni. Fasteignakaup eru áhættufjárfesting í fasteignahringekju Velhringlanda, þar sem öllu skiptir hvenær maður stekkur á og gæta verður þess vel að þeytast ekki af. Velhringlanda hefur ekki tekist vel upp. Hætt er við að margir muni súpa seyðið af nafngift kerlingar. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steindór Valdimarsson Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Húsnæðismál Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Til er ævintýri af Velvakanda og bræðrum hans, Velhaldanda, Velhöggvanda, Velsporrekjanda, og þeim fimmta Velbergklifranda. Fengu þeir allir nöfn sín að launum frá þyrstri kerlingu, sem þeir gáfu að drekka. Kerlingin sagði að renta fylgdi nafni. Fór svo eins og í öllum góðum ævintýrum að bræðurnir leystu þrautir og hver fékk sína kóngsdóttur að launum og allir undu vel við sitt. Víkur þá sögunni til nútímans. Kerlingin er enn á ferðinni og orðin þyrst að nýju. Verður þá ríkisstjórnin á vegi hennar og beiðir hún vatns. Ríkisstjórnin tekur vel í bón kerlingar og gefur henni að drekka. Sem fyrr vill kerlingin launa greiðann gefur stjórninni nafnið Velhringlandi með sömu ummælum um að renta fylgi nafni. Nú bregður hins vegar svo við að ævintýri ríkisstjórnarinnar endar ekki vel enda nafnið ekki eins ígrundað hjá kerlingunni eins og hjá Velvakanda og bræðrum hans. Margt mætti nefna þessu til sönnunar. Hér verður látið sitja við að nefna fasteignamarkaðinn og ungt fólk. Þar hefur Velhringlandi látið hendur standa fram úr ermum. Einn daginn eru kynnt til sögunnar úrræði til þess að hvetja fólk til fasteignakaupa, einkum ungt fólk. Það er hvatt til þess að nýta séreignasparnað sinn með skattahlunnindum, lánshlutföll eru hækkuð og hlutdeildarlán veitt. Allt verður þetta auðvitað til þess að ungt fólk hugsar sér til hreyfings og byrjar að fjárfesta og stofna til skulda. Blasa ætti við að eftirspurn og samkeppni um eignir vex og það verður raunin. Vextir hafa alltaf verið hærri á Íslandi en Evrópulöndum. Vextir af fasteignalánum eru þar engin undantekning. Öll greiðum við það sem kallað er Íslandsálagið sem íslenska krónan orsakar. Af ástæðum sem okkur eru kunnar snarlækkuðu vextir um allan heim. Líka hér á landi. Auðvitað fögnuðu allir langþráðri vaxtalækkun en það varð til þess að eftirspurn eftir fasteignum rauk enn upp. Markaðurinn ræður ekki við hana vegna þess að framboð annar alls ekki eftirspurn og fasteignir hækka í verði. Ungt fólk skuldsetur sig upp í rjáfur því það vill ekki missa af lestinni og vonar það besta. Það er ekki eins og það sem á undan sé rakið sé tæmandi um vandræðin á fasteignamarkaðnum. Hið óumflýjanlega gerist að Seðlabankinn hækkar vextir að nýju og þar með eykst skulda- og vaxtabyrði af fasteignalánum. Vandræði ungs fólks aukast og enn eru boðaðar vaxtahækkanir. Og ekki nóg með það. Nú liggur fyrir frumvarp um að Seðlabankanum verði heimilt að stjórna lánshlutföllum til húsnæðiskaupa til að hemja markaðinn enn frekar. Þessar sífelldu breytingar og stefnuleysi ýta undir misskiptingu. Ef þú ert heppinn og kaupir á réttum tíma þá er þér borgið, ef ekki þá ertu annað hvort fastur á leigumarkaði eða neyðist til að kaupa á mun óhagstæðari kjörum en öðrum á sama markaði buðust eða munu bjóðast. Allt ber þetta að sama brunni. Fasteignakaup eru áhættufjárfesting í fasteignahringekju Velhringlanda, þar sem öllu skiptir hvenær maður stekkur á og gæta verður þess vel að þeytast ekki af. Velhringlanda hefur ekki tekist vel upp. Hætt er við að margir muni súpa seyðið af nafngift kerlingar. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar