Rykský skyggði á reginrisann Betelgás Kjartan Kjartansson skrifar 16. júní 2021 15:39 Rykský skyggði á Betelgás á þessari mynd sem var tekin með SPHERE-mælitækinu á VLT-sjónauka ESO í mars árið 2020. Stjarnan náði fyrri birtu mánuði síðar. ESO/M. Montargès og fleiri Stjörnufræðingar telja sig nú hafa leyst ráðgátuna um hvers vegna risastjarnan Betelgás dofnaði svo á næturhimninum að það var greinanlegt með berum augum. Rykský sem stjarnan sjálf spýtti frá sér skyggði á hana frá jörðinni séð. Miklar vangaveltur voru um að Betelgás í stjörnumerkinu Óríon, sem er ein skærasta stjarnan á næturhimninum, væri við það að breytast í sprengistjörnu þegar hún dofnaði verulega síðla árs 2019 og snemma árs 2020. Menn hafa ekki getað séð sprengistjörnu í Vetrarbrautinni okkar með berum augum frá því á 17. öld og því voru margir spenntir. Aðrar tilgátur um orsök þess að Betelgás dofnaði voru þó taldar sennilegra en að hún væri í dauðateygjunum. Nú hafa stjörnufræðingar staðfest eina þeirra, að rykský hafi hulið stjörnuna að hluta til, að því er segir í tilkynningu frá Evrópsku stjörnustöðinni á suðurhveli (ESO). Þegar vísindamennirnir báru saman myndir sem teknar voru af Betelgás með VLT-sjónauka ESO í Atacama-eyðimörkinni í Síle í desember 2019 annars vegar og í janúar 2020 hins vegar sást að yfirborð stjörnunnar hafði dofnað umtalsvert, séstaklega suðurhluti hennar. Í apríl í fyrra hafði stjarnan náð fyrri birtu. Á þessari myndaröð sést greinilega hvernig Betelgás dofnaði í desember 2019 og fram á vor árið eftir.ESO/M. Montargès og fleiri Ryk sem verður efniviður í reikistjörnur og jafnvel líf Betelgás er svonefndur rauður reginrisi, sólstjarna sem eru um tuttugufalt massameiri en sólin okkar. Hún er svo massamikil að hún mun ljúka æviskeiði sínu sem sprengistjarna. Slíkar stjörnur eru taldar afar breytilegar að eðlisfari og yfirborð þeirra getur bjagast þegar tröllvaxnir gasbólstrar þenjast út og skreppa saman eins og í bullsjóðandi súpu innan í henni. Talið er að Betelgás hafi þeytt frá sér stórri gasbólu út í geiminn skömmu áður en hún byrjaði að dofna frá jörðu séð. Þegar hluti yfirborðs stjörnunnar kólnaði fljótlega eftir á þéttist gasið í ryk. „Við urðum vitni að myndun geimryks,“ segir Miguel Montarges, stjörnufræðingur við Stjörnuathuganastöðina í París, sem er aðalhöfundur greinar um rannsóknina sem birtist í vísindaritinu Nature í dag. Rannsóknin leiðir í ljós að ryk af þessu tagi getur myndast hratt og mjög nálægt yfirborði stjörnu. „Seinna meir verður rykið sem kaldar þróaðar stjörnur kasta frá sér, eins og þeytingunni sem við urðum vitni að, að byggingareiningum reikistjarna og jafnvel lífs,“ er haft eftir Emily Cannon frá Kaþólska háskólanum í Leuven í Belgíu sem tók þátt í rannsókninni. Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Mynduðu verðandi sprengistjörnu sem dofnar á næturhimninum Ein bjartasta stjarna næturhiminsins hefur dofnað merkjanleg undanfarna mánuði og hafa miklar vangaveltur verið um hvort að hún gæti verið við það að springa. 15. febrúar 2020 12:30 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Miklar vangaveltur voru um að Betelgás í stjörnumerkinu Óríon, sem er ein skærasta stjarnan á næturhimninum, væri við það að breytast í sprengistjörnu þegar hún dofnaði verulega síðla árs 2019 og snemma árs 2020. Menn hafa ekki getað séð sprengistjörnu í Vetrarbrautinni okkar með berum augum frá því á 17. öld og því voru margir spenntir. Aðrar tilgátur um orsök þess að Betelgás dofnaði voru þó taldar sennilegra en að hún væri í dauðateygjunum. Nú hafa stjörnufræðingar staðfest eina þeirra, að rykský hafi hulið stjörnuna að hluta til, að því er segir í tilkynningu frá Evrópsku stjörnustöðinni á suðurhveli (ESO). Þegar vísindamennirnir báru saman myndir sem teknar voru af Betelgás með VLT-sjónauka ESO í Atacama-eyðimörkinni í Síle í desember 2019 annars vegar og í janúar 2020 hins vegar sást að yfirborð stjörnunnar hafði dofnað umtalsvert, séstaklega suðurhluti hennar. Í apríl í fyrra hafði stjarnan náð fyrri birtu. Á þessari myndaröð sést greinilega hvernig Betelgás dofnaði í desember 2019 og fram á vor árið eftir.ESO/M. Montargès og fleiri Ryk sem verður efniviður í reikistjörnur og jafnvel líf Betelgás er svonefndur rauður reginrisi, sólstjarna sem eru um tuttugufalt massameiri en sólin okkar. Hún er svo massamikil að hún mun ljúka æviskeiði sínu sem sprengistjarna. Slíkar stjörnur eru taldar afar breytilegar að eðlisfari og yfirborð þeirra getur bjagast þegar tröllvaxnir gasbólstrar þenjast út og skreppa saman eins og í bullsjóðandi súpu innan í henni. Talið er að Betelgás hafi þeytt frá sér stórri gasbólu út í geiminn skömmu áður en hún byrjaði að dofna frá jörðu séð. Þegar hluti yfirborðs stjörnunnar kólnaði fljótlega eftir á þéttist gasið í ryk. „Við urðum vitni að myndun geimryks,“ segir Miguel Montarges, stjörnufræðingur við Stjörnuathuganastöðina í París, sem er aðalhöfundur greinar um rannsóknina sem birtist í vísindaritinu Nature í dag. Rannsóknin leiðir í ljós að ryk af þessu tagi getur myndast hratt og mjög nálægt yfirborði stjörnu. „Seinna meir verður rykið sem kaldar þróaðar stjörnur kasta frá sér, eins og þeytingunni sem við urðum vitni að, að byggingareiningum reikistjarna og jafnvel lífs,“ er haft eftir Emily Cannon frá Kaþólska háskólanum í Leuven í Belgíu sem tók þátt í rannsókninni.
Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Mynduðu verðandi sprengistjörnu sem dofnar á næturhimninum Ein bjartasta stjarna næturhiminsins hefur dofnað merkjanleg undanfarna mánuði og hafa miklar vangaveltur verið um hvort að hún gæti verið við það að springa. 15. febrúar 2020 12:30 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Mynduðu verðandi sprengistjörnu sem dofnar á næturhimninum Ein bjartasta stjarna næturhiminsins hefur dofnað merkjanleg undanfarna mánuði og hafa miklar vangaveltur verið um hvort að hún gæti verið við það að springa. 15. febrúar 2020 12:30