Mesta lækkun atvinnuleysis síðan um aldamót Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 10. júní 2021 13:38 Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, setti á laggirnar átakið „Hefjum störf“. Atvinnulausum hefur fækkað um 2.400 milli mánaða á landsvísu. Það er mesta fækkun sem hefur orðið frá aldamótum, en fjöldatölur Vinnumálastofnunar ná ekki lengra. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, setti af stað átakið „Hefjum störf“ í mars síðastliðinn. Markmiðið með átakinu var að skapa allt að sjö þúsund tímabundin störf í samvinnu við atvinnulífið, opinberar stofnanir, sveitarfélög og félagasamtök. En þessir aðilar fá ríflegan stuðning frá hinu opinbera með hverjum nýjum starfsmanni. Atvinnuleysi mældist 10,4 prósent í apríl á þessu ári, en var komið niður í 9.1 prósent í maí. Lækkunin nemur því 1,3 prósent á milli mánaða, sem eru um 2.400 einstaklingar. Það er mesta lækkun sem hefur orðið síðan 1994. Þetta kemur fram í skýrslu Vinnumálastofnunar um stöðu og horfur á íslenskum vinnumarkaði. Atvinnulausum fækkað mest í ferðaþjónustunni Það má því segja að átakið hafi farið vel af stað og nú eru alls um 10.400 störf í boði hjá Vinnumálastofnun í tengslum við átakið. Samkvæmt upplýsingum frá félagsmálaráðuneytinu hefur gengið vel að ráða einstaklinga sem hafa verið lengi á atvinnuleysisskrá. Atvinnulausum fækkaði í öllum atvinnugreinum í maí. Mesta fækkunin var í ferðaþjónustutengdum greinum, en þar var fækkunin á bilinu 18-21 prósent. Ásmundur Einar segir mikið gleðiefni að sjá atvinnuleysi minnka hraðar en spár gerðu ráð fyrir. Hann segir tölurnar sýna að þær aðgerðir sem farið var í með átakinu séu að virka. „Ég er virkilega ánægður að sjá hvernig atvinnulífið hefur komið af krafti með okkur í þessar aðgerðir og nú er bara að bæta í, sækja fram af krafti og skapa enn fleiri störf á næstu mánuðum.“ Vinnumálastofnun spáir enn frekari lækkun atvinnuleysis og að það verði komið niður í 7,3-7,7 prósent í júní. Ef sú þróun raungerist, mun atvinnulausum hafa fækkað úr 20.000 í lok apríl, í 14.000 í lok júní. Vinnumarkaður Félagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ísland verður síðasta þróaða ríkið til að endurheimta fyrri efnahagsstyrk Ekkert þróað ríki verður jafn lengi að endurheimta fyrri efnahagsstyrk eftir heimsfaraldurinn og Ísland, samkvæmt nýrri spá OECD. Við matið er verg landsframleiðsla á mann notuð sem mælikvarði á þetta. 2. júní 2021 17:44 Ásmundur segir atvinnuleysisbætur ekki vera framfærslustyrk Ásmundur Einar Daðason minnir á tilkynningarskyldu atvinnurekenda um óréttmætar hafnanir starfstilboða. Hann segir einnig mikilvægt að tilkynnt sé um grun um að atvinnuleysisbótaþegar dveljist varanlega erlendis. 1. júní 2021 15:41 Sumarstörfum fyrir 2.500 námsmenn úthlutað Nú hefur 2.500 sumarstörfum fyrir námsmenn verið úthlutað hjá Vinnumálastofnun en þau eru hluti af átakinu Hefjum störf, sem Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra hrundi af stað. Átakið svipar til þess sem gert var síðasta sumar en átakið í ár nær enn víðar. 11. maí 2021 14:28 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Fleiri fréttir Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Sjá meira
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, setti af stað átakið „Hefjum störf“ í mars síðastliðinn. Markmiðið með átakinu var að skapa allt að sjö þúsund tímabundin störf í samvinnu við atvinnulífið, opinberar stofnanir, sveitarfélög og félagasamtök. En þessir aðilar fá ríflegan stuðning frá hinu opinbera með hverjum nýjum starfsmanni. Atvinnuleysi mældist 10,4 prósent í apríl á þessu ári, en var komið niður í 9.1 prósent í maí. Lækkunin nemur því 1,3 prósent á milli mánaða, sem eru um 2.400 einstaklingar. Það er mesta lækkun sem hefur orðið síðan 1994. Þetta kemur fram í skýrslu Vinnumálastofnunar um stöðu og horfur á íslenskum vinnumarkaði. Atvinnulausum fækkað mest í ferðaþjónustunni Það má því segja að átakið hafi farið vel af stað og nú eru alls um 10.400 störf í boði hjá Vinnumálastofnun í tengslum við átakið. Samkvæmt upplýsingum frá félagsmálaráðuneytinu hefur gengið vel að ráða einstaklinga sem hafa verið lengi á atvinnuleysisskrá. Atvinnulausum fækkaði í öllum atvinnugreinum í maí. Mesta fækkunin var í ferðaþjónustutengdum greinum, en þar var fækkunin á bilinu 18-21 prósent. Ásmundur Einar segir mikið gleðiefni að sjá atvinnuleysi minnka hraðar en spár gerðu ráð fyrir. Hann segir tölurnar sýna að þær aðgerðir sem farið var í með átakinu séu að virka. „Ég er virkilega ánægður að sjá hvernig atvinnulífið hefur komið af krafti með okkur í þessar aðgerðir og nú er bara að bæta í, sækja fram af krafti og skapa enn fleiri störf á næstu mánuðum.“ Vinnumálastofnun spáir enn frekari lækkun atvinnuleysis og að það verði komið niður í 7,3-7,7 prósent í júní. Ef sú þróun raungerist, mun atvinnulausum hafa fækkað úr 20.000 í lok apríl, í 14.000 í lok júní.
Vinnumarkaður Félagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ísland verður síðasta þróaða ríkið til að endurheimta fyrri efnahagsstyrk Ekkert þróað ríki verður jafn lengi að endurheimta fyrri efnahagsstyrk eftir heimsfaraldurinn og Ísland, samkvæmt nýrri spá OECD. Við matið er verg landsframleiðsla á mann notuð sem mælikvarði á þetta. 2. júní 2021 17:44 Ásmundur segir atvinnuleysisbætur ekki vera framfærslustyrk Ásmundur Einar Daðason minnir á tilkynningarskyldu atvinnurekenda um óréttmætar hafnanir starfstilboða. Hann segir einnig mikilvægt að tilkynnt sé um grun um að atvinnuleysisbótaþegar dveljist varanlega erlendis. 1. júní 2021 15:41 Sumarstörfum fyrir 2.500 námsmenn úthlutað Nú hefur 2.500 sumarstörfum fyrir námsmenn verið úthlutað hjá Vinnumálastofnun en þau eru hluti af átakinu Hefjum störf, sem Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra hrundi af stað. Átakið svipar til þess sem gert var síðasta sumar en átakið í ár nær enn víðar. 11. maí 2021 14:28 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Fleiri fréttir Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Sjá meira
Ísland verður síðasta þróaða ríkið til að endurheimta fyrri efnahagsstyrk Ekkert þróað ríki verður jafn lengi að endurheimta fyrri efnahagsstyrk eftir heimsfaraldurinn og Ísland, samkvæmt nýrri spá OECD. Við matið er verg landsframleiðsla á mann notuð sem mælikvarði á þetta. 2. júní 2021 17:44
Ásmundur segir atvinnuleysisbætur ekki vera framfærslustyrk Ásmundur Einar Daðason minnir á tilkynningarskyldu atvinnurekenda um óréttmætar hafnanir starfstilboða. Hann segir einnig mikilvægt að tilkynnt sé um grun um að atvinnuleysisbótaþegar dveljist varanlega erlendis. 1. júní 2021 15:41
Sumarstörfum fyrir 2.500 námsmenn úthlutað Nú hefur 2.500 sumarstörfum fyrir námsmenn verið úthlutað hjá Vinnumálastofnun en þau eru hluti af átakinu Hefjum störf, sem Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra hrundi af stað. Átakið svipar til þess sem gert var síðasta sumar en átakið í ár nær enn víðar. 11. maí 2021 14:28