Fjölgun starfa, framkvæmdir og menning í Hafnarfirði Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar 8. júní 2021 08:31 Í lok maí samþykkti bæjarráð Hafnarfjarðar áframhaldandi aðgerðir vegna Covid19 sem eru til þess fallnar að styðja enn frekar við íbúa og atvinnulíf í bæjarfélaginu. Aðgerðirnar eru aukin fjárframlög til fjölgunar starfa, til innviðauppbyggingar og til sérstakra menningarviðburða sumarið 2021. Það birtir til Það er sérstaklega gleðilegt að sjá hve vel okkur gengur að bólusetja hér á landi. Við erum farin að sjá vel í ljósið við enda ganganna og líf okkar færist því samhliða hægt og bítandi í rétt horf. Verkefni okkar og viðfangsefni verða þó áfram krefjandi. Það mun taka tíma að vinna úr efnahagslegum afleiðingum faraldursins; minni umsvifum fyrirtækja, auknu atvinnuleysi og minni tekjum í samfélaginu. Þó verður að hafa það í huga að tímabundnar stuðningsaðgerðir stjórnvalda hafa heppnast vel og mýkt höggið. Rauði þráðurinn í allri okkar vinnu hér í Hafnarfirði í gegnum faraldurinn hefur verið að halda uppi og tryggja góða og trausta þjónustu við íbúa ásamt því að viðhalda nauðsynlegu framkvæmdastigi. Aukin framlög til sumarstarfa ungmenna Samþykkt hefur verið að auka fjármagn um 250 milljónir króna í tímabundin störf. Sérstaklega mikilvægt er að tryggja þátttöku ungs fólks í vinnu og byggja upp fjölbreytta reynslu. Þessi mikla aukning verður til þess að hægt verður að fjölga störfum verulega, en í ár er gert ráð fyrir að störfum muni fjölga um 100 frá því í fyrra og verði þá um 200 störfum fleiri en eru á venjulegu ári. Störfin verða á vegum bæjarins þar sem boðið verður upp á fleiri störf í vinnuskóla, auk myndarlegrar þátttöku í atvinnuátaki stjórnvalda. Þar er boðið upp á sumarstörf fyrir námsmenn og tímabundin störf fyrir fólk í atvinnuleit. Hér er um að ræða fjölbreytt og spennandi störf og verður nýsköpunarstofan, sem sett var upp í Menntasetrinu við Lækinn síðasta sumar, m.a. nýtt. Kröftug innspýting til framkvæmda og stuðningur við öflugt menningarlíf Samhliða fjölgun starfa var samþykkt að bæta 340 milljónum króna í framkvæmdir í bæjarfélaginu. Þar má nefna mikla þörf í endurnýjun gangstétta í eldri hverfum auk frágangs í þeim hverfum sem nýrri eru, nauðsynlegt viðhald á skólalóðum og endurnýjun stíga og rafmagns í Hellisgerði. Faraldurinn hefur auk þess haft veruleg áhrif á allt menningarlíf og viðburðarhald undanfarna mánuði. Því hefur verið ákveðið að bæta við 5 milljónum króna til sérstakra menningarviðburða í Hafnarfirði sumarið 2021. Þar, líkt og annars staðar í samfélaginu, er nú að rofa til og ég segi að við getum farið að leyfa okkur að hlakka til hinna ýmsu viðburða. Nú stendur yfir bæjarhátíðin Bjartir dagar og mun hún standa yfir í allt sumar þar sem reynt verður að endurspegla allt það fjölbreytta menningarlíf sem til staðar er í Hafnarfirði. Auk þess styttist óðum í Hjarta Hafnarfjarðar, hátíð sem forsvarsmenn Bæjarbíós halda í góðu samstarfi við Hafnarfjarðarbæ. Hjarta Hafnarfjarðar hefst með glæsilegri dagskrá þann 7. júlí næstkomandi. Það er bjart framundan. Förum varlega, virðum gildandi reglur en leyfum okkur að hlakka til komandi tíma. Við þurfum á því að halda. Höfundur er formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Vinnumarkaður Mest lesið Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Sjá meira
Í lok maí samþykkti bæjarráð Hafnarfjarðar áframhaldandi aðgerðir vegna Covid19 sem eru til þess fallnar að styðja enn frekar við íbúa og atvinnulíf í bæjarfélaginu. Aðgerðirnar eru aukin fjárframlög til fjölgunar starfa, til innviðauppbyggingar og til sérstakra menningarviðburða sumarið 2021. Það birtir til Það er sérstaklega gleðilegt að sjá hve vel okkur gengur að bólusetja hér á landi. Við erum farin að sjá vel í ljósið við enda ganganna og líf okkar færist því samhliða hægt og bítandi í rétt horf. Verkefni okkar og viðfangsefni verða þó áfram krefjandi. Það mun taka tíma að vinna úr efnahagslegum afleiðingum faraldursins; minni umsvifum fyrirtækja, auknu atvinnuleysi og minni tekjum í samfélaginu. Þó verður að hafa það í huga að tímabundnar stuðningsaðgerðir stjórnvalda hafa heppnast vel og mýkt höggið. Rauði þráðurinn í allri okkar vinnu hér í Hafnarfirði í gegnum faraldurinn hefur verið að halda uppi og tryggja góða og trausta þjónustu við íbúa ásamt því að viðhalda nauðsynlegu framkvæmdastigi. Aukin framlög til sumarstarfa ungmenna Samþykkt hefur verið að auka fjármagn um 250 milljónir króna í tímabundin störf. Sérstaklega mikilvægt er að tryggja þátttöku ungs fólks í vinnu og byggja upp fjölbreytta reynslu. Þessi mikla aukning verður til þess að hægt verður að fjölga störfum verulega, en í ár er gert ráð fyrir að störfum muni fjölga um 100 frá því í fyrra og verði þá um 200 störfum fleiri en eru á venjulegu ári. Störfin verða á vegum bæjarins þar sem boðið verður upp á fleiri störf í vinnuskóla, auk myndarlegrar þátttöku í atvinnuátaki stjórnvalda. Þar er boðið upp á sumarstörf fyrir námsmenn og tímabundin störf fyrir fólk í atvinnuleit. Hér er um að ræða fjölbreytt og spennandi störf og verður nýsköpunarstofan, sem sett var upp í Menntasetrinu við Lækinn síðasta sumar, m.a. nýtt. Kröftug innspýting til framkvæmda og stuðningur við öflugt menningarlíf Samhliða fjölgun starfa var samþykkt að bæta 340 milljónum króna í framkvæmdir í bæjarfélaginu. Þar má nefna mikla þörf í endurnýjun gangstétta í eldri hverfum auk frágangs í þeim hverfum sem nýrri eru, nauðsynlegt viðhald á skólalóðum og endurnýjun stíga og rafmagns í Hellisgerði. Faraldurinn hefur auk þess haft veruleg áhrif á allt menningarlíf og viðburðarhald undanfarna mánuði. Því hefur verið ákveðið að bæta við 5 milljónum króna til sérstakra menningarviðburða í Hafnarfirði sumarið 2021. Þar, líkt og annars staðar í samfélaginu, er nú að rofa til og ég segi að við getum farið að leyfa okkur að hlakka til hinna ýmsu viðburða. Nú stendur yfir bæjarhátíðin Bjartir dagar og mun hún standa yfir í allt sumar þar sem reynt verður að endurspegla allt það fjölbreytta menningarlíf sem til staðar er í Hafnarfirði. Auk þess styttist óðum í Hjarta Hafnarfjarðar, hátíð sem forsvarsmenn Bæjarbíós halda í góðu samstarfi við Hafnarfjarðarbæ. Hjarta Hafnarfjarðar hefst með glæsilegri dagskrá þann 7. júlí næstkomandi. Það er bjart framundan. Förum varlega, virðum gildandi reglur en leyfum okkur að hlakka til komandi tíma. Við þurfum á því að halda. Höfundur er formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar.
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun