Sá langneðsti úr nýliðavali til að vinna MVP-verðlaunin Sindri Sverrisson skrifar 9. júní 2021 07:30 Nikola Jokic er í miðju einvígi við Phoenix Suns en var í nótt útnefndur mikilvægasti leikmaðurinn í NBA-deildarkeppninni í vetur. AP/Matt York Nikola Jokic varð í nótt fyrsti Serbinn og fyrsti leikmaður Denver Nuggets til að verða útnefndur mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar í körfubolta. Hann er þriðji Evrópubúinn í sögunni til að afreka það. Jokic er á fullu í úrslitakeppninni þar sem hann mætir Phoenix Suns í öðrum leik í kvöld, í undanúrslitum vesturdeildarinnar. Tveir leikir fóru fram í nótt þegar Utah Jazz tók 1-0 forystu gegn LA Clippers, með 112-109 sigri, og Philadelphia 76ers unnu Atlanta Hawks 118-102 og jöfnuðu einvígið í 1-1. Auk Jokic hafa eru Þjóðverjinn Dirk Nowitzki og Grikkinn Giannis Antetokounmpo einu Evrópubúarnir sem valdir hafa verið mikilvægustu leikmenn NBA-deildarinnar. Jokic lék alla 72 leiki Denver í deildarkeppninni í vetur og skoraði að meðaltali 26,4 stig í leik, tók 10,9 fráköst, gaf 8,4 stoðsendingar og stal boltanum 1,32 sinnum. Nikola Jokic is the first #KiaMVP to play every regular season game for their team since Kobe Bryant in 2007-08. pic.twitter.com/3wYNCjv6Eh— NBA History (@NBAHistory) June 9, 2021 Enginn hefur hlotið útnefninguna eftir að hafa verið eins neðarlega í nýliðavalinu og Jokic. Denver valdi hann í 2. umferð nýliðavalsins árið 2014 og var hann númer 41 í röðinni. Antetokounmpo og Steve Nash voru áður þeir neðstu í nýliðavali til að vinna MVP-verðlaunin en voru þó í 15. sæti í sínu nýliðavali. Þess ber þó að geta að Moses Malone, sem þrívegis var valinn mikilvægasti leikmaðurinn á árunum 1979-83, kom ekki inn í deildina úr nýliðavalinu. Hundrað íþróttafréttamenn um allan heim standa að valinu á verðmætasta leikmanni NBA-deildarinnar. Joel Embiid úr Philadelphia 76ers varð í 2. sæti og Stephen Curry, leikmaður Golden State Warriors, varð í 3. sæti. Antetokounmpo og Chris Paul komu svo þar á eftir. Embiid og Mitchell rufu 40 stiga múrinn Embiid skoraði 40 stig í sigri Philadelphia gegn Atlanta í nótt. Einvígið færist nú yfir til Atlanta þar sem liðin mætast á föstudagskvöld. Donovan Mitchell átti stærstan þátt í sigri Utah á LA Clippers en hann skoraði 45 stig í leiknum, þar af 32 stig í seinni hálfleiknum. Næsti leikur liðanna er í Salt Lake City á morgun. NBA Mest lesið „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Sjá meira
Jokic er á fullu í úrslitakeppninni þar sem hann mætir Phoenix Suns í öðrum leik í kvöld, í undanúrslitum vesturdeildarinnar. Tveir leikir fóru fram í nótt þegar Utah Jazz tók 1-0 forystu gegn LA Clippers, með 112-109 sigri, og Philadelphia 76ers unnu Atlanta Hawks 118-102 og jöfnuðu einvígið í 1-1. Auk Jokic hafa eru Þjóðverjinn Dirk Nowitzki og Grikkinn Giannis Antetokounmpo einu Evrópubúarnir sem valdir hafa verið mikilvægustu leikmenn NBA-deildarinnar. Jokic lék alla 72 leiki Denver í deildarkeppninni í vetur og skoraði að meðaltali 26,4 stig í leik, tók 10,9 fráköst, gaf 8,4 stoðsendingar og stal boltanum 1,32 sinnum. Nikola Jokic is the first #KiaMVP to play every regular season game for their team since Kobe Bryant in 2007-08. pic.twitter.com/3wYNCjv6Eh— NBA History (@NBAHistory) June 9, 2021 Enginn hefur hlotið útnefninguna eftir að hafa verið eins neðarlega í nýliðavalinu og Jokic. Denver valdi hann í 2. umferð nýliðavalsins árið 2014 og var hann númer 41 í röðinni. Antetokounmpo og Steve Nash voru áður þeir neðstu í nýliðavali til að vinna MVP-verðlaunin en voru þó í 15. sæti í sínu nýliðavali. Þess ber þó að geta að Moses Malone, sem þrívegis var valinn mikilvægasti leikmaðurinn á árunum 1979-83, kom ekki inn í deildina úr nýliðavalinu. Hundrað íþróttafréttamenn um allan heim standa að valinu á verðmætasta leikmanni NBA-deildarinnar. Joel Embiid úr Philadelphia 76ers varð í 2. sæti og Stephen Curry, leikmaður Golden State Warriors, varð í 3. sæti. Antetokounmpo og Chris Paul komu svo þar á eftir. Embiid og Mitchell rufu 40 stiga múrinn Embiid skoraði 40 stig í sigri Philadelphia gegn Atlanta í nótt. Einvígið færist nú yfir til Atlanta þar sem liðin mætast á föstudagskvöld. Donovan Mitchell átti stærstan þátt í sigri Utah á LA Clippers en hann skoraði 45 stig í leiknum, þar af 32 stig í seinni hálfleiknum. Næsti leikur liðanna er í Salt Lake City á morgun.
NBA Mest lesið „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Sjá meira