Viðbrögð við náttúruhamförum Líneik Anna Sævarsdóttir skrifar 11. júní 2021 10:00 Áskoranir hafa alla tíð fylgt sambúð við náttúruöflin á Íslandi og þar eru síðustu ár engin undantekning. Náttúruhamfarir hafa valdið umtalsverðu eigna- og rekstrartjóni, en þar nægir að nefna aðventustorminn í desember 2019, snjóflóð á Flateyri og aurflóð á Seyðisfirði. Samkvæmt nýjustu ársskýrslu Náttúruhamfaratryggingar Íslands voru 14 stórtjón á árinu 2020, en frá árinu 1987 hafa slík tjón verið að meðaltali sjö á ári. Samræmi í tryggingarvernd er nauðsyn Tjón af völdum náttúruhamfara geta reynst hvort sem er einstaklingum, fyrirtækjum eða annarri starfsemi ofviða og þar með ógnað heilu samfélögunum. Tryggingarvernd vegna náttúruhamfara hefur því verulega þýðingu hér á landi, sem og skilvirk og sanngjörn úrvinnsla í kjölfar hamfara. Á síðustu árum hefur verið farið í margvíslegar aðgerðir til að verjast náttúruhamförum og koma á samtryggingu vegna slíkra tjóna. Má þar nefna ýmiss konar vöktun náttúruvár, Náttúruhamfaratryggingu Íslands, verkefni Ofanflóðasjóðs og Bjargráðasjóð ásamt þróun verklags stjórnvalda í viðbrögðum og úrvinnslu afleiðinga einstakra atburða. Þá spila tryggingar sem keyptar eru af tryggingarfélögum inn í verndina, bæði lögboðnar tryggingar og valfrjálsar tryggingar. Þó við séum miklu betur í stakk búin fyrir glímuna við náttúruöflin núna heldur en lengst af í Íslandssögunni þá er ljóst að enn er hægt er að gera betur. Mikilvægar upplýsingar verða til hjá heimamönnum jafnt og stjórnvöldum í kjölfar hvers atburðar. Mikilvægt er að læra af reynslunni til að halda áfram að bæta vinnubrögð. Eftir skriðuföllin á Seyðisfirði hafa komið fram ýmsar áskoranir sem við höfum ekki séð áður, ásamt öðrum sem við höfum margoft heyrt umræður um. Þar má nefna að ítrekað hefur verið bent á ósamræmi í bótum til þeirra sem missa húsnæði sitt í hamförum og þeirra sem þurfa að flytja úr húsnæði vegna hættu á hamförum. Þá er margt óljóst varðandi vernd og tryggingar atvinnulífsins, atvinnutækja og atvinnuhúsnæðis. Tillaga um úttekt á tryggingarvernd og verklagi Ég álít að það sé löngu tímabært að gerð verði úttekt á þessum málum og hef því, ásamt öðrum þingmönnum Framsóknar, lagt fram þingsályktunartillögu um úttekt á tryggingarvernd og úrvinnslu tjóna í kjölfar náttúruhamfara. Markmið tillögunnar er að greina hverju sé helst ábótavant í tryggingarvernd og úrvinnslu tjóna og að draga fram leiðir til úrbóta. Þar þarf að meta samræmi í viðbrögðum, hvort einhvers staðar séu göt í kerfinu, hvað hefur ekki fengist bætt og hvers vegna ekki, og á hverja kostnaður vegna hreinsunaraðgerða og annarra verkefna í kjölfar hamfara fellur. Þá er lagt til að í úttektinni verði metið hvernig hægt sé að auka skilvirkni, jafnræði og sanngirni í viðbrögðum vegna náttúruhamfara til framtíðar, svo sem með breytingum á lögum, reglugerðum eða verklagsreglum. Þá væri þarft að bæta upplýsingagjöf og fræðslu til einstaklinga og fyrirtækja sem búa við náttúruvá eða hafa lent í hamförum. Úttekt sem þessi er löngu orðin tímabær. Það er margt hægt að læra af liðnum atburðum og mikilvægt er að nýta reynsluna til frekari framfara. Höfundur er þingmaður Framsóknar og frambjóðandi flokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Líneik Anna Sævarsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Almannavarnir Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Áskoranir hafa alla tíð fylgt sambúð við náttúruöflin á Íslandi og þar eru síðustu ár engin undantekning. Náttúruhamfarir hafa valdið umtalsverðu eigna- og rekstrartjóni, en þar nægir að nefna aðventustorminn í desember 2019, snjóflóð á Flateyri og aurflóð á Seyðisfirði. Samkvæmt nýjustu ársskýrslu Náttúruhamfaratryggingar Íslands voru 14 stórtjón á árinu 2020, en frá árinu 1987 hafa slík tjón verið að meðaltali sjö á ári. Samræmi í tryggingarvernd er nauðsyn Tjón af völdum náttúruhamfara geta reynst hvort sem er einstaklingum, fyrirtækjum eða annarri starfsemi ofviða og þar með ógnað heilu samfélögunum. Tryggingarvernd vegna náttúruhamfara hefur því verulega þýðingu hér á landi, sem og skilvirk og sanngjörn úrvinnsla í kjölfar hamfara. Á síðustu árum hefur verið farið í margvíslegar aðgerðir til að verjast náttúruhamförum og koma á samtryggingu vegna slíkra tjóna. Má þar nefna ýmiss konar vöktun náttúruvár, Náttúruhamfaratryggingu Íslands, verkefni Ofanflóðasjóðs og Bjargráðasjóð ásamt þróun verklags stjórnvalda í viðbrögðum og úrvinnslu afleiðinga einstakra atburða. Þá spila tryggingar sem keyptar eru af tryggingarfélögum inn í verndina, bæði lögboðnar tryggingar og valfrjálsar tryggingar. Þó við séum miklu betur í stakk búin fyrir glímuna við náttúruöflin núna heldur en lengst af í Íslandssögunni þá er ljóst að enn er hægt er að gera betur. Mikilvægar upplýsingar verða til hjá heimamönnum jafnt og stjórnvöldum í kjölfar hvers atburðar. Mikilvægt er að læra af reynslunni til að halda áfram að bæta vinnubrögð. Eftir skriðuföllin á Seyðisfirði hafa komið fram ýmsar áskoranir sem við höfum ekki séð áður, ásamt öðrum sem við höfum margoft heyrt umræður um. Þar má nefna að ítrekað hefur verið bent á ósamræmi í bótum til þeirra sem missa húsnæði sitt í hamförum og þeirra sem þurfa að flytja úr húsnæði vegna hættu á hamförum. Þá er margt óljóst varðandi vernd og tryggingar atvinnulífsins, atvinnutækja og atvinnuhúsnæðis. Tillaga um úttekt á tryggingarvernd og verklagi Ég álít að það sé löngu tímabært að gerð verði úttekt á þessum málum og hef því, ásamt öðrum þingmönnum Framsóknar, lagt fram þingsályktunartillögu um úttekt á tryggingarvernd og úrvinnslu tjóna í kjölfar náttúruhamfara. Markmið tillögunnar er að greina hverju sé helst ábótavant í tryggingarvernd og úrvinnslu tjóna og að draga fram leiðir til úrbóta. Þar þarf að meta samræmi í viðbrögðum, hvort einhvers staðar séu göt í kerfinu, hvað hefur ekki fengist bætt og hvers vegna ekki, og á hverja kostnaður vegna hreinsunaraðgerða og annarra verkefna í kjölfar hamfara fellur. Þá er lagt til að í úttektinni verði metið hvernig hægt sé að auka skilvirkni, jafnræði og sanngirni í viðbrögðum vegna náttúruhamfara til framtíðar, svo sem með breytingum á lögum, reglugerðum eða verklagsreglum. Þá væri þarft að bæta upplýsingagjöf og fræðslu til einstaklinga og fyrirtækja sem búa við náttúruvá eða hafa lent í hamförum. Úttekt sem þessi er löngu orðin tímabær. Það er margt hægt að læra af liðnum atburðum og mikilvægt er að nýta reynsluna til frekari framfara. Höfundur er þingmaður Framsóknar og frambjóðandi flokksins í Norðausturkjördæmi.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun