Mesta lækkun atvinnuleysis síðan um aldamót Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 10. júní 2021 13:38 Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, setti á laggirnar átakið „Hefjum störf“. Atvinnulausum hefur fækkað um 2.400 milli mánaða á landsvísu. Það er mesta fækkun sem hefur orðið frá aldamótum, en fjöldatölur Vinnumálastofnunar ná ekki lengra. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, setti af stað átakið „Hefjum störf“ í mars síðastliðinn. Markmiðið með átakinu var að skapa allt að sjö þúsund tímabundin störf í samvinnu við atvinnulífið, opinberar stofnanir, sveitarfélög og félagasamtök. En þessir aðilar fá ríflegan stuðning frá hinu opinbera með hverjum nýjum starfsmanni. Atvinnuleysi mældist 10,4 prósent í apríl á þessu ári, en var komið niður í 9.1 prósent í maí. Lækkunin nemur því 1,3 prósent á milli mánaða, sem eru um 2.400 einstaklingar. Það er mesta lækkun sem hefur orðið síðan 1994. Þetta kemur fram í skýrslu Vinnumálastofnunar um stöðu og horfur á íslenskum vinnumarkaði. Atvinnulausum fækkað mest í ferðaþjónustunni Það má því segja að átakið hafi farið vel af stað og nú eru alls um 10.400 störf í boði hjá Vinnumálastofnun í tengslum við átakið. Samkvæmt upplýsingum frá félagsmálaráðuneytinu hefur gengið vel að ráða einstaklinga sem hafa verið lengi á atvinnuleysisskrá. Atvinnulausum fækkaði í öllum atvinnugreinum í maí. Mesta fækkunin var í ferðaþjónustutengdum greinum, en þar var fækkunin á bilinu 18-21 prósent. Ásmundur Einar segir mikið gleðiefni að sjá atvinnuleysi minnka hraðar en spár gerðu ráð fyrir. Hann segir tölurnar sýna að þær aðgerðir sem farið var í með átakinu séu að virka. „Ég er virkilega ánægður að sjá hvernig atvinnulífið hefur komið af krafti með okkur í þessar aðgerðir og nú er bara að bæta í, sækja fram af krafti og skapa enn fleiri störf á næstu mánuðum.“ Vinnumálastofnun spáir enn frekari lækkun atvinnuleysis og að það verði komið niður í 7,3-7,7 prósent í júní. Ef sú þróun raungerist, mun atvinnulausum hafa fækkað úr 20.000 í lok apríl, í 14.000 í lok júní. Vinnumarkaður Félagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ísland verður síðasta þróaða ríkið til að endurheimta fyrri efnahagsstyrk Ekkert þróað ríki verður jafn lengi að endurheimta fyrri efnahagsstyrk eftir heimsfaraldurinn og Ísland, samkvæmt nýrri spá OECD. Við matið er verg landsframleiðsla á mann notuð sem mælikvarði á þetta. 2. júní 2021 17:44 Ásmundur segir atvinnuleysisbætur ekki vera framfærslustyrk Ásmundur Einar Daðason minnir á tilkynningarskyldu atvinnurekenda um óréttmætar hafnanir starfstilboða. Hann segir einnig mikilvægt að tilkynnt sé um grun um að atvinnuleysisbótaþegar dveljist varanlega erlendis. 1. júní 2021 15:41 Sumarstörfum fyrir 2.500 námsmenn úthlutað Nú hefur 2.500 sumarstörfum fyrir námsmenn verið úthlutað hjá Vinnumálastofnun en þau eru hluti af átakinu Hefjum störf, sem Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra hrundi af stað. Átakið svipar til þess sem gert var síðasta sumar en átakið í ár nær enn víðar. 11. maí 2021 14:28 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, setti af stað átakið „Hefjum störf“ í mars síðastliðinn. Markmiðið með átakinu var að skapa allt að sjö þúsund tímabundin störf í samvinnu við atvinnulífið, opinberar stofnanir, sveitarfélög og félagasamtök. En þessir aðilar fá ríflegan stuðning frá hinu opinbera með hverjum nýjum starfsmanni. Atvinnuleysi mældist 10,4 prósent í apríl á þessu ári, en var komið niður í 9.1 prósent í maí. Lækkunin nemur því 1,3 prósent á milli mánaða, sem eru um 2.400 einstaklingar. Það er mesta lækkun sem hefur orðið síðan 1994. Þetta kemur fram í skýrslu Vinnumálastofnunar um stöðu og horfur á íslenskum vinnumarkaði. Atvinnulausum fækkað mest í ferðaþjónustunni Það má því segja að átakið hafi farið vel af stað og nú eru alls um 10.400 störf í boði hjá Vinnumálastofnun í tengslum við átakið. Samkvæmt upplýsingum frá félagsmálaráðuneytinu hefur gengið vel að ráða einstaklinga sem hafa verið lengi á atvinnuleysisskrá. Atvinnulausum fækkaði í öllum atvinnugreinum í maí. Mesta fækkunin var í ferðaþjónustutengdum greinum, en þar var fækkunin á bilinu 18-21 prósent. Ásmundur Einar segir mikið gleðiefni að sjá atvinnuleysi minnka hraðar en spár gerðu ráð fyrir. Hann segir tölurnar sýna að þær aðgerðir sem farið var í með átakinu séu að virka. „Ég er virkilega ánægður að sjá hvernig atvinnulífið hefur komið af krafti með okkur í þessar aðgerðir og nú er bara að bæta í, sækja fram af krafti og skapa enn fleiri störf á næstu mánuðum.“ Vinnumálastofnun spáir enn frekari lækkun atvinnuleysis og að það verði komið niður í 7,3-7,7 prósent í júní. Ef sú þróun raungerist, mun atvinnulausum hafa fækkað úr 20.000 í lok apríl, í 14.000 í lok júní.
Vinnumarkaður Félagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ísland verður síðasta þróaða ríkið til að endurheimta fyrri efnahagsstyrk Ekkert þróað ríki verður jafn lengi að endurheimta fyrri efnahagsstyrk eftir heimsfaraldurinn og Ísland, samkvæmt nýrri spá OECD. Við matið er verg landsframleiðsla á mann notuð sem mælikvarði á þetta. 2. júní 2021 17:44 Ásmundur segir atvinnuleysisbætur ekki vera framfærslustyrk Ásmundur Einar Daðason minnir á tilkynningarskyldu atvinnurekenda um óréttmætar hafnanir starfstilboða. Hann segir einnig mikilvægt að tilkynnt sé um grun um að atvinnuleysisbótaþegar dveljist varanlega erlendis. 1. júní 2021 15:41 Sumarstörfum fyrir 2.500 námsmenn úthlutað Nú hefur 2.500 sumarstörfum fyrir námsmenn verið úthlutað hjá Vinnumálastofnun en þau eru hluti af átakinu Hefjum störf, sem Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra hrundi af stað. Átakið svipar til þess sem gert var síðasta sumar en átakið í ár nær enn víðar. 11. maí 2021 14:28 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
Ísland verður síðasta þróaða ríkið til að endurheimta fyrri efnahagsstyrk Ekkert þróað ríki verður jafn lengi að endurheimta fyrri efnahagsstyrk eftir heimsfaraldurinn og Ísland, samkvæmt nýrri spá OECD. Við matið er verg landsframleiðsla á mann notuð sem mælikvarði á þetta. 2. júní 2021 17:44
Ásmundur segir atvinnuleysisbætur ekki vera framfærslustyrk Ásmundur Einar Daðason minnir á tilkynningarskyldu atvinnurekenda um óréttmætar hafnanir starfstilboða. Hann segir einnig mikilvægt að tilkynnt sé um grun um að atvinnuleysisbótaþegar dveljist varanlega erlendis. 1. júní 2021 15:41
Sumarstörfum fyrir 2.500 námsmenn úthlutað Nú hefur 2.500 sumarstörfum fyrir námsmenn verið úthlutað hjá Vinnumálastofnun en þau eru hluti af átakinu Hefjum störf, sem Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra hrundi af stað. Átakið svipar til þess sem gert var síðasta sumar en átakið í ár nær enn víðar. 11. maí 2021 14:28