„Ég þarf að halda haus og á ekki að vera ögra dómaranum svona“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júní 2021 12:30 Styrmir Snær Þrastarson er ekki búinn að halda upp á tvítugsafmælið sitt en var með 20 stig og 11 fráköst á erfiðum útivelli í gær. S2 Sport Styrmir Snær Þrastarson mætti á háborðið til þeirra Kjartan Atla Kjartanssonar, Teits Örlygssonar og Benedikts Guðmundssonar eftir sigur Þórs í öðrum leik undanúrslitaeinvígisins á móti Stjörnunni. Styrmir Snær var frábær í leiknum, skoraði 20 stig, var með 11 fráköst og tók af skarið á mikilvægum tímapunktum. Hann skoraði meðal annars fimm fyrstu stig Þórs í leiknum eftir að ekkert gekk að skora í byrjun og setti síðan niður risastór víti á lokasekúndunum. „Ég var að segja við hann Styrmi þegar við vorum í auglýsingahléinu að þegar lið eru með bakið upp við vegg þá mæta A-landsliðsmenn og eru stiga- og frákastahæstir í sínum liðum,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson og beindi orðum sínum til Teits Örlygssonar. S2 Sport „Þetta er allt nýtt fyrir Styrmi því þetta er fyrsta úrslitakeppnin hans. Hann var frábær,“ sagði Teitur en hvernig var dagurinn hjá þessum unga leikmanni. „Ég vaknaði og fór í vinnuna. Ég kom heim í hádeginu og lagði mig. Svo fór ég að gera teygjuæfingar og alls konar æfingar til að hita mig upp. Svo borða ég klukkutíma fyrir leik og fer svo upp í hús til að spila körfubolta með strákunum,“ sagði Styrmir Snær Þrastarson um það hvernig leikdagurinn er hjá honum. „Okkur finnst við vera með betra lið. Það er kannski meiri pressa á okkur heldur en þeim. Við elskum að fá pressu á bakið af því að við spilum best undir pressu,“ sagði Styrmir Snær. Hann fékk oft tíma og pláss til að skjóta á körfuna í gær og nýtt það með því að setja niður þrjú þriggja stiga skot. „Ég er búinn að vera æfa skotin eftir Keflavíkurleikinn í seinni umferðinni. Þeir voru fyrstir til að gefa mér skotið. Þetta er eitthvað sem ég þarf að þróa í mínum leik. Það gengur svona ágætlega,“ sagði Styrmir Snær. Styrmir Snær var líka spurður út í það þegar Ísak Ernir Kristinsson gaf honum tæknivillur í seinni hálfleik. Flestir voru á því að Styrmir hafi þá átt að fá villu en dómararnir dæmdu ekkert. Styrmir sló í gólfið og fékk tæknivillu. „Mér fannst ég eiga skilið villuna. Ég þarf að halda haus og á ekki að vera ögra dómaranum svona,“ sagði Styrmir Snær en það má sjá allt viðtalið við hann hér fyrir neðan. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Styrmir settist á háborðið eftir leik Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Þór Þorlákshöfn Stjarnan Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Ólafía lék lokahringinn í Frakklandi á pari og endaði í 48. sæti Golf Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Fram 23-21 | Hafnfirðingar héldu toppsætinu Handbolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - Leiknir 1-1 | Umdeilt víti færði Víkingum stig Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - KR 2-0 | Sjáðu mörkin Íslenski boltinn England með sigur á Skotlandi í fyrsta leik Fótbolti Umfjöllun, viðtal og myndir: ÍBV - Haukar 28-34 | Haukar skemmdu partýið í Eyjum Handbolti Björgvini Páli og Aroni Rafni skipt út Handbolti Brosandi Öskubuskan vann óvæntan sigur á Opna breska Golf Fleiri fréttir „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Sjá meira
Styrmir Snær var frábær í leiknum, skoraði 20 stig, var með 11 fráköst og tók af skarið á mikilvægum tímapunktum. Hann skoraði meðal annars fimm fyrstu stig Þórs í leiknum eftir að ekkert gekk að skora í byrjun og setti síðan niður risastór víti á lokasekúndunum. „Ég var að segja við hann Styrmi þegar við vorum í auglýsingahléinu að þegar lið eru með bakið upp við vegg þá mæta A-landsliðsmenn og eru stiga- og frákastahæstir í sínum liðum,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson og beindi orðum sínum til Teits Örlygssonar. S2 Sport „Þetta er allt nýtt fyrir Styrmi því þetta er fyrsta úrslitakeppnin hans. Hann var frábær,“ sagði Teitur en hvernig var dagurinn hjá þessum unga leikmanni. „Ég vaknaði og fór í vinnuna. Ég kom heim í hádeginu og lagði mig. Svo fór ég að gera teygjuæfingar og alls konar æfingar til að hita mig upp. Svo borða ég klukkutíma fyrir leik og fer svo upp í hús til að spila körfubolta með strákunum,“ sagði Styrmir Snær Þrastarson um það hvernig leikdagurinn er hjá honum. „Okkur finnst við vera með betra lið. Það er kannski meiri pressa á okkur heldur en þeim. Við elskum að fá pressu á bakið af því að við spilum best undir pressu,“ sagði Styrmir Snær. Hann fékk oft tíma og pláss til að skjóta á körfuna í gær og nýtt það með því að setja niður þrjú þriggja stiga skot. „Ég er búinn að vera æfa skotin eftir Keflavíkurleikinn í seinni umferðinni. Þeir voru fyrstir til að gefa mér skotið. Þetta er eitthvað sem ég þarf að þróa í mínum leik. Það gengur svona ágætlega,“ sagði Styrmir Snær. Styrmir Snær var líka spurður út í það þegar Ísak Ernir Kristinsson gaf honum tæknivillur í seinni hálfleik. Flestir voru á því að Styrmir hafi þá átt að fá villu en dómararnir dæmdu ekkert. Styrmir sló í gólfið og fékk tæknivillu. „Mér fannst ég eiga skilið villuna. Ég þarf að halda haus og á ekki að vera ögra dómaranum svona,“ sagði Styrmir Snær en það má sjá allt viðtalið við hann hér fyrir neðan. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Styrmir settist á háborðið eftir leik
Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Þór Þorlákshöfn Stjarnan Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Ólafía lék lokahringinn í Frakklandi á pari og endaði í 48. sæti Golf Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Fram 23-21 | Hafnfirðingar héldu toppsætinu Handbolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - Leiknir 1-1 | Umdeilt víti færði Víkingum stig Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - KR 2-0 | Sjáðu mörkin Íslenski boltinn England með sigur á Skotlandi í fyrsta leik Fótbolti Umfjöllun, viðtal og myndir: ÍBV - Haukar 28-34 | Haukar skemmdu partýið í Eyjum Handbolti Björgvini Páli og Aroni Rafni skipt út Handbolti Brosandi Öskubuskan vann óvæntan sigur á Opna breska Golf Fleiri fréttir „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - Leiknir 1-1 | Umdeilt víti færði Víkingum stig Íslenski boltinn
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - Leiknir 1-1 | Umdeilt víti færði Víkingum stig Íslenski boltinn
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti