Þetta kemur fram á vef Seðlabankans um samantekt bankans úr ársreikningum lífeyrissjóða og sambærilegum gögnum frá vörsluaðilum séreignarsparnaðar.
Sem hlutfall af vergri landsframleiðslu nemur lífeyrissparnaðurinn 206 prósent og miðað við bráðabirgðatölur Efnahags- og framfarastofnunarinnar OECD voru aðeins Danmörk og Holland með hærra hlutfall.
„Eignir samtryggingardeilda lífeyrissjóðanna námu við árslok 5.129 ma.kr. og jukust um 6% milli ára. Tryggingafræðileg staða samtryggingardeilda lífeyrissjóðanna batnaði nokkuð milli ára vegna góðrar ávöxtunar.
Séreignarsparnaður í vörslu sjóðanna nam 594 ma.kr. sem var um 16% aukning frá árinu á undan. Séreignarsparnaður í vörslu annarra en lífeyrissjóða nam 334 ma.kr. og jókst einnig um 16%,“ segir í tilkynningunni.
Alls starfaði 21 lífeyrissjóður í 25 samtryggingardeildum á síðasta ári og af þeim buðu þrettán sjóðir upp á séreignarsparnað í 44 deildum.