Ætla að senda tvö geimför til Venusar á næstu árum Samúel Karl Ólason skrifar 2. júní 2021 23:38 Vísindamenn NASA telja að finna megi mikla þekkingu á sólkerfinu og þróun reykistjarna. NASA/JPL-Caltech Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, ætlar að senda tvö geimför til Venusar á næstu árum. Með því vilja vísindamenn öðlast þekkingu um það hvernig reikistjarnan varð að þeim bakaraofni sem hún er, ef svo má að orði komast, þrátt fyrir að hún líkist á margan hátt jörðinni og var mögulega fyrsta lífvænlega reikistjarna sólkerfisins. Venus hefur verið kölluð systurpláneta jarðarinnar. Hún er aðeins minni en jörðin, er sú reikistjarna sem er næst jörðinni og er önnur reikistjarnan frá sólinni. Aðstæður í andrúmslofti Venusar eru mjög öfgafullar. Meðalhitastig á Venusi er talið um 480 gráður og er hún heitasta pláneta sólkerfisins. Andrúmsloft reikistjörnunnar er gífurlega þykkt og þar er þrýstingur sömuleiðis mjög mikill. Andrúmsloftið er að mestu úr koltvísýringi og rignir þar brennisteinssýru, eins og fram kemur á Vísindavefnum. Þetta verður í fyrsta sinn sem NASA sendir geimför til Venusar frá 1978 og vonast er til að geimförin muni auka þekkingu vísindamanna á reikistjörnunni, jörðinni og öðrum reikistjörnum sólkerfisins, samkvæmt tilkynningu á vef stofnunarinnar. In today's #StateOfNASA address, we announced two new @NASASolarSystem missions to study the planet Venus, which we haven't visited in over 30 years! DAVINCI+ will analyze Venus atmosphere, and VERITAS will map Venus surface. pic.twitter.com/yC5Etbpgb8— NASA (@NASA) June 2, 2021 DAVINCI+ Fyrsta verkefnið sem forsvarsmenn NASA völdu kallast DAVINCI+. Það snýst um að rannsaka andrúmsloft Venusar, greina samsetningu þess og skilja hvernig það myndaðist og hvernig það hefur þróast í gegnum árin. DAVINCI+á verkefnið snýr einnig að því að taka myndir af ákveðnum svæðum Vensuar og varpa ljósi á það hvort flekahreyfingar eigi sér stað á reikistjörnunni, eins og talið er. VERITAS Hitt nefnist VERITAS en það snýr meðal annars að því að kortleggja yfirborð reikistjörnunnar og kanna hvort virk eldfjöll spúi vatnsgufu í andrúmsloft reikistjörnunnar. Þá verður geimfarið sem sent verður til Venusar notað til að finna ummerki flekahreyfinga. Geimvísindastofnanir Þýskalands, Frakklands og Ítalíu munu koma að þessu verkefni með NASA. VERITAS mun einnig bera nýja atómklukku (Deep Space Atomic Clock-2) sem vísindamenn NASA eru að þróa til að nota til lengri geimferða framtíðarinnar, þar sem nákvæmar klukkur eru mjög mikilvægar. Sérstaklega þegar snýr að sjálfvirkum geimförum framtíðarinnar. Nokkurs konar samkeppni var haldin um það hvaða verkefni yrðu valin. Í febrúar 2020 voru fjögur verkefni eftir en þessi tvö voru valin á þeim grundvelli að þau þykja líklegust til að heppnast og skila góðum árangri. Áætlað er að skjóta báðum geimförunum af stað á milli 2028 og 2030. Geimurinn Bandaríkin Tækni Venus Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira
Venus hefur verið kölluð systurpláneta jarðarinnar. Hún er aðeins minni en jörðin, er sú reikistjarna sem er næst jörðinni og er önnur reikistjarnan frá sólinni. Aðstæður í andrúmslofti Venusar eru mjög öfgafullar. Meðalhitastig á Venusi er talið um 480 gráður og er hún heitasta pláneta sólkerfisins. Andrúmsloft reikistjörnunnar er gífurlega þykkt og þar er þrýstingur sömuleiðis mjög mikill. Andrúmsloftið er að mestu úr koltvísýringi og rignir þar brennisteinssýru, eins og fram kemur á Vísindavefnum. Þetta verður í fyrsta sinn sem NASA sendir geimför til Venusar frá 1978 og vonast er til að geimförin muni auka þekkingu vísindamanna á reikistjörnunni, jörðinni og öðrum reikistjörnum sólkerfisins, samkvæmt tilkynningu á vef stofnunarinnar. In today's #StateOfNASA address, we announced two new @NASASolarSystem missions to study the planet Venus, which we haven't visited in over 30 years! DAVINCI+ will analyze Venus atmosphere, and VERITAS will map Venus surface. pic.twitter.com/yC5Etbpgb8— NASA (@NASA) June 2, 2021 DAVINCI+ Fyrsta verkefnið sem forsvarsmenn NASA völdu kallast DAVINCI+. Það snýst um að rannsaka andrúmsloft Venusar, greina samsetningu þess og skilja hvernig það myndaðist og hvernig það hefur þróast í gegnum árin. DAVINCI+á verkefnið snýr einnig að því að taka myndir af ákveðnum svæðum Vensuar og varpa ljósi á það hvort flekahreyfingar eigi sér stað á reikistjörnunni, eins og talið er. VERITAS Hitt nefnist VERITAS en það snýr meðal annars að því að kortleggja yfirborð reikistjörnunnar og kanna hvort virk eldfjöll spúi vatnsgufu í andrúmsloft reikistjörnunnar. Þá verður geimfarið sem sent verður til Venusar notað til að finna ummerki flekahreyfinga. Geimvísindastofnanir Þýskalands, Frakklands og Ítalíu munu koma að þessu verkefni með NASA. VERITAS mun einnig bera nýja atómklukku (Deep Space Atomic Clock-2) sem vísindamenn NASA eru að þróa til að nota til lengri geimferða framtíðarinnar, þar sem nákvæmar klukkur eru mjög mikilvægar. Sérstaklega þegar snýr að sjálfvirkum geimförum framtíðarinnar. Nokkurs konar samkeppni var haldin um það hvaða verkefni yrðu valin. Í febrúar 2020 voru fjögur verkefni eftir en þessi tvö voru valin á þeim grundvelli að þau þykja líklegust til að heppnast og skila góðum árangri. Áætlað er að skjóta báðum geimförunum af stað á milli 2028 og 2030.
Geimurinn Bandaríkin Tækni Venus Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira