Barcelona hefur verið óstöðvandi það sem af er tímabili og kom Nantes engum vörnum við í dag. Leikurinn var þó nokkuð jafn framan af en munurinn var þó tvö mörk í hálfleik, staðan þá 15-13.
Í síðari hálfleik bættu Börsungar í og unnu á endanum sannfærandi fimm marka sigur, 31-26.
Dika Mem var markahæstur hjá Börsungum með fimm mörk. Þar á eftir kom Jure Dolenec með fjögur mörk í fjórum skotum.
Barcelona mætir Álaborg í úrslitum en Aron gengur til liðs við danska félagið að þessari leiktíð lokinni.
Aquest diumenge, a partir de les 6 de la tarda, viurem la #EHFFinal4
— Barça Handbol (@FCBhandbol) June 12, 2021
Barça - Aalborg
Volem la !pic.twitter.com/ysnrzwXRrE