Clippers áfram þrátt fyrir stórleik Luka Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. júní 2021 22:45 Clippers er komið í undanúrslit Vesturdeildar. Kevork Djansezian/Getty Images Luka Dončić átti enn einn stórleikinn í liði Dallas Mavericks en það dugði ekki til að þessu sinni er liðið tapaði fyrir Los Angeles Clippers í oddaleik úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Lokatölur 126-115 og Clippers komið áfram. Að venju fór allur sóknarleikur Dallas í gegnum Dončić og hann brást ekki í fyrsta leikhluta. Hann skoraði 19 stig og sá til þess að Dallas var þremur stigum yfir að honum loknum, staðan þá 38-35 Dallas í vil. Heimamenn í Clippers bitu frá sér í öðrum leikhluta. Paul George fór mikinn í leikhlutanum og þá var Marcus Morris Sr. sjóðandi heitur fyrir utan þriggja stiga línuna. Hann skoraði alls 23 stig í leiknum. With this triple, Marcus Morris Sr. joins Steph Curry as the only players in GAME 7 HISTORY to hit 7 threes! #NBAPlayoffs #ThatsGameWIN or GO HOME GAME 7 on ABC pic.twitter.com/Dzfwy8cnTo— NBA (@NBA) June 6, 2021 Eftir frábæran annan leikhluta var Clippers komið átta stigum yfir þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik, staðan þá 70-62. Varnarleikur beggja liða ekki upp á marga fiska. Dallas byrjaði síðari hálfleik af miklum krafti og tókst að jafna metin í 72-72 þegar tvær mínútur voru liðnar. Staðan var jöfn um miðbik leikhlutans en þá tóku heimamenn öll völd á vellinum og voru komnir 15 stigum yfir fyrir síðasta fjórðung leiksins, staðan þá 100-85. Líkt og í öðrum leikjum einvígisins var Dončić einfaldlega búinn á því í fjórða leikhluta og virtist sem leikurinn væri tapaður. Hann náði hins vegar að setja niður stóra þriggja stiga körfu þegar tvær mínútur voru eftir af leiknum og munurinn kominn niður í sjö stig. Reggie Jackson setti niður enn stærri þriggja stiga körfu hinum megin á vellinum í kjölfarið og eftir það var allt loft úr Mavericks-mönnum. Clippers gekk frá leiknum í kjölfarið og vann 15 stiga sigur, lokatölur 126-115. Reggie and Mook coming up clutch. pic.twitter.com/8ycFesqdGP— LA Clippers (@LAClippers) June 6, 2021 Kawhi Leonard var stigahæstur hjá Clippers með 28 stig. Hann var aðeins einni stoðsendingu frá þrefaldri tvennu en hann tók 10 fráköst og gaf níu stoðsendingar. Paul George var svo með 22 stig. Luka skoraði 46 stig ásamt því að gefa 14 stoðsendingar. Dorian Finney-Smith kom þar á eftir með 18 stig. Clippers þar með komið áfram í undanúrslit Vesturdeildarinnar þar sem Utah Jazz bíður. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti NBA Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Sjá meira
Að venju fór allur sóknarleikur Dallas í gegnum Dončić og hann brást ekki í fyrsta leikhluta. Hann skoraði 19 stig og sá til þess að Dallas var þremur stigum yfir að honum loknum, staðan þá 38-35 Dallas í vil. Heimamenn í Clippers bitu frá sér í öðrum leikhluta. Paul George fór mikinn í leikhlutanum og þá var Marcus Morris Sr. sjóðandi heitur fyrir utan þriggja stiga línuna. Hann skoraði alls 23 stig í leiknum. With this triple, Marcus Morris Sr. joins Steph Curry as the only players in GAME 7 HISTORY to hit 7 threes! #NBAPlayoffs #ThatsGameWIN or GO HOME GAME 7 on ABC pic.twitter.com/Dzfwy8cnTo— NBA (@NBA) June 6, 2021 Eftir frábæran annan leikhluta var Clippers komið átta stigum yfir þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik, staðan þá 70-62. Varnarleikur beggja liða ekki upp á marga fiska. Dallas byrjaði síðari hálfleik af miklum krafti og tókst að jafna metin í 72-72 þegar tvær mínútur voru liðnar. Staðan var jöfn um miðbik leikhlutans en þá tóku heimamenn öll völd á vellinum og voru komnir 15 stigum yfir fyrir síðasta fjórðung leiksins, staðan þá 100-85. Líkt og í öðrum leikjum einvígisins var Dončić einfaldlega búinn á því í fjórða leikhluta og virtist sem leikurinn væri tapaður. Hann náði hins vegar að setja niður stóra þriggja stiga körfu þegar tvær mínútur voru eftir af leiknum og munurinn kominn niður í sjö stig. Reggie Jackson setti niður enn stærri þriggja stiga körfu hinum megin á vellinum í kjölfarið og eftir það var allt loft úr Mavericks-mönnum. Clippers gekk frá leiknum í kjölfarið og vann 15 stiga sigur, lokatölur 126-115. Reggie and Mook coming up clutch. pic.twitter.com/8ycFesqdGP— LA Clippers (@LAClippers) June 6, 2021 Kawhi Leonard var stigahæstur hjá Clippers með 28 stig. Hann var aðeins einni stoðsendingu frá þrefaldri tvennu en hann tók 10 fráköst og gaf níu stoðsendingar. Paul George var svo með 22 stig. Luka skoraði 46 stig ásamt því að gefa 14 stoðsendingar. Dorian Finney-Smith kom þar á eftir með 18 stig. Clippers þar með komið áfram í undanúrslit Vesturdeildarinnar þar sem Utah Jazz bíður. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti NBA Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Sjá meira