Anníe Mist sendi sautján ára vonarstjörnu CrossFit smá skilaboð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júní 2021 08:31 Anníe Mist Þórisdóttir er orðin spennt fyrir því að keppa í undanúrslitamóti heimsleikanna í CrossFit. Instagram/@anniethorisdottir Það styttist í það að Anníe Mist Þórisdóttir fái að keppa um sæti á heimsleikunum í CrossFit í haust en það eykur spenninginn hjá henni að horfa upp á fólk vinna sér inn farseðlana sína á heimsmeistaramótið í ár. Það fjölgar statt og stöðugt í hópi þeirra sem hafa tryggt sér sæti á heimsleikunum í CrossFit en enginn Íslendingur hefur þó enn fengið að reyna sig í undanúrslitunum. Anníe Mist Þórisdóttir er á fullu við æfingar og veit nú meira um hvaða æfingar bíða hennar í undanúrslitamótinu. Síðustu tvær helgar hafa farið fram undanúrslitamót þar sem keppt var á staðnum en Anníe Mist mun skila æfingum sínum í gegnum netið eins og allir íslensku keppendurnir sem eiga enn möguleika. „Það er ótrúlega gaman að sjá fólk tryggja sig inn á heimsleikana í CrossFit 2021. Það er erfitt að lýsa tilfinningunni að landa þátttökurétt á stærsta sviðinu sem sumir eru að ná þangað inn í fyrsta skiptið en aðrir að endurtaka leikinn,“ skrifaði Anníe Mist Þórisdóttir. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) „Ég tryggði mig inn á mína fyrstu heimsleika árið 2009 þegar ég var bara nítján ára og hafði aldrei komið til Bandaríkjanna,“ skrifaði Anníe Mist. „Núna tólf árum síðar eru fimm dagar í það að ég fái að keppa um sæti á þá mínum elleftu heimsleikum. Ég hef verið heilluð af frammistöðu Mal O’Brien á The Granite Games. Sautján ára stelpa mun keppa við hlið stærstu nafnanna í íþróttinni. Íþróttin er að breytast,“ skrifaði Anníe. View this post on Instagram A post shared by Mal O Brien (@malobrien_) Hin bandaríska Mal O’Brien gerði vissulega vel um helgina þegar hún tryggði sér sæti á heimsleikunum í lok júlí en Anníe Mist lét hana og heiminn þó vita af því að þessi stórefnilega CrossFit stelpa náði ekki að gera betur en íslenska goðsögnin í einni æfingunni. Anníe Mist birti handstöðuæfinguna hjá sér þar sem var ganga á höndum og handstöðulyftur. Hún sendi sautján ára vonarstjörnunni líka smá skilaboð. „Í þessari grein þá náði ég samt að halda henni á eftir mér. Kannski fáum við að keppa við hvor aðra á heimsleikunum. Hennar framtíð er björt og sama má segja um framtíð CrossFit íþróttarinnar,“ skrifaði Anníe Mist Þórisdóttir en pistill hennar er hér fyrir neðan. Eins og sjá má hér fyrir ofan þá er Freyja Mist, dóttir Anníe Mistar, komin með rétta búninginn til að fylgjast með mömmu sinni komast inn á sína fyrstu heimsleika síðan að hún varð mamma. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) CrossFit Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Fleiri fréttir Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Sjá meira
Það fjölgar statt og stöðugt í hópi þeirra sem hafa tryggt sér sæti á heimsleikunum í CrossFit en enginn Íslendingur hefur þó enn fengið að reyna sig í undanúrslitunum. Anníe Mist Þórisdóttir er á fullu við æfingar og veit nú meira um hvaða æfingar bíða hennar í undanúrslitamótinu. Síðustu tvær helgar hafa farið fram undanúrslitamót þar sem keppt var á staðnum en Anníe Mist mun skila æfingum sínum í gegnum netið eins og allir íslensku keppendurnir sem eiga enn möguleika. „Það er ótrúlega gaman að sjá fólk tryggja sig inn á heimsleikana í CrossFit 2021. Það er erfitt að lýsa tilfinningunni að landa þátttökurétt á stærsta sviðinu sem sumir eru að ná þangað inn í fyrsta skiptið en aðrir að endurtaka leikinn,“ skrifaði Anníe Mist Þórisdóttir. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) „Ég tryggði mig inn á mína fyrstu heimsleika árið 2009 þegar ég var bara nítján ára og hafði aldrei komið til Bandaríkjanna,“ skrifaði Anníe Mist. „Núna tólf árum síðar eru fimm dagar í það að ég fái að keppa um sæti á þá mínum elleftu heimsleikum. Ég hef verið heilluð af frammistöðu Mal O’Brien á The Granite Games. Sautján ára stelpa mun keppa við hlið stærstu nafnanna í íþróttinni. Íþróttin er að breytast,“ skrifaði Anníe. View this post on Instagram A post shared by Mal O Brien (@malobrien_) Hin bandaríska Mal O’Brien gerði vissulega vel um helgina þegar hún tryggði sér sæti á heimsleikunum í lok júlí en Anníe Mist lét hana og heiminn þó vita af því að þessi stórefnilega CrossFit stelpa náði ekki að gera betur en íslenska goðsögnin í einni æfingunni. Anníe Mist birti handstöðuæfinguna hjá sér þar sem var ganga á höndum og handstöðulyftur. Hún sendi sautján ára vonarstjörnunni líka smá skilaboð. „Í þessari grein þá náði ég samt að halda henni á eftir mér. Kannski fáum við að keppa við hvor aðra á heimsleikunum. Hennar framtíð er björt og sama má segja um framtíð CrossFit íþróttarinnar,“ skrifaði Anníe Mist Þórisdóttir en pistill hennar er hér fyrir neðan. Eins og sjá má hér fyrir ofan þá er Freyja Mist, dóttir Anníe Mistar, komin með rétta búninginn til að fylgjast með mömmu sinni komast inn á sína fyrstu heimsleika síðan að hún varð mamma. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir)
CrossFit Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Fleiri fréttir Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Sjá meira