Útlit fyrir líflegt ferðasumar Eiður Þór Árnason skrifar 4. júní 2021 12:02 Um þriðjungur Íslendinga ætlar að gista á skipulögðu tjaldsvæði eða í orlofshúsi félagasamtaka á ferðalögum sínum í sumar samkvæmt könnuninni. Vísir/Vilhelm Um níu af hverjum tíu landsmönnum ætla í ferðalag innanlands í sumar þar sem gist er eina nótt eða lengur og ætlar tæplega helmingur að gista á hóteli. Þetta er niðurstaða nýrrar könnunar á vegum Ferðamálastofu. Afstaða fólks til utanlandsferða hefur ekki breyst frá fyrri mælingu sem framkvæmd var í janúar og febrúar, þrátt fyrir að mun stærri hluti þjóðarinnar hafi nú verið bólusettur. Samkvæmt nýju könnuninni hyggjast um 38,3% svarenda ætla að ferðast svipað mikið erlendis í ár og í fyrra, 32,3% meira og 29,3% minna. Tæplega þrír af hverjum fimm ætla að ferðast álíka mikið innanlands og í fyrra, tæplega þriðjungur meira og einn af hverjum tíu minna. Áform um innanlandsferðir hafa lítið breyst frá síðustu könnun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ferðamálastofu. Flestir ætla í þrjár ferðir 91,3% svarenda sögðust ætla að ferðast innanlands í sumar og gera landsmenn ráð fyrir að fara í að jafnaði 3,1 ferðalag í sumar. Einn af hverjum tíu ætlar í eina ferð, um fjórðungur í tvær ferðir og tæplega fimmtungur þrjár ferðir. Tæplega tveir af hverjum fimm ætla í fjórar eða fleiri ferðir. Flestir ætla í sumarbústaðaferð eða þrír af hverjum fimm. Þar á eftir koma heimsóknir til vina og ættingja (44%), borgar- og bæjarferðir (44%), ferðir með vinahópi eða klúbbfélögum (36%) og útivistarferðir (32%). Yngra fólk ólíklegra til að gista á hóteli Tæplega helmingur landsmanna ætlar að nýta sér hótelgistingu á ferðalögum innanlands í sumar líkt og áður segir. Þeim mun hærri sem fjölskyldutekjurnar eru því líklegra er fólk að nýta sér hótelgistingu samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar. Yngsti aldurshópurinn virðist ekki ætla að nýta hótelgistingu í sama mæli og þeir sem eldri eru. Um tveir af hverjum fimm ætla að gista hjá vinum og ættingjum eða í sumarhúsi í einkaeign og um þriðjungur ætlar að gista á skipulögðu tjaldsvæði eða í orlofshúsi félagasamtaka. Aðra tegund gistingar ætla landsmenn að nýta í minna mæli. Könnunin var framkvæmd af Gallup dagana 14. til 27. maí og samanstóð af sex spurningum um ferðaáform landsmanna næstu þrjá mánuði. Sömu spurningar voru lagðar fyrir fyrr á árinu. Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Sjá meira
Afstaða fólks til utanlandsferða hefur ekki breyst frá fyrri mælingu sem framkvæmd var í janúar og febrúar, þrátt fyrir að mun stærri hluti þjóðarinnar hafi nú verið bólusettur. Samkvæmt nýju könnuninni hyggjast um 38,3% svarenda ætla að ferðast svipað mikið erlendis í ár og í fyrra, 32,3% meira og 29,3% minna. Tæplega þrír af hverjum fimm ætla að ferðast álíka mikið innanlands og í fyrra, tæplega þriðjungur meira og einn af hverjum tíu minna. Áform um innanlandsferðir hafa lítið breyst frá síðustu könnun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ferðamálastofu. Flestir ætla í þrjár ferðir 91,3% svarenda sögðust ætla að ferðast innanlands í sumar og gera landsmenn ráð fyrir að fara í að jafnaði 3,1 ferðalag í sumar. Einn af hverjum tíu ætlar í eina ferð, um fjórðungur í tvær ferðir og tæplega fimmtungur þrjár ferðir. Tæplega tveir af hverjum fimm ætla í fjórar eða fleiri ferðir. Flestir ætla í sumarbústaðaferð eða þrír af hverjum fimm. Þar á eftir koma heimsóknir til vina og ættingja (44%), borgar- og bæjarferðir (44%), ferðir með vinahópi eða klúbbfélögum (36%) og útivistarferðir (32%). Yngra fólk ólíklegra til að gista á hóteli Tæplega helmingur landsmanna ætlar að nýta sér hótelgistingu á ferðalögum innanlands í sumar líkt og áður segir. Þeim mun hærri sem fjölskyldutekjurnar eru því líklegra er fólk að nýta sér hótelgistingu samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar. Yngsti aldurshópurinn virðist ekki ætla að nýta hótelgistingu í sama mæli og þeir sem eldri eru. Um tveir af hverjum fimm ætla að gista hjá vinum og ættingjum eða í sumarhúsi í einkaeign og um þriðjungur ætlar að gista á skipulögðu tjaldsvæði eða í orlofshúsi félagasamtaka. Aðra tegund gistingar ætla landsmenn að nýta í minna mæli. Könnunin var framkvæmd af Gallup dagana 14. til 27. maí og samanstóð af sex spurningum um ferðaáform landsmanna næstu þrjá mánuði. Sömu spurningar voru lagðar fyrir fyrr á árinu.
Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Sjá meira