Lýðræðisbaráttukona leyst úr fangelsi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. júní 2021 08:08 Chow gengur hér í gegn um mannmergðina sem safnaðist fyrir utan fangelsið sem henni var sleppt úr í dag. Getty/Geovien So/ Lýðræðisbaráttukonan Agnes Chow losnaði úr fangelsi í Hong Kong í dag, laugardag, eftir sjö mánuði á bak við lás og slá. Chow var handtekin eftir að hún tók þátt í skipulagningu ósamþykktra mótmæla í borginni árið 2019. Hinn 24 ára gamli aðgerðarsinni var sakfelld ásamt sambaráttumanni hennar Joshua Wong vegna þátttöku þeirra í ólöglegum mótmælum nærri höfuðstöðvum lögreglunnar í Hong Kong. Mótmælendur kröfðust aukins lýðræðis og börðust gegn aukinni stjórn kínverskra stjórnvalda í héraðinu. Wong er enn í fangelsi og enn er ekki ljóst hvers vegna Chow var sleppt úr haldi, en hún var dæmd í 10 mánaða fangelsi. Fangelsismálastofnun Hong Kong sagðist ekki ætla að tjá sig um einstök mál samkvæmt frétt Reuters. Hún ræddi ekki við fjölmiðla eftir að hún var leyst úr haldi og dreif hún sig inn í bíl með vinum sínum og sambaráttumönnum. Stuðningsmenn hennar, sem voru saman komnir fyrir utan Tai Lam fangelsið, hrópuðu til hennar „Agnes Chow bættu við olíu,“ sem er vonlaus tilraun til beinþýðingar á hvatningarkveðju á kantónísku, sem var mikið notuð í mótmælunum árið 2019. Einhverjir stuðningsmenn klæddust svörtu og báru gular grímur eða regnhlífar, sem hefur verið ráðandi tákn í mótmælum í borginni allt frá árinu 2014. Chow, Womg og Nathan Law, sem hefur verið veitt hæli í Bretlandi, urðu þjóðþekktir aðgerðasinnar eftir að þau tóku þátt í mótmælum árið 2014 þar sem þess var krafist að allir fengju kosningarétt. Þremenningarnir stofnuðu samtökin Demosisto árið 2016 sem voru leyst upp aðeins nokkrum klukkustundum eftir að umdeild öryggislög voru samþykkt af stjórnvöldum í Peking. Aðgerðasinnar hræddust að meðlimir samtakanna yrðu gerðir að skotspóni vegna laganna. Demosisto-samtökin börðust fyrir auknu lýðræði og voru áberandi í mótmælunum 2019. Öryggislögin hafa bælt niður lýðræðishreyfinguna í héraðinu og hafa valdið aðgerðasinnum áhyggjum um að Hong Kong sé að missa sjálfstæði sitt. Hong Kong var lofað því, þegar Bretland afhenti Kína héraðið árið 1997, að það yrði hluti af Kína en fengi þó sitt eigið stjórnkerfi. Það loforð virðist hins vegar ekki vera ofarlega í huga stjórnvalda. Kína Hong Kong Tengdar fréttir Minningarathafnir um mótmælin á Torgi hins himneska friðar bannaðar annað árið í röð Yfirvöld í Hong Kong hafa bannað minningarathafnir um mótmælin á Torgi hins himneska friðar annað árið í röð. Íbúar í Hong Kong hafa ár hvert minnst blóðbaðsins á torginu en fjöldasamkomur voru bannaðar í fyrra sökum kórónuveirufaraldursins. Það sama er uppi á teningunum í ár. 4. júní 2021 20:47 Leiðtogi aðgerðasinna handtekinn í Hong Kong Lögreglan í Hong Kong handtók í nótt Chow Hang Tung, einn af leiðtogum andófsmanna þar í borg. 4. júní 2021 07:04 Auðjöfur í fangelsi vegna aðildar að mótmælunum í Hong Kong Dómstóll í Hong Kong hefur dæmt fjölmiðlamógúlinn og auðjöfurinn Jimmy Lai í tólf mánaða fangelsi eftir að hafa fundið hann sekan um að hafa brotið gegn reglum um samkomur. 16. apríl 2021 09:15 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira
Hinn 24 ára gamli aðgerðarsinni var sakfelld ásamt sambaráttumanni hennar Joshua Wong vegna þátttöku þeirra í ólöglegum mótmælum nærri höfuðstöðvum lögreglunnar í Hong Kong. Mótmælendur kröfðust aukins lýðræðis og börðust gegn aukinni stjórn kínverskra stjórnvalda í héraðinu. Wong er enn í fangelsi og enn er ekki ljóst hvers vegna Chow var sleppt úr haldi, en hún var dæmd í 10 mánaða fangelsi. Fangelsismálastofnun Hong Kong sagðist ekki ætla að tjá sig um einstök mál samkvæmt frétt Reuters. Hún ræddi ekki við fjölmiðla eftir að hún var leyst úr haldi og dreif hún sig inn í bíl með vinum sínum og sambaráttumönnum. Stuðningsmenn hennar, sem voru saman komnir fyrir utan Tai Lam fangelsið, hrópuðu til hennar „Agnes Chow bættu við olíu,“ sem er vonlaus tilraun til beinþýðingar á hvatningarkveðju á kantónísku, sem var mikið notuð í mótmælunum árið 2019. Einhverjir stuðningsmenn klæddust svörtu og báru gular grímur eða regnhlífar, sem hefur verið ráðandi tákn í mótmælum í borginni allt frá árinu 2014. Chow, Womg og Nathan Law, sem hefur verið veitt hæli í Bretlandi, urðu þjóðþekktir aðgerðasinnar eftir að þau tóku þátt í mótmælum árið 2014 þar sem þess var krafist að allir fengju kosningarétt. Þremenningarnir stofnuðu samtökin Demosisto árið 2016 sem voru leyst upp aðeins nokkrum klukkustundum eftir að umdeild öryggislög voru samþykkt af stjórnvöldum í Peking. Aðgerðasinnar hræddust að meðlimir samtakanna yrðu gerðir að skotspóni vegna laganna. Demosisto-samtökin börðust fyrir auknu lýðræði og voru áberandi í mótmælunum 2019. Öryggislögin hafa bælt niður lýðræðishreyfinguna í héraðinu og hafa valdið aðgerðasinnum áhyggjum um að Hong Kong sé að missa sjálfstæði sitt. Hong Kong var lofað því, þegar Bretland afhenti Kína héraðið árið 1997, að það yrði hluti af Kína en fengi þó sitt eigið stjórnkerfi. Það loforð virðist hins vegar ekki vera ofarlega í huga stjórnvalda.
Kína Hong Kong Tengdar fréttir Minningarathafnir um mótmælin á Torgi hins himneska friðar bannaðar annað árið í röð Yfirvöld í Hong Kong hafa bannað minningarathafnir um mótmælin á Torgi hins himneska friðar annað árið í röð. Íbúar í Hong Kong hafa ár hvert minnst blóðbaðsins á torginu en fjöldasamkomur voru bannaðar í fyrra sökum kórónuveirufaraldursins. Það sama er uppi á teningunum í ár. 4. júní 2021 20:47 Leiðtogi aðgerðasinna handtekinn í Hong Kong Lögreglan í Hong Kong handtók í nótt Chow Hang Tung, einn af leiðtogum andófsmanna þar í borg. 4. júní 2021 07:04 Auðjöfur í fangelsi vegna aðildar að mótmælunum í Hong Kong Dómstóll í Hong Kong hefur dæmt fjölmiðlamógúlinn og auðjöfurinn Jimmy Lai í tólf mánaða fangelsi eftir að hafa fundið hann sekan um að hafa brotið gegn reglum um samkomur. 16. apríl 2021 09:15 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira
Minningarathafnir um mótmælin á Torgi hins himneska friðar bannaðar annað árið í röð Yfirvöld í Hong Kong hafa bannað minningarathafnir um mótmælin á Torgi hins himneska friðar annað árið í röð. Íbúar í Hong Kong hafa ár hvert minnst blóðbaðsins á torginu en fjöldasamkomur voru bannaðar í fyrra sökum kórónuveirufaraldursins. Það sama er uppi á teningunum í ár. 4. júní 2021 20:47
Leiðtogi aðgerðasinna handtekinn í Hong Kong Lögreglan í Hong Kong handtók í nótt Chow Hang Tung, einn af leiðtogum andófsmanna þar í borg. 4. júní 2021 07:04
Auðjöfur í fangelsi vegna aðildar að mótmælunum í Hong Kong Dómstóll í Hong Kong hefur dæmt fjölmiðlamógúlinn og auðjöfurinn Jimmy Lai í tólf mánaða fangelsi eftir að hafa fundið hann sekan um að hafa brotið gegn reglum um samkomur. 16. apríl 2021 09:15