NATO kvartar undan Kínverjum sem skjóta til baka á „lítil bandalög“ sem vilja ráða öllu Snorri Másson skrifar 14. júní 2021 12:52 Jens Stoltenberg er á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í Brussel, þar sem forsætis- og utanríkisráðherrar Íslands eru einnig staddir. Getty/Chip Somodevilla Jens Stoltenberg, aðalframkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, gerði aukin umsvif Kínverja að umtalsefni við upphaf leiðtogafundar NATO í Brussel í dag. Fulltrúar Atlantshafsbandalagsins hafa undanfarið gengið hart fram gegn Kínverjum, síðast þegar þeir sömdu um að mynda sérstakt bandalag gegn uppbyggingu þeirra í þróunarríkjum. Þrátt fyrir þessa auknu spennu fullyrti Stoltenberg að hér færi ekki í hönd nýtt kalt stríð. „Kína er ekki andstæðingur okkar og ekki vinur okkar,“ sagði framkvæmdastjórinn. Engu að síðu telur Stoltenberg ástæðu til þess að ríki NATO séu samtaka í að takast á við uppgang Kína á veraldarvísu, enda feli það í sér áskoranir fyrir öryggi Vesturlandabúa. Stoltenberg gagnrýndi Kínverja meðal annars fyrir meðferð þeirra á persónuupplýsingum fengnum úr snjallsímum fólks, sem hann sagði notaðar til að hafa eftirlit með fólki. Kumpánlegur Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands og Recep Tayyip Erdogan forseti Tyrklands á NATO-fundi.TCCB/Murat Cetinmuhurdar/Anadolu Agency í gegnum Getty Images Lítil ríkjabandalög ráða ekki lengur öllu Kínverjar hafa svarað árásum vestrænu leiðtoganna með því að saka þá um skrumskælingu staðreynda og haldlausar ásakanir í sinn garð. „Hættið að rægja Kína, hættið að skipta ykkur af okkar innlendu málefnum og hættið að skaða hagsmuni Kínverja,“ sagði talsmaður kínverska sendiráðsins í Lundúnum. Eftir að leiðtogar G7 ríkjanna tilkynntu um sitt sérstaka bandalag gegn Kína, sendi talsmaðurinn þeim pillu. „Sú tíð er löngu liðin að lítil ríkjabandalög hafi allar alþjóðlegar ákvarðanir í hendi sér,“ sagði talsmaðurinn. Kínverjar eru annað stærsta hagkerfi heims á eftir Bandaríkjunum. Á meðal G7-ríkjanna eru töluvert minni hagkerfi þótt stór séu, sem sagt Bretland, Þýskaland, Japan, Frakkland, Kanada og Ítalía auk Bandaríkjanna. Kína NATO Tengdar fréttir Segja Kínverja hafa skapað „dystópískt helvíti“ í Xinjiang Mannréttindasamtökin Amnesty International saka kínversk stjórnvöld um glæpi gegn mannkyninu með meðferð sinni á úígúrum í Xinjiang-héraði. Framkvæmdastjóri samtakanna segir kommúnistastjórnina hafa skapað „dystópískt helvíti af gífurlegri stærðargráðu“. 10. júní 2021 15:54 G7 ríkin mynda bandalag gegn Kína Leiðtogar G7 ríkjanna hafa samþykkt áætlun um að fara í aukna uppbyggingu innviða í þróunarríkjum til þess að stemma stigu við vaxandi áhrif Kína í þróunarríkjum. Joe Biden, Bandaríkjaforseti, lagði þetta til og ber verkefnið yfirskriftina „Byggjum aftur betri heim“ eða Build Back Better World upp á ensku. 12. júní 2021 13:03 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira
Fulltrúar Atlantshafsbandalagsins hafa undanfarið gengið hart fram gegn Kínverjum, síðast þegar þeir sömdu um að mynda sérstakt bandalag gegn uppbyggingu þeirra í þróunarríkjum. Þrátt fyrir þessa auknu spennu fullyrti Stoltenberg að hér færi ekki í hönd nýtt kalt stríð. „Kína er ekki andstæðingur okkar og ekki vinur okkar,“ sagði framkvæmdastjórinn. Engu að síðu telur Stoltenberg ástæðu til þess að ríki NATO séu samtaka í að takast á við uppgang Kína á veraldarvísu, enda feli það í sér áskoranir fyrir öryggi Vesturlandabúa. Stoltenberg gagnrýndi Kínverja meðal annars fyrir meðferð þeirra á persónuupplýsingum fengnum úr snjallsímum fólks, sem hann sagði notaðar til að hafa eftirlit með fólki. Kumpánlegur Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands og Recep Tayyip Erdogan forseti Tyrklands á NATO-fundi.TCCB/Murat Cetinmuhurdar/Anadolu Agency í gegnum Getty Images Lítil ríkjabandalög ráða ekki lengur öllu Kínverjar hafa svarað árásum vestrænu leiðtoganna með því að saka þá um skrumskælingu staðreynda og haldlausar ásakanir í sinn garð. „Hættið að rægja Kína, hættið að skipta ykkur af okkar innlendu málefnum og hættið að skaða hagsmuni Kínverja,“ sagði talsmaður kínverska sendiráðsins í Lundúnum. Eftir að leiðtogar G7 ríkjanna tilkynntu um sitt sérstaka bandalag gegn Kína, sendi talsmaðurinn þeim pillu. „Sú tíð er löngu liðin að lítil ríkjabandalög hafi allar alþjóðlegar ákvarðanir í hendi sér,“ sagði talsmaðurinn. Kínverjar eru annað stærsta hagkerfi heims á eftir Bandaríkjunum. Á meðal G7-ríkjanna eru töluvert minni hagkerfi þótt stór séu, sem sagt Bretland, Þýskaland, Japan, Frakkland, Kanada og Ítalía auk Bandaríkjanna.
Kína NATO Tengdar fréttir Segja Kínverja hafa skapað „dystópískt helvíti“ í Xinjiang Mannréttindasamtökin Amnesty International saka kínversk stjórnvöld um glæpi gegn mannkyninu með meðferð sinni á úígúrum í Xinjiang-héraði. Framkvæmdastjóri samtakanna segir kommúnistastjórnina hafa skapað „dystópískt helvíti af gífurlegri stærðargráðu“. 10. júní 2021 15:54 G7 ríkin mynda bandalag gegn Kína Leiðtogar G7 ríkjanna hafa samþykkt áætlun um að fara í aukna uppbyggingu innviða í þróunarríkjum til þess að stemma stigu við vaxandi áhrif Kína í þróunarríkjum. Joe Biden, Bandaríkjaforseti, lagði þetta til og ber verkefnið yfirskriftina „Byggjum aftur betri heim“ eða Build Back Better World upp á ensku. 12. júní 2021 13:03 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira
Segja Kínverja hafa skapað „dystópískt helvíti“ í Xinjiang Mannréttindasamtökin Amnesty International saka kínversk stjórnvöld um glæpi gegn mannkyninu með meðferð sinni á úígúrum í Xinjiang-héraði. Framkvæmdastjóri samtakanna segir kommúnistastjórnina hafa skapað „dystópískt helvíti af gífurlegri stærðargráðu“. 10. júní 2021 15:54
G7 ríkin mynda bandalag gegn Kína Leiðtogar G7 ríkjanna hafa samþykkt áætlun um að fara í aukna uppbyggingu innviða í þróunarríkjum til þess að stemma stigu við vaxandi áhrif Kína í þróunarríkjum. Joe Biden, Bandaríkjaforseti, lagði þetta til og ber verkefnið yfirskriftina „Byggjum aftur betri heim“ eða Build Back Better World upp á ensku. 12. júní 2021 13:03