„Búinn að ákveða að þetta yrði mitt síðasta tímabil“ Atli Arason skrifar 7. júní 2021 23:39 Jakob Örn Sigurðarson er hluti af 1982 árgangi KR þaðan sem landsliðsmenn á borð við Jón Arnór Stefánsson og Helgi Magnússon komu. Vísir/Bára Dröfn Frábærum ferli Jakobs Arnar Sigurðarsonar, leikmanns KR, er formlega lokið eftir 3-0 tap gegn Keflavík í undanúrslitum Dominos deildarinnar í kvöld. Skórnir eru á leið upp í hillu. „Mér líður rosalega vel í líkamanum en ég var fyrir löngu búinn að ákveða að þetta yrði mitt síðasta tímabil og ég stend við það. Þetta er komið gott og búinn að vera langur ferill,“ sagði Jakob í leikslok. „Það er auðvitað sárt að tapa í síðasta leik en þegar maður spilar lengi þá kynnist maður því að maður tapar og maður sigrar. Þetta er upp og niður. Maður reynir bara að hugsa út í það jákvæða á ferlinum og hvað þetta var allt skemmtilegt. Ég reyni bara að vera sáttur,“ sagði Jakob Örn. Bakvörðurinn sem er uppalinn í Vesturbænum spilaði stóran hluta ferilsins í Svíþjóð áður en hann sneri aftur heim árið 2019. Engin úrslitakeppni var spiluð í fyrra og frestaðist því titilvörn KR-inga um eitt ár en liðið hafði unnið Íslandsmeistaratitilinn sex ár í röð. „Ég er aðallega svekktur með frammistöðuna. Mér fannst við koma flatir inn í leikinn og náðum aldrei að komast í takt við leikinn og náðum heldur ekki að komast nálægt þeim. Þeir voru alltaf með þessa forystu 10-12 stig og hún endaði í 18. Þeir voru alltaf með stjórn á leiknum og við vorum að elta. Þetta var bara erfitt.“ Aðspurður að því hvers vegna KR-ingar komu svona flatir inn í leikinn var Jakob ekki alveg viss. „Það er erfitt að segja. Við höfum alltaf byrjað leikina vel, alla leiki á móti Keflavík í vetur. Fyrri hálfleikur hefur verið flottur hjá okkur en það var ekki þannig í dag. Ég veit ekki alveg nákvæmlega hvers vegna en það er alltaf erfitt að spila á móti svona góðu liði og sérstaklega þegar þú þarft að elta allan leikinn. Þeir eru með frábæran leikstjórnanda, þeir spila sem lið og kunna körfubolta, þannig þetta var erfitt,“ svaraði Jakob Örn. KR lagði mikla áherslu á því að stöðva Deane Williams og Dominykas Milka í leiknum og það gekk ágætlega framan af fyrsta leikhluta. KR-ingar þvinguðu þá í erfið skot og af gólfinu var Milka í 1/3 og Deane 3/6. Við það opnaðist þó fyrir aðra menn eins og Calvin Burks sem lét vaða að vild og var stigahæstur Keflvíkinga í fyrsta leikhluta með 9 stig. „Þeir spila saman og þeir taka það sem vörnin gefur þeim. Við stóluðum kannski of mikið á að reyna að stoppa þá [Williams og Milka] og sjá hvað hinir myndu gera en þeir bara stigu upp og settu skot og þá varð þetta enn erfiðara. Þeir voru alltaf með menn tilbúna inn á. Það er erfitt að stoppa þá þegar þeir finna alltaf besta opna skotið,“ sagði Jakob að lokum í sínu síðasta viðtali sem körfuboltaleikmaður. Dominos-deild karla KR Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Ólafía lék lokahringinn í Frakklandi á pari og endaði í 48. sæti Golf Umfjöllun: Ísland - Færeyjar 8-0 | Ferðalagið til Frakklands byrjar vel Fótbolti Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Fram 23-21 | Hafnfirðingar héldu toppsætinu Handbolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - Leiknir 1-1 | Umdeilt víti færði Víkingum stig Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - KR 2-0 | Sjáðu mörkin Íslenski boltinn England með sigur á Skotlandi í fyrsta leik Fótbolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Sjá meira
„Mér líður rosalega vel í líkamanum en ég var fyrir löngu búinn að ákveða að þetta yrði mitt síðasta tímabil og ég stend við það. Þetta er komið gott og búinn að vera langur ferill,“ sagði Jakob í leikslok. „Það er auðvitað sárt að tapa í síðasta leik en þegar maður spilar lengi þá kynnist maður því að maður tapar og maður sigrar. Þetta er upp og niður. Maður reynir bara að hugsa út í það jákvæða á ferlinum og hvað þetta var allt skemmtilegt. Ég reyni bara að vera sáttur,“ sagði Jakob Örn. Bakvörðurinn sem er uppalinn í Vesturbænum spilaði stóran hluta ferilsins í Svíþjóð áður en hann sneri aftur heim árið 2019. Engin úrslitakeppni var spiluð í fyrra og frestaðist því titilvörn KR-inga um eitt ár en liðið hafði unnið Íslandsmeistaratitilinn sex ár í röð. „Ég er aðallega svekktur með frammistöðuna. Mér fannst við koma flatir inn í leikinn og náðum aldrei að komast í takt við leikinn og náðum heldur ekki að komast nálægt þeim. Þeir voru alltaf með þessa forystu 10-12 stig og hún endaði í 18. Þeir voru alltaf með stjórn á leiknum og við vorum að elta. Þetta var bara erfitt.“ Aðspurður að því hvers vegna KR-ingar komu svona flatir inn í leikinn var Jakob ekki alveg viss. „Það er erfitt að segja. Við höfum alltaf byrjað leikina vel, alla leiki á móti Keflavík í vetur. Fyrri hálfleikur hefur verið flottur hjá okkur en það var ekki þannig í dag. Ég veit ekki alveg nákvæmlega hvers vegna en það er alltaf erfitt að spila á móti svona góðu liði og sérstaklega þegar þú þarft að elta allan leikinn. Þeir eru með frábæran leikstjórnanda, þeir spila sem lið og kunna körfubolta, þannig þetta var erfitt,“ svaraði Jakob Örn. KR lagði mikla áherslu á því að stöðva Deane Williams og Dominykas Milka í leiknum og það gekk ágætlega framan af fyrsta leikhluta. KR-ingar þvinguðu þá í erfið skot og af gólfinu var Milka í 1/3 og Deane 3/6. Við það opnaðist þó fyrir aðra menn eins og Calvin Burks sem lét vaða að vild og var stigahæstur Keflvíkinga í fyrsta leikhluta með 9 stig. „Þeir spila saman og þeir taka það sem vörnin gefur þeim. Við stóluðum kannski of mikið á að reyna að stoppa þá [Williams og Milka] og sjá hvað hinir myndu gera en þeir bara stigu upp og settu skot og þá varð þetta enn erfiðara. Þeir voru alltaf með menn tilbúna inn á. Það er erfitt að stoppa þá þegar þeir finna alltaf besta opna skotið,“ sagði Jakob að lokum í sínu síðasta viðtali sem körfuboltaleikmaður.
Dominos-deild karla KR Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Ólafía lék lokahringinn í Frakklandi á pari og endaði í 48. sæti Golf Umfjöllun: Ísland - Færeyjar 8-0 | Ferðalagið til Frakklands byrjar vel Fótbolti Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Fram 23-21 | Hafnfirðingar héldu toppsætinu Handbolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - Leiknir 1-1 | Umdeilt víti færði Víkingum stig Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - KR 2-0 | Sjáðu mörkin Íslenski boltinn England með sigur á Skotlandi í fyrsta leik Fótbolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - Leiknir 1-1 | Umdeilt víti færði Víkingum stig Íslenski boltinn
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - Leiknir 1-1 | Umdeilt víti færði Víkingum stig Íslenski boltinn
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti