Stóru iðnríkin ætla að gefa milljarð bóluefnaskammta Kjartan Kjartansson skrifar 11. júní 2021 09:56 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, (t.v.) og Joe Biden Bandaríkjaforseti (t.h.) hafa samtals lofað fleiri en 600 milljónum skammta af bóluefni til snauðari þjóða. AP/Toby Melville Sjö helstu iðnríki heims ætla að tilkynna að þau muni gefa þróunarríkjum um allan heim að minnsta kosti milljarð skammta af bóluefni gegn kórónuveirunni. Bandaríkin og Bretland ætla að leggja til meira en helming skammtanna. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur þegar tilkynnt að hann ætli að láta alríkisstjórnina kaupa hálfan milljarð skammta af bóluefni til að gefa ríkjum sem eiga erfitt uppdráttar í faraldrinum og í gær var tilkynnt að bresk stjórnvöld ætluðu að gefa 100 milljónir skammta. Uppbygging eftir kórónuveiruheimsfaraldurinn er á dagskrá fundar G7-ríkjanna svonefndu á Englandi í dag. Auk Bandaríkjanna og Bretlands eiga Kanada, Frakkland, Þýskaland, Ítalía og Japan sæti við borðið. „Við ætlum að hjálpa til við að leiða heiminn út úr þessum faraldri með því að vinna með alþjóðlegum bandamönnum okkar,“ sagði Biden í gær. Bóluefni gegn kórónuveirunni hefur verið verulega misskipt í heiminum. Í Bandaríkjunum safnast nú upp birgðir af skömmtum þar sem eftirspurn eftir bólusetningu fer minnkandi. Á sama tíma segir Alþjóðaheilbrigðisstofnunin að 90% Afríkuríkja muni ekki ná markmiði um að bólusetja 10% íbúa sinna fyrir september. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands og gestgjafi G7-fundarins, sagðist vonast til þess að hinir leiðtogarnir á fundinum fylgdu í fótspor þeirra Biden og kynntu heit um að gefa bóluefni til snauðari þjóða. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, tók vel í það og sagði að Evrópuríki ættu að fylgja í kjölfarið. Frakkar ætla að gefa að minnsta kosti þrjátíu milljónir skammta fyrir lok ársins, að sögn AP-fréttastofunnar. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Bandaríkin Tengdar fréttir Boris segist hafa átt frábæran fund með Biden Boris Johnson forsætisráðherra Breta segist hafa átt frábæran fund með Joe Biden Bandaríkjaforseta sem staddur er á Englandi þessa dagana. 11. júní 2021 06:54 Bretland gefi 100 milljónir skammta bóluefnis Boris Johnson, forsætisráðherra Bretland, tilkynnti í dag að Bretland myndi gefa rúmlega 100 milljónir skammta bóluefnis til fátækari landa. 11. júní 2021 00:02 Langflest Afríkuríki ná ekki bólusetningarmarkmiði Níu af hverjum tíu Afríkuríkjum ná ekki markmiði um að bólusetja 10% íbúa sinna fyrir september, að sögn Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). Þriðja bylgja kórónuveirufaraldursins er nú í uppsiglingu víða í álfunni. 10. júní 2021 14:52 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Fleiri fréttir Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Sjá meira
Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur þegar tilkynnt að hann ætli að láta alríkisstjórnina kaupa hálfan milljarð skammta af bóluefni til að gefa ríkjum sem eiga erfitt uppdráttar í faraldrinum og í gær var tilkynnt að bresk stjórnvöld ætluðu að gefa 100 milljónir skammta. Uppbygging eftir kórónuveiruheimsfaraldurinn er á dagskrá fundar G7-ríkjanna svonefndu á Englandi í dag. Auk Bandaríkjanna og Bretlands eiga Kanada, Frakkland, Þýskaland, Ítalía og Japan sæti við borðið. „Við ætlum að hjálpa til við að leiða heiminn út úr þessum faraldri með því að vinna með alþjóðlegum bandamönnum okkar,“ sagði Biden í gær. Bóluefni gegn kórónuveirunni hefur verið verulega misskipt í heiminum. Í Bandaríkjunum safnast nú upp birgðir af skömmtum þar sem eftirspurn eftir bólusetningu fer minnkandi. Á sama tíma segir Alþjóðaheilbrigðisstofnunin að 90% Afríkuríkja muni ekki ná markmiði um að bólusetja 10% íbúa sinna fyrir september. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands og gestgjafi G7-fundarins, sagðist vonast til þess að hinir leiðtogarnir á fundinum fylgdu í fótspor þeirra Biden og kynntu heit um að gefa bóluefni til snauðari þjóða. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, tók vel í það og sagði að Evrópuríki ættu að fylgja í kjölfarið. Frakkar ætla að gefa að minnsta kosti þrjátíu milljónir skammta fyrir lok ársins, að sögn AP-fréttastofunnar.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Bandaríkin Tengdar fréttir Boris segist hafa átt frábæran fund með Biden Boris Johnson forsætisráðherra Breta segist hafa átt frábæran fund með Joe Biden Bandaríkjaforseta sem staddur er á Englandi þessa dagana. 11. júní 2021 06:54 Bretland gefi 100 milljónir skammta bóluefnis Boris Johnson, forsætisráðherra Bretland, tilkynnti í dag að Bretland myndi gefa rúmlega 100 milljónir skammta bóluefnis til fátækari landa. 11. júní 2021 00:02 Langflest Afríkuríki ná ekki bólusetningarmarkmiði Níu af hverjum tíu Afríkuríkjum ná ekki markmiði um að bólusetja 10% íbúa sinna fyrir september, að sögn Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). Þriðja bylgja kórónuveirufaraldursins er nú í uppsiglingu víða í álfunni. 10. júní 2021 14:52 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Fleiri fréttir Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Sjá meira
Boris segist hafa átt frábæran fund með Biden Boris Johnson forsætisráðherra Breta segist hafa átt frábæran fund með Joe Biden Bandaríkjaforseta sem staddur er á Englandi þessa dagana. 11. júní 2021 06:54
Bretland gefi 100 milljónir skammta bóluefnis Boris Johnson, forsætisráðherra Bretland, tilkynnti í dag að Bretland myndi gefa rúmlega 100 milljónir skammta bóluefnis til fátækari landa. 11. júní 2021 00:02
Langflest Afríkuríki ná ekki bólusetningarmarkmiði Níu af hverjum tíu Afríkuríkjum ná ekki markmiði um að bólusetja 10% íbúa sinna fyrir september, að sögn Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). Þriðja bylgja kórónuveirufaraldursins er nú í uppsiglingu víða í álfunni. 10. júní 2021 14:52